bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
M3 á íslandi? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3599 |
Page 1 of 3 |
Author: | BMWaff [ Fri 05. Dec 2003 12:13 ] |
Post subject: | M3 á íslandi? |
Held að það séu mjög fáir BMW áhugamenn sem ekki fíla eða bara ELSKA M3 E36... Og hérna á spjallinu eru allir voða hrifnir og væru til í að eiga svona bíla..... EN afhverju eru þá svona fáir bílar á íslandi??? Ég meina það eru ábyggilega eitthverjir sem hafa alveg efn á því að flitja svona tæki inn. Hvað haldiði að sé ástæðan? |
Author: | hlynurst [ Fri 05. Dec 2003 12:18 ] |
Post subject: | |
Mér langar í svona bíl... en þetta er allt of dýrt dæmi fyrir mig ennþá. Ég myndi ekki vilja fá 3l bílinn heldur bara 3,2l! ![]() |
Author: | gstuning [ Fri 05. Dec 2003 12:28 ] |
Post subject: | |
Veistu ég bara veit ekki afhverju Þetta eru þvílíkir bílar að öllu leiti, minnst 286hö og 321hö undir 6 í 100 Vélar sem eru listasmíði Það væri hægt að fá 3.0 bíl núna á svona 1.5 (jafn mikið og er búið að setja í minn ![]() eða 3,2 á 2millur, m coupe á 2.5-3 |
Author: | saemi [ Fri 05. Dec 2003 12:45 ] |
Post subject: | |
Þeir eru samt frekar dýrir. Almennt dýrari en M5 bíllinn. Það er ekki svo stór markaður fyrir þetta hérna heima. Þeir sem vilja svona bíl eru annaðhvort ungir töffarar sem hafa ekki alveg efni á þessu, eða múraðir töffarar sem kaupa þá bara nýrri bíla ![]() |
Author: | BMWaff [ Fri 05. Dec 2003 12:59 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Þeir eru samt frekar dýrir. Almennt dýrari en M5 bíllinn.
Það er ekki svo stór markaður fyrir þetta hérna heima. Þeir sem vilja svona bíl eru annaðhvort ungir töffarar sem hafa ekki alveg efni á þessu, eða múraðir töffarar sem kaupa þá bara nýrri bíla ![]() Þá hlít ég að flokkast undir ungan töffara ![]() |
Author: | BMWaff [ Fri 05. Dec 2003 13:00 ] |
Post subject: | |
Og þetta með M5 vs. M3?? Afhverju er M5 svona ódýrir miðað við M3?? |
Author: | Jss [ Fri 05. Dec 2003 13:01 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Þeir eru samt frekar dýrir. Almennt dýrari en M5 bíllinn.
Það er ekki svo stór markaður fyrir þetta hérna heima. Þeir sem vilja svona bíl eru annaðhvort ungir töffarar sem hafa ekki alveg efni á þessu, eða múraðir töffarar sem kaupa þá bara nýrri bíla ![]() Góður punktur, þessir bílar kosta svo mikið miðað við E34 M5 og maður sér þá á alveg skuggalega háum verðum oft á mobile.de |
Author: | Svezel [ Fri 05. Dec 2003 14:12 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Þeir eru samt frekar dýrir. Almennt dýrari en M5 bíllinn.
Það er ekki svo stór markaður fyrir þetta hérna heima. Þeir sem vilja svona bíl eru annaðhvort ungir töffarar sem hafa ekki alveg efni á þessu, eða múraðir töffarar sem kaupa þá bara nýrri bíla ![]() Ég hef einmitt tekið eftir þessu, var aðeins að spá í E36 M3 en þeir eru bara svo dýrir miðað við M5 að maður verður dálítið fráhverfur M3. Það er hægt að koma t.d. fínum '95 M5 hingað fyrir um 2 millur meðan svipað módel af M3 er farið að slaga í 3. Svo er markaðurinn náttúrlega ekki eins breiður fyrir M3, aðalega yngri ökumenn sem þurfa oft lán og það getur verið erfitt fyrir suma. |
Author: | bebecar [ Fri 05. Dec 2003 14:33 ] |
Post subject: | |
Þetta er undarleg verðsamsetning og ég held því fram að E36 M3 eigi eftir að hrynja í verði. Það sem mögulega hefur valdið þessu er að E36 er tiltölulega nýhættur í framleiðslu og nýji E46 M3 hefur eflaust híft upp endursöluverðið á E36 M3. En það breytir því ekki að leiðrétting hlýtur að vera á næstunni á verðunum því að staðreyndirnar tala sínu máli, E36 M3 er miklu algengari en E34 M5 og auðvitað ekki handsmíðaður ![]() |
Author: | arnib [ Fri 05. Dec 2003 14:59 ] |
Post subject: | |
Af hverju ætti E46 M3 að "hífa upp" verðið á E36? Er það ekki venjulega öfugt? |
Author: | fart [ Fri 05. Dec 2003 15:03 ] |
Post subject: | |
ekki endilega. Ef E46 er hlutfallslega dýrari bíll (hann er actual dýrari) þá gæti hann haft þau áhrif að late model E36 M3 fylgji honum upp í verði. Þið verðið að muna að "verð" á einhverju er ekki eitthvða sem einhver einn "ákveður" heldur það sem einhverjir eru til í að kaupa á, og aðrir selja. |
Author: | arnib [ Fri 05. Dec 2003 15:06 ] |
Post subject: | |
Er E46 M3 semsagt dýrari heldur en E36 M3 var nýr, ef maður tekur gengi og vísitölu og allt inn í málið? |
Author: | fart [ Fri 05. Dec 2003 15:08 ] |
Post subject: | |
mjög líklega, annars hef ég ekkert fyrir mér í því, en.. E46 gæti verið orðin of dýr fyrir of marga. |
Author: | BMWaff [ Fri 05. Dec 2003 15:23 ] |
Post subject: | |
Ég verð alveg brjál ef hann hrynur svo í verði fljótlega!!! ![]() ![]() |
Author: | Logi [ Fri 05. Dec 2003 15:25 ] |
Post subject: | |
Nú ertu búinn að kaupa einn? |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |