bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

518i '87 horfinn!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3694
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Fri 12. Dec 2003 19:55 ]
Post subject:  518i '87 horfinn!

Ætlaði að kaupa ógangfæran sjúskaðan 518i '87 E28 í gær. Bíllinn stóð fyrir utan Hátún 10 og var búinn að standa þar í um 5 mánuði. Brotist var inn í bílinn fyrir nokkru og reynt að stela honum með því að tengja framhjá en án árangurs. Bíllinn var því ógangfær, ólæstur, enginn rafgeymir og ónýtir bremsudiskar að framan. Ég kíkti á vagninn á mánudaginn og ætlaði svo að ganga frá tilkynningu og draga bílinn heim í gær. Þá var bíllinn horfinn! Vaka tók hann ekki, húsvörðurinn veit ekkert um málið. Spurning hvort einhver hafi farið og stolið e28 bíl! Málið hefur verið tilkynnt lögreglu og bíllinn skráður stolinn hjá þeim.
Ef menn vita eitthvað um bílinn endilega látið mig vita.
Vínrauður, með ljósbrúnni innréttingu, brotinni rúðu þ.e. ekkert voðalega fallegur.
Ég er búinn að keyra um næsta nágrenni og reyna að finna bílinn en án árangurs. Hver stelur e28 bíl?

Author:  flamatron [ Mon 15. Dec 2003 09:08 ]
Post subject: 

Einhver sem er ekki heill á geði. :!:

Author:  bebecar [ Mon 15. Dec 2003 09:50 ]
Post subject: 

Það er vínrauður E28 með brotinni rúðu rétt hjá mér. En það er hisnvegar 528 bíll, ekki 518...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/