bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

jólaskraut, y/n
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3698
Page 1 of 1

Author:  ta [ Fri 12. Dec 2003 23:50 ]
Post subject:  jólaskraut, y/n

nota bmw eigendur jólaskraut í bílonum?

mér finnst það bara halló.

Author:  iar [ Fri 12. Dec 2003 23:57 ]
Post subject: 

Euw!!!!! :puke:

Slíkt mun aldrei ALDREI sjást í mínum bíl. Enda kallast jólaljós á mælaborði "smekkleysur" á mínu heimili. :-)

Author:  Heizzi [ Fri 12. Dec 2003 23:58 ]
Post subject: 

Fátt hallærislegra en þessi "7 arma aðventuljós" sem fólk er að láta á mælaborðið hjá sér, þannig að..... NEEIII

Author:  bjahja [ Sat 13. Dec 2003 00:01 ]
Post subject: 

Nei, en mer finnst þetta samt ekkert hallærislegt.......bílinn minn er bara of töff ;)

Author:  saemi [ Sat 13. Dec 2003 00:40 ]
Post subject: 

Mér fannst nú bara sætt þegar kærastan hengdi einn lítinn snjókall á innispegilinn í E28 bílnum. Svaka kósí

En óróar og jólakúlur og músastigar [-X

Author:  Logi [ Sat 13. Dec 2003 00:42 ]
Post subject: 

Nei takk sama og þegið :roll:

Author:  Jss [ Sun 14. Dec 2003 04:17 ]
Post subject: 

Hugsaði aðeins út í þetta og var fljótur að hugsa... NEI, finnst þetta ekki passa :?

Author:  fart [ Sun 14. Dec 2003 09:34 ]
Post subject: 

Þetta jólaskraut er bara fyrir Selfoss og nágreni, jú og Hrafnistubúa.

Author:  Haffi [ Sun 14. Dec 2003 11:05 ]
Post subject: 

ég er með jólaseríur í báðum mínum bílum og er stoltur af því :D

Author:  Dr. E31 [ Sun 14. Dec 2003 16:53 ]
Post subject: 

Eini aukahluturinn með blikkandi ljósum inní bílnum hjá mér er RADARVARINN. :lol:

Author:  flamatron [ Mon 15. Dec 2003 09:11 ]
Post subject: 

Hjá mér líka, og reyndar Blátt jólatré. :lol:

Author:  gstuning [ Mon 15. Dec 2003 10:54 ]
Post subject: 

Ég þoli ekki svona aðventuljósa drasl,

hvað er eiginlega að bara,

Author:  flamatron [ Mon 15. Dec 2003 11:26 ]
Post subject: 

Það er nú í lagi að vera mað svona drasl í ca. mánuð á ári... :?

Author:  Benzer [ Mon 15. Dec 2003 12:26 ]
Post subject: 

Ég er nú bara með jólaserju í afturglugganum á mínum bíl sem gengur fyrir batteryum :) ...Mér finnst allt í lagi að vera með sonna smá jólaskraut í bílnum í kringum jólatímann..Ég er samt ekki allveg að fýla þessi aðventuljós :twisted:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/