bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Suður Afríku BMW!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=355
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Fri 22. Nov 2002 10:39 ]
Post subject:  Suður Afríku BMW!

Sæl öll.

Það vaknaði fyrir nokkru áhugi hjá mér um bíla sem voru sérframleiddir fyrir suður ameríku og jafnvel ástralíu fyrir nokkru.

þannig er mál með vexti að í vetur var ég að þvælast með mági mínum á bifreiðaverkstæði Högna og þar inni á gólfi var E28 BMW í pörtum með einhverja risa vél frá suður afríku. Ég man því miður ekki hvaða týpa þetta var en ég hélt að þetta væri 532 eða 538 (eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt áður).

Við athugun komst ég að og mundi eftir að BMW í suður afríku höfðu verið iðnir við að selja einhver mjöööög sjaldgæfa BMW bíla með hinum undarlegustu vélarstærðum og týpu númerum. Meðal annar seldu þeir 335 bíla original frá umboðinu þar.

Veit einhver meira um þetta? Allur orðrómur væri líka vel þegin.

Ég er búin að leita mikið á netinu og það er voðalega erfitt að leita að einhverju út frá "south africa" því maður fær allt mögulegt annað en BMW upp!

Author:  saemi [ Fri 22. Nov 2002 11:12 ]
Post subject: 

Já, það hefur ýmislegt spennandi komið þaðan.

335 bíllinn eins og þú minntist réttilega á.

Svo var það "M745i" bíllinn, sem var í raun M7 bíll. Þar sem hægri handar stýri er ekki hægt á turbo bílnum, þá gerðu þeir hægrihandar útgáfu með 4 ventla vélinni sem er í M bílunum.

http://www.geocities.com/paulwf/My_BMW_M745i.html

Image

Þetta er því miður eina síðan sem ég hef fundið með þessum bíl.. vantar góða síðu um svona bíl.

Ég man nú ekki eftir öðru sérstöku í augnablikinu, en það er fleira þaðan. Þeir voru í að búa til öðruvísi fimmur, gamla E12 og E28 bíla, man ekki nákvæmlega hvað.

Með bílinn hjá Högna, þá er þetta ameríkutýpa, með 3.2L vél. Ekkert rosalegt. Hann er að vísu með leðri ef ég man rétt, en ógeðslegum stuðurum...

Ég ætla að búa til svona bíl bráðlega, ef tíminn lofar. Á ágætis boddý, og ætla að setja 3.2L vélina mína í það ásamt 4 gíra nýupptekinni skiptingu. Þyrfti helst að selja þetta bara óklárað :) En það nennir enginn að föndra nema ég :roll:

Author:  bebecar [ Fri 22. Nov 2002 11:17 ]
Post subject: 

Svalt maður.... M7!!!

Já, þetta hljómar nokkuð vel, en ég er eiginlega viss um að hann hafi sagt að þetta væri suður afríku bíll, passar það ekki?

Hvað er þessi vél að skila sem þú munt búa 532 bílinn til úr?

Author:  saemi [ Fri 22. Nov 2002 11:19 ]
Post subject: 

Hummm... suður afríku bíll.. jæja, það má vera. En það var allavega til tonn af þeim í ameríku.

Þessi vél er 200 hö slétt

Author:  bebecar [ Fri 22. Nov 2002 11:25 ]
Post subject: 

Hvað með þessa 335 bíla, þeir hljóma ansi spennandi líka... dog leg er það ekki?

Author:  Djofullinn [ Fri 22. Nov 2002 11:44 ]
Post subject: 

Mig langar í M745i eða 335i!! :P

Author:  bebecar [ Fri 22. Nov 2002 12:34 ]
Post subject: 

Hér er skemmtilegur suður afríku vagn... 333i

http://www.bmwpower.nu/ovanligabmw/top10_333.asp[url]

Og Alpina í þokkabót![/url]

Author:  M110 [ Fri 22. Nov 2002 15:57 ]
Post subject: 

Það er víst ennþá verið að framleiða fyrstu gen a vw Golf í suður afríku!!!!

Mjög skrýtið land :!:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/