bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=37794 |
Page 1 of 1 |
Author: | saemi [ Fri 05. Jun 2009 14:33 ] |
Post subject: | Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Enn og einu sinni minni ég ykkur á, kæru spjallverjar, að setja nú í fyrirsagnir hvað málið snýst um. Ég er búinn að bæta inn í auglýsingar núna í síðustu viku, ekki færri en einni á dag. "veit einhver um" "hedd" "vantar símanúmer" Þetta er allt dæmi um lélegar fyrirsagnir. Hvernig væri að bæta nokkrum orðum við fyrirsagniarnar til að gera okkur lífið léttara hér á kraftinum Góða helgi allir ![]() |
Author: | IceDev [ Fri 05. Jun 2009 15:30 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Word! Og kannski bæta stafsetningu inn í málið, er ekki til svona PHP3 stafsetninga-addon? Hef séð þetta á nokkrum spjallborðum og er algjör snilld |
Author: | Dóri- [ Fri 05. Jun 2009 15:38 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
IceDev wrote: Word! Og kannski bæta stafsetningu inn í málið, er ekki til svona PHP3 stafsetninga-addon? Hef séð þetta á nokkrum spjallborðum og er algjör snilld Hvernig á þá að rakka niður nýliða á spjallinu ? ![]() |
Author: | IceDev [ Fri 05. Jun 2009 15:40 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Haha...reyndar Ég hef staðið mig nýlega að því að vera með frekar leiðindarmóral á kraftinum...held að það sé vinnan sem er að fá það besta úr mér Samt, hrikalegt að lesa sumt hérna inni eins og "Kfaþ áv ék að gjéra...ánghverju eru dembarardnyr lélekyr ý býlnum mýnum ?" Æji...veit ekki....kannski er ég bara grammar nazi Vil biðjast afsökunar ef ég hef verið eitthvað megaleiðinlegur undanfarið ![]() |
Author: | gardara [ Fri 05. Jun 2009 18:25 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Ég legg til að það verði sett á sía svo að menn geti ekki póstað ef pósturinn inniheldur ákveðið margar stafsetningarvillur. |
Author: | 300+ [ Fri 05. Jun 2009 18:41 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Fyrst að menn eru að pústa svona út verð ég aðeins að fá að pústa með... Það er varðandi drif, þegar menn eru að tala um stóra, litla osfr. Það eru bara þrjár stærðir í gangi á þessum helstu týpum 168mm 188mm 210mm Stundum væri betra að átta sig á hvaða drif er verið að ræða um ef menn segðu td bara 188mm drif í staðin fyrir stóra e30 eða litla e34. Kannski er ég sá eini sem pirrast yfir þessu en... ![]() |
Author: | Zed III [ Fri 05. Jun 2009 20:10 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
300+ wrote: Fyrst að menn eru að pústa svona út verð ég aðeins að fá að pústa með... Það er varðandi drif, þegar menn eru að tala um stóra, litla osfr. Það eru bara þrjár stærðir í gangi á þessum helstu týpum 168mm 188mm 210mm Stundum væri betra að átta sig á hvaða drif er verið að ræða um ef menn segðu td bara 188mm drif í staðin fyrir stóra e30 eða litla e34. Kannski er ég sá eini sem pirrast yfir þessu en... ![]() wriiight, þetta vita auðvitað allir ![]() Svo er spurning um þessar týpur sem eru ekki í hóp með þeim helstu... |
Author: | SteiniDJ [ Fri 05. Jun 2009 23:23 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Og hvað er eiginlega málið með ríkisstjórnina?! Hann er rauðhærður! |
Author: | 300+ [ Fri 05. Jun 2009 23:34 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Zed III wrote: 300+ wrote: Fyrst að menn eru að pústa svona út verð ég aðeins að fá að pústa með... Það er varðandi drif, þegar menn eru að tala um stóra, litla osfr. Það eru bara þrjár stærðir í gangi á þessum helstu týpum 168mm 188mm 210mm Stundum væri betra að átta sig á hvaða drif er verið að ræða um ef menn segðu td bara 188mm drif í staðin fyrir stóra e30 eða litla e34. Kannski er ég sá eini sem pirrast yfir þessu en... ![]() wriiight, þetta vita auðvitað allir ![]() Svo er spurning um þessar týpur sem eru ekki í hóp með þeim helstu... Þetta dekkar svo rosalega stóran hluta að restin skiptir varla máli, pinjóninn, hringurinn og þarmeð mismunadrifið/læsingin er swappanlegt á milli drifhúsa sé hringurinn af sama þveremáli eða eitthvað af ofantöldu. |
Author: | totihs [ Tue 09. Jun 2009 05:31 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Hvernig væri, ef það er hægt þ.e.a.s. Að troða inn einni línu um að hafa fyrirsagnir lýsandi þar þegar maður gerir nýjan þráð? S.s. þar sem þú fyllir út fyrirsögnina. Held að fæstir pæli mikið í þessu. |
Author: | saemi [ Wed 16. Nov 2011 20:15 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
UPPPPPP Þörf ábending, það er eins og mikill hluti spjallverja þessa dagana sé ekki að skilja hvað þetta er pirrandi og óþægilegt. Það auðveldar allt að setja í fyrirsagnir orð sem lýsa innihaldi þráðar. Það er svo miklu miklu þægilegra fyrir þá sem skoða þetta spjall að þurfa ekki endalaust að fletta upp hinum og þessum fyrirsögnum þar sem stendur: "óskast" "vantar strax" "veit einhver eitthvað um þennan" (veit einkver einkað um þenna) "vantar símanúmer" "pm mig strax" "hver á þennan" Kommon... það er hægt að gera betur en þetta. Eyðið nokkrum sekúndum í að gera fyrirsögn sem lýsir innihaldi þráðarins! Ekki vaða á skítugum skónum hér yfir allt til að láta alla hjálpa ykkur án þess að leggja lágmarks vinnu í þetta af eigin hendi. |
Author: | Alpina [ Wed 16. Nov 2011 21:43 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
saemi wrote: BARA pirraður ![]() ![]() |
Author: | kalli* [ Wed 16. Nov 2011 22:20 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Fólk lærir ekkert, TTT er ekki að fara hjálpa neitt rosalega heldur held ég, refsa bara fyrri þetta. (Ekki að reyna vera asni) |
Author: | saemi [ Wed 16. Nov 2011 22:30 ] |
Post subject: | Re: Hafið fyrirsagnir eins góðar og hægt er... vinsamlegast |
Sumt fólk lærir ... ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |