bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Samskipti við bílasölur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3742 |
Page 1 of 1 |
Author: | iar [ Tue 16. Dec 2003 22:37 ] |
Post subject: | Samskipti við bílasölur |
Hafið þið einhverja reynslu af tölvupóstssamskiptum við bílasölur og aðra svipaða aðila? Í síðustu viku sendi ég nokkrum bílasölum fyrirspurnir í tölvupósti og hef enn engin svör fengið. Svipuðu hef ég lent í varðandi ónefnt bílaumboð og amk. tvær varahlutaverslanir hér í Rvík. Hafa þessi fyrirtæki engan áhuga á samskiptum á þennan máta? Er t.d. bilasolur.is vefurinn eitthvað sem bílasölur hafa engan áhuga á að þróa meira og auðvelda viðskiptavinum að eiga viðskipti við þá eða er þetta bara einhver tæknifóbía og vitleysa? Það er auðvitað synd því maður er jú að vinna 9-5 og því lítill tími til að standa í hlaupum og hringingum út um allan bæ. Svo er auðvitað hinn möguleikinn kannski er ég bara óæskilegur viðskiptavinur sem þeir vilja ekki einu sinni þyggja pening frá. ![]() Hvernig er ykkar reynsla, eitthvað svipað eða er þetta bara ég? ![]() PS: Nú hef ég allt aðra og bara mjög góða reynslu af samskiptum við erlend fyrirtæki, bæði t.d. bmwspecialisten og aðila á ebay. |
Author: | ta [ Tue 16. Dec 2003 23:30 ] |
Post subject: | |
ég sendi einni bílasölu fyrirspurn um daginn, en fékk ekkert svar. síðan eru liðnar 5 vikur. það er einsog þeir hafi engan áhuga á viðskiptum. Annars heyrði ég frá öðrum bílasala, hann sagði að sjaldnast kæmi neitt útúr fyrirspurnum sem kæmu í gegnum netið, það væri hans reynsla. |
Author: | iar [ Tue 16. Dec 2003 23:34 ] |
Post subject: | |
ta wrote: Annars heyrði ég frá öðrum bílasala, hann sagði að sjaldnast
kæmi neitt útúr fyrirspurnum sem kæmu í gegnum netið, það væri hans reynsla. Jújú, það er auðvitað hin hliðin á þessu en er þá ekki bara málið að sleppa því að auglýsa netföngin á heimasíðunni? Láta bara símanúmer, staðsetningu og opnunartíma duga? ![]() |
Author: | ta [ Tue 16. Dec 2003 23:40 ] |
Post subject: | |
iar wrote: ta wrote: Annars heyrði ég frá öðrum bílasala, hann sagði að sjaldnast kæmi neitt útúr fyrirspurnum sem kæmu í gegnum netið, það væri hans reynsla. Jújú, það er auðvitað hin hliðin á þessu en er þá ekki bara málið að sleppa því að auglýsa netföngin á heimasíðunni? Láta bara símanúmer, staðsetningu og opnunartíma duga? ![]() mér finnst að þeir gætu sagt "komdu bara, við skoðum þetta eða hringdu" á meilinum ef ekkert annað. þeir sita nú við tölvurnar mest allann daginn. |
Author: | iar [ Tue 16. Dec 2003 23:44 ] |
Post subject: | |
ta wrote: mér finnst að þeir gætu sagt "komdu bara, við skoðum þetta
eða hringdu" á meilinum ef ekkert annað. þeir sita nú við tölvurnar mest allann daginn. Einmitt! Það er akkúrat málið, það þarf ekki meira til að koma í veg fyrir pirring. |
Author: | Svezel [ Tue 16. Dec 2003 23:54 ] |
Post subject: | |
Ég sendi sölu tölvupóst um helgina og hún hringdi í mig strax á mánudagsmorgun, ekkert nema gott um þá sölu að segja. Aftur á móti hef ég ekki enn fengið svar við fyrispurn sem ég sendi Bílanaust í október ![]() |
Author: | Benzari [ Wed 17. Dec 2003 01:45 ] |
Post subject: | |
Aldrei fengið svar við fyrirspurn í gegnum e-mail hjá bílasölu. Held svei mér þá að það sé best að gera þetta sjálfur. |
Author: | jens [ Wed 17. Dec 2003 08:20 ] |
Post subject: | |
Sendi nokkrar fyrirspurnir um daginn út af leit minni að 4ds E30 bíl og fékk fullt af svörum þó þau væru öll neikvæð. |
Author: | bebecar [ Wed 17. Dec 2003 08:55 ] |
Post subject: | |
Ég nota þetta talsvert mikið og fæ nánast alltaf svar, ég man reyndar ekki eftir því að hafa ekki fengið svar. En oft tekur það nú nokkra daga og oftast er augljóst að þeir eru að fara yfir þetta í lok dags. En svo er það líka annað mál að ég held mig við ákveðnar bílasölur þar sem ég er sáttur við þjónustuna. Bílfang (Trausti) hefur alltaf svarað mér og reynst vel fyrir utan einn gaur sem er þar núna og vildi frekar spjalla við vin í símann en selja félaga mínum bíl, mátti ekki einu sinni vera að því að taka tólið frá eyranu þegar við skiluðum lyklunum. Litla bílasalan hefur reynst mér vel (Ási) og hann vinnur í málum. Bílasölurnar á Akureyri og Selfossi eru góðar líka. |
Author: | Gunni [ Wed 17. Dec 2003 09:35 ] |
Post subject: | |
Ég er sammála með Litlu bílasöluna. Það er snilldarbílasala. Gaurarnir þar hafa virkilega eitthvað vit á bílum og vita hvað þeir eru að segja! Tveir þumlar upp fyrir Litlu! |
Author: | bebecar [ Wed 17. Dec 2003 10:27 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Wolf [ Thu 18. Dec 2003 01:32 ] |
Post subject: | .. |
Alveg sammála síðustu ræðumönnum, hef átt viðskipti við bæði Trausta og Ása, og hef ekkert nema gott um þá að segja. En svo eru þó nokkrir leiðinlegir guttar sem hafa engann áhuga á bílaviðskiptum, í þessu sem ættu að snúa sér að einhverju öðru.... |
Author: | ta [ Thu 18. Dec 2003 21:27 ] |
Post subject: | |
sammála hér, Trausti er traustur oftast mjög góða reynslu. vil nefna Toyota líka, tóku fulla ábyrgð á 95 opel omega, sem bilaði nokkuð. alveg frábær, Jón Vikar |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |