Já, það hefur ýmislegt spennandi komið þaðan.
335 bíllinn eins og þú minntist réttilega á.
Svo var það "M745i" bíllinn, sem var í raun M7 bíll. Þar sem hægri handar stýri er ekki hægt á turbo bílnum, þá gerðu þeir hægrihandar útgáfu með 4 ventla vélinni sem er í M bílunum.
http://www.geocities.com/paulwf/My_BMW_M745i.html
Þetta er því miður eina síðan sem ég hef fundið með þessum bíl.. vantar góða síðu um svona bíl.
Ég man nú ekki eftir öðru sérstöku í augnablikinu, en það er fleira þaðan. Þeir voru í að búa til öðruvísi fimmur, gamla E12 og E28 bíla, man ekki nákvæmlega hvað.
Með bílinn hjá Högna, þá er þetta ameríkutýpa, með 3.2L vél. Ekkert rosalegt. Hann er að vísu með leðri ef ég man rétt, en ógeðslegum stuðurum...
Ég ætla að búa til svona bíl bráðlega, ef tíminn lofar. Á ágætis boddý, og ætla að setja 3.2L vélina mína í það ásamt 4 gíra nýupptekinni skiptingu. Þyrfti helst að selja þetta bara óklárað

En það nennir enginn að föndra nema ég
