bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Leður sæti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3913
Page 1 of 2

Author:  Benzer [ Wed 07. Jan 2004 12:32 ]
Post subject:  Leður sæti

Ég er að spá í að leðra bílinn minn :)
Veit einhver hver gerir svoleiðis og hvað þetta kostar og hver gerir þetta best :)

Author:  bebecar [ Wed 07. Jan 2004 12:52 ]
Post subject: 

Einhver kall í Kópavogi gerir þetta víst mjög vel... hef heyrt verð alveg niður í 150 þúsund, finnst það ansi vel sloppið.

Author:  GHR [ Wed 07. Jan 2004 14:31 ]
Post subject: 

Kallinn heitir Auðunn og býr já í kópavogi..... Þetta er maðurinn sem á grænan Maverick og er að keppa í mílunni.

Author:  óskar s [ Wed 07. Jan 2004 16:16 ]
Post subject:  ...

ég hef séð inni nokkra bíla sem hann hefur leðrað bara masssa töff og illa góður frágangur

Author:  Benzer [ Wed 07. Jan 2004 16:42 ]
Post subject: 

veit einhver símann hjá þessum gaur :?:

og get ég séð einhversstaðar myndir innan úr bílum sem hann hefur leðrað :?:

Author:  A.H. [ Wed 07. Jan 2004 16:51 ]
Post subject: 

Ég man nú þegar ég fékk fín notuð leðursæti í gamla bílinn minn (e21 315 bílinn minn) á 15 þúsund :D . Þau voru reyndar úr e30, en pössuðu með smá tilfærslum. Bara gaman að minnast þetta :lol:

Author:  BMW 323I [ Wed 07. Jan 2004 21:20 ]
Post subject: 

hvenrig er þetta hjá kallinum leðrar hann þá innréttinagarnar líka eða bara sætin??

Author:  Benzer [ Thu 08. Jan 2004 00:14 ]
Post subject: 

Ætli hann leðri ekki hurðarspjöldin líka :-k

Author:  saemi [ Thu 08. Jan 2004 00:54 ]
Post subject: 

You get what you pay for!

Hurðarspjöld líka = meiri vinna = kostar meira.

Ég lét bólstra eitt sæti og það var dæmi upp á svona 65þús kall. Ef það er til snið að sætinu fyrir er þetta ódýrara.

Author:  Benzer [ Thu 08. Jan 2004 12:17 ]
Post subject: 

saemi wrote:
You get what you pay for!

Hurðarspjöld líka = meiri vinna = kostar meira.

Ég lét bólstra eitt sæti og það var dæmi upp á svona 65þús kall. Ef það er til snið að sætinu fyrir er þetta ódýrara.


Hvar lést þú gera þetta :?:

Author:  saemi [ Thu 08. Jan 2004 17:48 ]
Post subject: 

það er náungi á móti Landvélum á smiðjuveginum. Man ekki alveg hvað hann heitir, eitthvað útlenskt að mig minnir. Hann leðrar fyrir Toyota veit ég.

Author:  Benzer [ Thu 08. Jan 2004 18:02 ]
Post subject: 

Er hann sanngjarn í þessu og gerir hann þetta vel :?:

Tók hann 65 þús fyrir annað framsætið hjá þér :?:
og var snið í sætinu hjá þér :?:

Author:  saemi [ Thu 08. Jan 2004 18:09 ]
Post subject: 

Hann var alveg sanngjarn já. Hann átti ekki til snið að sætinu mínu, hann þurfti að nota gamla leðrið til að sníða eftir.

Og já, það kostaði 65þús.

Að vísu á ég inni hjá honum leður í annað framsæti, því ég þurfti að kaupa eina húð sem er nóg í 2 sæti.

Author:  Benzer [ Thu 08. Jan 2004 18:11 ]
Post subject: 

já ok þannig að bæði framsætinn með vinnu og því öllu kosta um 65 þús :)

Author:  hlynurst [ Thu 08. Jan 2004 18:12 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Að vísu á ég inni hjá honum leður í annað framsæti, því ég þurfti að kaupa eina húð sem er nóg í 2 sæti.


:shock:

Keyptir þú bara heila nautahjörð? :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/