bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensínverð
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3564
Page 1 of 2

Author:  Jss [ Mon 01. Dec 2003 15:04 ]
Post subject:  Bensínverð

Hvað finnst mönnum um hækkunina á bensínverði sem tekur gildi í dag, 4 krónu hækkun.

Og ég sem þarf að taka bensín í dag (nú eða á morgun, kannski hinn) og er með bílinn á V-power kúr sem stendur :?

Þetta finnst mér alltof mikið. Hvað með ykkur?

Author:  iar [ Mon 01. Dec 2003 15:08 ]
Post subject: 

Esso eru allavega búnir að hækka, eru hinir búnir að hækka? Spurning að drífa sig! ;-)

Reynslan síðasta árið er að Esso eru alltaf fyrstir og hinir elta: http://www.pjus.is/iar/bilar/bensin/

(reyndar gæti verið að þeir séu allir á sama tíma og Esso bara fyrstir að uppfæra vefsíðuna sína)

Author:  arnib [ Mon 01. Dec 2003 15:16 ]
Post subject: 

:(

Þetta er ömurlegt!

Hvenær tekur Atlantsolía sig til og byrjar að selja 95 oktana bensín líka?

Author:  Jss [ Mon 01. Dec 2003 15:25 ]
Post subject: 

Veit einhver hvort Shell séu búnir að hækka, spurning hvort maður drífi sig núna þ.e. ef þeir eru ekki búnir að hækka nú þegar. :?

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 15:29 ]
Post subject: 

Ég tók bensín rétt áðan og þá var það ennþá 96 held ég...

Author:  SER [ Mon 01. Dec 2003 15:38 ]
Post subject: 

En þessi hækkun kemur er ekki ákveðin af olíufélögunum heldur er þetta útaf nýjum lögum um fjáröflun til vegagerðar og vörugjald á eldsneyti. Og þó að þetta komi sér ekki vel fyrir mann þá á þetta sýnar skýringar eins og annað.

Author:  Kull [ Mon 01. Dec 2003 15:54 ]
Post subject: 

8% hækkun á vörugjaldi af bensíni og þungaskatti, enn ein skattahækkunin hjá ríkinu....

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 15:56 ]
Post subject: 

OHHH - ég sem ætlaði að kaupa Range Rover :( :lol:

Author:  Jss [ Mon 01. Dec 2003 16:02 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
OHHH - ég sem ætlaði að kaupa Range Rover :( :lol:


Þú gerir það bara samt, gerum bara eitthvað í þessu :evil:

Author:  Stebbtronic [ Mon 01. Dec 2003 16:17 ]
Post subject: 

Strákar mínir!!! ég hef neflinlega þann háttinn á að ég versla bara við esso í mosó og bara eftir lokun því.þeir eru með gömlu bensíndælurnar hjá sér ennþá og þær eru þeim kosti búnar að ef að maður kaupir bensín fyrir 500(lágmark) þá getur maður náð að minnsta kosti 5ltr extra ef að maður hoppar á slöngunni þegar hún er hætt að dæla. maður festir handfangið uppi á dælunni og byrjar bara að hoppa á slöngunni og þá byrjar að frussast bensín. þarna getur maður fengið 1000kr bensín fyrir 500 en Ath það hættir að koma bensín eftir ca 5ltr og þá þarf maður að setja annan 500 í og hoppa svo meira. Ég skora á ykkur sem trúið mér ekki að tjékka á þessu. Kv Stebbi

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 16:29 ]
Post subject: 

LOL - þetta er með því besta sem ég hef heyrt - hoppa á slöngunni!


[/quote]

Author:  Jss [ Mon 01. Dec 2003 16:40 ]
Post subject: 

Já, það er misjafn hvað menn leggja á sig fyrir nokkra bensínlítra :S

Author:  Stebbtronic [ Mon 01. Dec 2003 18:06 ]
Post subject: 

þetta svínvirkar neflinlega!!! og ég veit vel hversu fáránlega þetta hljómar en samt :D

Author:  Jón Ragnar [ Mon 01. Dec 2003 18:55 ]
Post subject: 

hehe, það er svo leiðinlegt að gera þetta, testuðum þetta fyrir nokkrum árum :)

Author:  Schulii [ Mon 01. Dec 2003 20:08 ]
Post subject: 

ég vona að enginn móðgist en ég vill bara segja það að mér finnst það ekkert sniðugt þegar menn eru að pósta hér einhverjum sniðugum leiðum til að stela frá öðrum. Þó að þetta sé olíufélag þá er grundvallaratriðið það að þarna er með ásettu ráði verið að ná sér í vöru sem ætluð er til sölu án þess að borga fyrir hana. Það kalla ég þjófnað. Það er í góðu lagi að stunda það mín vegna en eins og ég sagði þá finnst mér þessar lýsingar ekki eiga heima hér og að mínu mati draga úr gæðum og metnaði þessarar líka ágætu spjallsíðu okkar!

p.s
þetta er einungis vingjarnleg ábending og bara mín skoðun, ég er ekki í fýlu hérna heima útaf þessu :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/