bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvað hefð'uði borgað fyrir þennan .. ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3783
Page 1 of 1

Author:  Ozeki [ Sat 20. Dec 2003 09:58 ]
Post subject:  hvað hefð'uði borgað fyrir þennan .. ?

Ég hef aðeins verið að kíkja eftir hvað menn eru að borga fyrir bíla á þessum tjóna uppboðum tryggingafélagana - og verð að segja að ég er alveg steinhissa á því hvað menn eru tilbúnnir til að borga mikið ....

Það er eins og ílla seljanlegir, mikið eknir bílar verði heit söluvara á því að tjónast aðeins ...

Nú væri hægt að tína til nokkur dæmi þar sem mér fannst allt eins hægt að fara bara út á bílasölu og kaupa bíl í lagi, en best að halda sig við BMW.

Hérna er einn sem mér fannst fara full dýrt, eða hvað myndi vera hægt að fá góðan ótjónaðan '89 730ia á - miðað við staðgreiðslu og 200.000 km akstur (sem er reyndar grunsamlega lítið keyrt í 14,5 ár) .. ?

Author:  saemi [ Sat 20. Dec 2003 10:41 ]
Post subject: 

Mjá, ég verð að segja að mér finnst sumir bílar fara full dýrt á þessum uppboðum.

Þessi bíll ætti að fara á svona 350-400 kall ef hann væri í lagi.

Svo að svona tjónaður ætti hann alls ekki að seljast á meira en 150-180 kall.

En svo á auðvitað einhver hluti í þetta og hefur boðið alveg upp í 230 eða eitthvað!

Author:  óskar s [ Mon 22. Dec 2003 02:43 ]
Post subject:  ,,,,,

það er bara eiginlega orið ómögulegt að versla bíla á tjóna uppboðum og vöku uppboðum þetta selst alltaf orið svo dyrt, meina bmwinn kostar ábyggileg meira en 130þús að gera við fyrir manninn á götunni, og þá sendur bílinn í 400+

Author:  Kristjan [ Mon 22. Dec 2003 04:11 ]
Post subject: 

JÁ BLESSAÐUR, Óskar slakaðu á alltof stóru illa teknu myndinni.....

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/