bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tilkynning frá B&L - BMW umboðinu á íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=396
Page 1 of 3

Author:  B&L [ Wed 04. Dec 2002 18:09 ]
Post subject:  Tilkynning frá B&L - BMW umboðinu á íslandi

Góðan daginn ágætu BMW klúbbfélagar!

Að gefnu tilefni langar okkur hjá B&L að koma með innlegg í umræðuna um þjónustu okkar við BMW eigendur.

Sem umboðsaðili BMW á Íslandi erum við í reglubundnum samskiptum við BMW. Allar pantanir á varahlutum fara fram vikulega, nánar tiltekið á miðvikudögum. Þetta er fyrst og fremst gert í hagræðingarskyni, auk þess sem slíkt fyrirkomulag hentar framleiðandanum afar vel. Pantanir koma síðan í hús til okkar öllu jöfnu þriðjudag eða miðvikudag vikunnar á eftir. Það sem helst raskar ferlinu eru tafir á flugi í Evrópu. Jafnframt gerum við hraðpantanir að beiðni viðskiptavina eða vegna sérstakra tilfella og er í fyrra tilvikinu lagt aukagjald á pöntunina á móti kostnaðinum við hraðsendingar.

Þetta fyrirkomulag er, eins og áður segir, forsenda fyrir hraðri og hagkvæmri þjónustu. Í undantekningatilvikum tekst framleiðandanum ekki að afgreiða varahluti til okkar. Þá er að hálfu BMW talað um “back order” sem þýðir í raun og veru að þeir geta ekki gefið okkur nákvæma tímasetningu varðandi viðkomandi sendingu. Eðli málsins samkvæmt eru slíkar pantanir háðar mikilli óvissu um afgreiðslutíma. Sem betur fer kemur þetta ekki oft fyrir, en þegar það gerist veldur það báðum aðilum bæði vonbrigðum og gremju.

Okkar helsta markmið er góð og traust þjónusta, enda skiptir miklu fyrir hvern einasta BMW að í hann fari upprunalegir varahlutir og aukahlutir frá framleiðandanum. Þannig tryggir maður sem best rétta virkni hins háþróaða tæknibúnaðar BMW og stuðlar að endingu og lágum viðhaldskostnaði þegar upp er staðið.

Við skilgreinum þjónustu okkar jafnframt á breiðum grunni og viljum því verða klúbbnum ykkar að liði og veitum öllum meðlimum 20% AFSLÁTT af öllum BMW bón og hreinsivörum til að byrja með.

Lítið við.
Það eru ekki aðeins gæðin sem heilla heldur lífstíllinn sem fylgir því að eiga BMW!



Bendi jafnframt á að , svo að við getum boðið meðlimum frekari afslátt af vörum og þjónustu finnst okkur skipta miklu máli að allir meðlimir hafi félagskort.

Við erum tilbúin til að útbúa þessi félagskort fyrir klúbbinn gegn því að við fáum að ráða útliti þeirra.

Til að það sé hægt þá vantar okkur félagsmannaskrá með öllum upplýsingum.

Síðan væri það góð hugmynd að láta okkur fá Login á spjallið undir B&L eða BMW á Íslandi eða eitthvað slíkt.



Hikið svo ekki við að hafa samband við mig ef eitthvað er.





Með bestu kveðju,

Helga Guðrún

kynningarstjóri

B&L

sími 575 1200/ 894 1215

Author:  saemi [ Wed 04. Dec 2002 18:18 ]
Post subject: 

Sælir félagar.

Ofanritað bréf er eins og það kom til mín frá forsvarsmönnum B&L, sem ég hef sett mig í samband við, til að bæta samskipti milli okkar áhugamanna BMW og BMW umboðsins á Íslandi.

Til að byrja með ætlar BMWkraftur að breyta aðeins síðunni þannig að tilkynningar frá B&L séu auðsjáanlegri innan um aðrar greinar, og er ég og Gunni að vinna að því. Greinin eins og hún birtist hérna, frá B&L er því bara tímabundin uppsetning til að birta þetta sem fyrst fyrir okkur félagsmenn.

Eins og þið sjáið á greininni, þá þyrftum við að koma okkur upp skrá yfir félaga, og sjá má meira um það í annarri grein hér á síðunni undir almennar umræður.

Ég hef þegar svarað henni Helgu, og er að vinna í málunum.

Með bestu BMW kveðju,
Sæmi

Author:  Raggi M5 [ Wed 04. Dec 2002 18:18 ]
Post subject: 

Jahá þú segir nokkuð :) Gæti verið sniðugt með meðlimakortin og það dótarí. Svo er náttlega alltaf frábært að fá afslátt. Hvað segið þið um þetta piltar :?:

Author:  gstuning [ Wed 04. Dec 2002 18:21 ]
Post subject: 

Afsláttur og ekki afsláttur :)

Þú meinar aðeins minna okrað
ég varð að segja það, það er nefninlega staðreynd!!

Samt gott að B&L er að sjá ljósið, peningarnir þeirra koma úr því að gera við og selja varahluti, ekki selja nýja bíla,

Author:  Raggi M5 [ Wed 04. Dec 2002 18:27 ]
Post subject: 

Æ það var nú gott að þú sagðir þetta :P Það hlaut einhver að ulla því útúr sér :? Það sést nú samt hjá þér Gunni að þú ert ekki ánægðu með Dynoið :lol:

Author:  GHR [ Wed 04. Dec 2002 18:48 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta orðið gott hjá B&L, þeir eru loks byrjaðir að sýna smá stuðning og framlag til okkar. Maður vissi að þetta væri gott fyrirtæki, það þurfti bara að minna þá á það. Einnig mjög sniðug hugdetta að láta búa til svona meðlimakort handa öllum í klúbbnum :D
B&L eru loksins byrjaðir að uppgötva að þeir missa marga fyrrum og tilvonandi viðskiptavini sína til t.d. Tækniþjónustu Bifreiða, sem ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af. Þeir voru ekkert annað en frábærir við okkur hérna í klúbbnum á Dynodeginum og mér finnst þeir eiga gott hrós fyrir (come on, þeir gáfu öllum pizzum og gos, og gátu gefið manni innsýn í hvernig fyrirtæki þetta er. Mjög almennir starfsmenn :D
Svo er ekkert mál fyrir mann að hringja - eða koma til þeirra og fá ýmsar upplýsingar eða láta þá panta varahluti fyrir sig, oftast mjög ódýrt.

Keep it on B&L (og T.B) :D

Author:  Stefan325i [ Wed 04. Dec 2002 18:56 ]
Post subject: 

Gott framtak hjá B&L.

En eruð þið hættir að gefa út b&l blaðið? Ég er allavega hættur að fá það og ef þið gefið þetta blað ennþá út það ætla ég að endurnýja áskrift mína.

Stefán Örn Sölvason
Heiðaból 59
230 Keflavík
Eigandi af NJ-104: BMW 325i 1986

Hvernig væri að B&L myndi halda alvöru driving school á næsta ári á einhverju rosa stórru plani, ekki ökuleikni heldur alvöru akstur, ég veit að hægt er að nota go-kart brautina í keflavík til þess, og svo er hægt að nota reykjavíkur flugvöll líka :wink:

Eftir helgi ef SMT6 dótið kemur fyrir helgi, þá verð ég og Gunni báðir HAPPY CAMPERS

Author:  Guest [ Wed 04. Dec 2002 20:05 ]
Post subject: 

Sælir félgar.

Gaman að sjá að umræðan fer strax af stað. En ég er samt ekki alveg sammála því að B&L sé alltaf að okra á varahlutum. Það má vera að þeir geri það í einhverjum tilfellum, en þeir gera það örugglega ekki alltaf. Þar tala ég af eigin reynslu.

Ég veit ekki fyrir víst hvaða álagningu þeir eru með, hvort hún er flöt, eða mismunandi eftir hlutum (það væri gaman að fá upplýsingar um það), en við verðum að taka tillit til þess að sendingarkostnaður hingað er hlutfallslega hærri en í Evrópu, auk þess sem vörugjald / tollar er ekki til staðar í mörgum löndum eins og Þýskalandi og Belgíu. Auk þess er VSK frekar hár hér á landi.

En þess utan, þá eru varahlutir merktir BMW að sjálfsögðu dýrari en sambærilegir hlutir frá öðrum "minna gefandi tegundum". Við verðum að sætta okkur við að borga aðeins meira fyrir að fá aðeins meira! Svo eru hlutir sem aðrir selja í BMW en ekki sk. "original parts" oft á tíðum mun lakari, þó að stundum sé hægt að finna sambærilega hluti á lægra verði.

En ég verð að segja fyrir mitt leyti, að ef ég ætla að fara að kaupa nýja bremsudiska, eða kveikjulok, eða stýrisenda (osfrv) í bílinn minn, þá vil ég ekki að það standi "made in italy" á kassanum utan um þá!

Þá borga ég frekar 1/3 - 1/2 meira fyrir hlutinn og veit að hann er í lagi næstu 5-10 árin :!:

Bara mín 5 sent, ekkert tengt B&L :wink:

Author:  saemi [ Wed 04. Dec 2002 20:08 ]
Post subject: 

P.S. þetta var ég.

Sæmi

Author:  gstuning [ Wed 04. Dec 2002 21:29 ]
Post subject: 

Eitt sæmi,

Myndirru fara í B&L og kaupa BOSCH hlut þar þótt að alveg sama partanúmer frá bosch væri ódýrra hjá bílanaust,

Eins og þegar ég var að kaupa súrefniskynjarra þá átti stykkið að kosta 29þús í B&L, hluturinn var frá BOSCH, ég keypti þá í Bílanaust og þeir kostuðu 25þús þar báðir. Ekki fyrir mitt litla líf myndi ég henda svoleiðis peningum útum gluggan bara til að kaupa í B&L

Author:  Guest [ Thu 05. Dec 2002 00:41 ]
Post subject: 

Auðvitað mundi ég ekki gera það. Ég er hjartanlega sammála þér þarna. Þetta er einmitt það sem ég var að tala um, að stundum getur maður fundið sambærilega hluti ódýrari.

En það eru líka til mörg dæmi á hinn veginn, þar sem original hlutur er á sambærilegu verði.

Ég var t.d. mjög sáttur við að handbremsubarkarnir sem ég keypti voru á um 4000 kall stykkið! Á meðan maður var að kaupa barka í Stillingu fyrir 2500 og bílanaust á 3500....! Og það er ekki hægt að líkja gæðunum saman...

Sæmi

Author:  bebecar [ Thu 05. Dec 2002 09:29 ]
Post subject: 

Ég get fyrir mína parta ekki séð að varahlutaverð í BMW sé almennt hærra hjá B&L en gengur og gerist. Margir hlutir eru bara á mjög eðlilegu verði og sumir beinlínis ódýrir.

Þið ættuð að prófa að kaupa varahluti af IH!!! Það er sko dýrt!

Ég gleðst yfir þessu framtaki B&L og held að þetta gæti verið fyrsta skrefið í virkum áhangendaklúbbum fyrir hinar ýmsu bíltegundir - öllum til góða.

Author:  DXERON [ Thu 05. Dec 2002 12:20 ]
Post subject: 

flott framtak hjá b&l.
þeir sjá að við erum virkur klúbbur og viljum að hlutirnir gerast...
flott að sjá það að þeir vilji búa til félagskort og finnst mér alltílagi að þeir ráði útlitinu og setji jafnvel auglýsingu frá sér á það ef við fáum þau ókeypis.....
:)

Davíð

Author:  Guest [ Thu 05. Dec 2002 13:16 ]
Post subject: 

Gott mál að þeir vilji gefa afslátt en hvað er það sem manni vantar og hvað er það sem manni vantar ekki? Þeir eru að bjóða afslátt á vörum sem hreyfast mjög lítið hjá þeim og venjulegir menn kaupa bara ekkert voðalega oft, persónulega hef ég aldrei keypt mér BMW bón- og hreinsivörur. En þeir eru að sýna lit með þessu, vonum bara það besta með framhaldið.

Það er mjög erfitt að finna út hversu mikið þeir eru að leggja á varahlutina.
Mig vantar stykki í loftræstinguna á E39 bíl þetta er stillanlegur resistor sem stýrir hraðanum á viftunni í stafrænu miðstöðinni, klassísk bilun í þessum bílum.
Stykkið kostar 10.300 hjá B&L og þeir eiga það til
Kostar 6000 hjá BMW specialisten
Kostar 5600 í Þýskalandi
Kostar 6000 í USA
Þetta er náttúrlega erlent smásöluverð, danska verðið inniheldur ekki VSK en hin tvö gera það. Ef B&L flytur inn svona stykki þá fá þeir það náttúrlega á heildsöluverði en við það bætist:
(verð + flutningsgjald)*(7,5% tollur)*(15% vörugjöld)*(24,5% VSK)
Ef hægt er að sýna að hluturinn sé framleiddur í evrópu fellur 7,5% tollurinn niður. Hægt að leika sér endalaust með tölurnar.
Gefum okkur að í Þýskalandi sé 20% álagning, VSK þar er 14%
Heildsöluverð til útflutnings: 5600/1,14/1,20=4100
Það kostar 10.950 að senda 5kg með TNT hraðsendingu þ.e. 2,19kr/gr
Þetta umrædda stykki er innan við 200g þannig ég áætla 440 í sendingarkostnað. Tók mið af 5 kg því B&L flytja varla inn nokkur grömm í einu, þetta er hraðsendingarverð!
Kaupverð + sendingarkostnaður = 4540 = tollverð
Tollverð*1,075*1,15*1,245=7000 = verð til B&L
Ef það er eitthvað vit í þessum útreikningum þá er þetta 47% álagning hjá B&L. Það eru náttúrlega mikil óvissa í þessum útreikningum og þetta er bara eitt stykki en það er gaman að pæla í þessu. Opinber gjöld eru há á Íslandi en útskýrir það allt?

Author:  Bjarki [ Thu 05. Dec 2002 13:23 ]
Post subject: 

Ég skrifaði þessa verðpælingu.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/