bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

M30 vélarhugleiðingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=354
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Thu 21. Nov 2002 23:42 ]
Post subject:  M30 vélarhugleiðingar

Ætla að fara að hreinsa og stilla ventlana. Þetta virðirst nú vera frekar einfalt verk leiðbeiningar og myndir út um allt á netinu og svo er þetta tekið fyrir í Bentley.
En var að spá hvort maður ætti að skiptu um eitthvað eða hreinsa í leiðinni, ætla að skipta um olíuboltana (hollow bolt) veit ekki hvað það heitir á íslensku. Þeir eiga það víst til að losna á þessum vélum (orginal boltarnir), kannski búið að skipta um þetta það kemur í ljós. Að sjálfsögðu kaupi ég nýja pakkningu.
Mér finnst vélin reykja frekar mikið á köldum dögum og svo er hljóðið í henni frekar hátt. Bíllinn hreyfir varla olíuna og hún er ekki ljósbrún og kælivökvinn hreyfist heldur ekki og hann er alveg hreinn. Hef heyrt að innspýtingarkerfið á þessum vélum sjá frekar hávært. Ætla að skipta um allar reimar. Bílinn fer alltaf í gang í fyrsta og er með alveg jafnan lausagang, þannig að þetta er bara svona fyrirbyggjandi viðhald. Öll ráð vel þegin.

Author:  saemi [ Fri 22. Nov 2002 00:07 ]
Post subject: 

Það helsta er að skipta um vacuum hosur, ef þær eru orðnar harðar (tala ekki um sprungnar). Annars ertu í góðum gír, með að skipta um boltana. Þú þarft jafnvel ekki nýja pakkningu, ef hún rifnar ekki upp þegar þú tekur lokið af.

Það er soldið maus að stilla þetta, og mín reynsla er ekki að bíllinn verði neitt hljóðlátari eftir þetta. það er alltaf slatti glamur í þessu. Búinn að gera þetta 2-3 sinnum hjá mér.

Þú verður að geta snúið vélinni, vertu búinn að finna ráð til þess. Það er tæpt að koma fyrir átaksskafti á boltann sem skrúfast á sveifarásinn, þarft jafnvel að taka viftuspaðann af!

Sæmi

Author:  Bjarki [ Fri 22. Nov 2002 00:27 ]
Post subject: 

Las um það á einni síðu að jumpa pinna 11 og pinna 14 í diagnostic-tenginu þá "fjarstartar" maður vélinni og snýr henni þannig. Annars þarf maður að taka viftspaðann af.
Er mikið mál að skipta um Vacuum hosurnar?
Er þetta ekki nr 28 á þessari mynd:
Image
REPAIR KIT VALVE SEAL RING

Síða með leiðbeiningunum:
http://lennon.csufresno.edu/~jag62/valves.html

Author:  saemi [ Fri 22. Nov 2002 00:57 ]
Post subject: 

Það er ekkert mál að skipta um vacuum hosurnar nei. Bara smá maus að finna partanúmerin á þeim öllum.

Ætlarðu að fara að skipta líka um ventlaþéttingarnar?

Það er helluva job

Author:  Bjarki [ Fri 22. Nov 2002 10:01 ]
Post subject: 

Úff ventlaþéttingarnar, ég veit ekkert um það, heldur þú að ég þurfi að skipta um þær eftir 180þ km??
Með partanúmerin, kunna þeir ekki svo vel á þetta í B&L??

Author:  saemi [ Fri 22. Nov 2002 11:18 ]
Post subject: 

Nei, bara þú settir inn mynd af þeim.... !

Nr 28 á myndinni, það eru ventlaþéttingarnar. Hosurnar sem ég er að tala um eru bara utan á vélinni, .. það sem fer í kaldræsinguna og ventlalokið ofl.

Þú þarft ekkert að skipta um ventlaþéttingarnar nema hann reyki eins og mother fu*ker þegar þú setur í gang á morgnana.

sæmi

Author:  Bjarki [ Sun 24. Nov 2002 00:55 ]
Post subject: 

Eru þær ekki á þessari mynd?
Image
nr.8 er þaggi?

Author:  GHR [ Sun 24. Nov 2002 10:53 ]
Post subject: 

Bjarki, ef ég má spyrja hvar færðu allar þessar frábæru myndir? Ertu með eitthvað forrit eða ?

Author:  Bjarki [ Sun 24. Nov 2002 11:52 ]
Post subject: 

Þetta er af partadiskunum (EPK - Electronic parts catalog) þ.e. diskarnir sem þeir í B&L nota til að finna hvaða parta viðskiptavinir eru að biðja um.

Author:  saemi [ Tue 26. Nov 2002 14:33 ]
Post subject: 

Numer 8 er bara venjuleg vacuum slanga sem fer i manifoldid. Eg er ekki ad meina tessi, heldur hinar sem eru breidari....

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/