bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

"nýjar" felgur undir E21 -
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3528
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Thu 27. Nov 2003 13:34 ]
Post subject:  "nýjar" felgur undir E21 -

Ég er komin með vetrarfelgurnar undir, keypti þær af Sæma (takk Sæmi) og sjænaði þær aðeins upp, ekkert alltof mikið þar sem þetta eiga að vera vetrarfelgurnar.

Mér líkar samt ansi vel við þær - finnst þær koma mjög vel út.

Þetta eru Mahler felgur 13" og tvílitar, silfur og svart málað og eru þannig original og mér skildist á Sæma að þær hafi veirð undir E21 320 bíl.

Image

Síðan er spurningin hvorar felgurnar þið fílið betur?
Image
Eða gömlu
Image

Author:  fart [ Thu 27. Nov 2003 13:41 ]
Post subject: 

Sorry dude, en þessar neðri eru í allt öðrum flokki. Efri gera ekkert fyrir mig.

Author:  oskard [ Thu 27. Nov 2003 13:44 ]
Post subject: 

flottir naglar :wink:

en þetta eru fínar vetrarfelgur, hefðu samt verið
skemtilegri 14" held ég, hvenær splæsiru svo
í alpinur ? :D

Author:  Jss [ Thu 27. Nov 2003 13:48 ]
Post subject: 

Þú ert seinasti maðurinn sem ég bjóst við að sjá á nagladekkjum en svona er lífið svo bregðast krosstré sem önnur tré (var búinn að sjá ástæðuna fyrir nagladekkjunum og finnst það nú alveg réttlætanlegt í þessu tilfelli)

En mér finnst þessar neðri (original) flottari en það gæti líka stafað af því að maður er vanari að sjá bílinn á þeim. Hinar samt alls ekki slæmar, koma vel út.

Author:  bebecar [ Thu 27. Nov 2003 13:51 ]
Post subject: 

Það væri náttúrulega draumur að fá Alpina felgur í sumar.

Já, annars er hann svo seigur á nöglunum að ég er svona að gæla við að pilla þá úr bara. Ég reyni að réttlæta þetta (sem er varla hægt) með því að ég keyri svo lítið núna - þetta eru ekki nema 800 kílómetrar á mánuði.

Author:  Haffi [ Thu 27. Nov 2003 13:54 ]
Post subject: 

Þessar efri eru flottari.

Og pungaðu nú út fyrir Alpinum maður.. það er ekki eins og við séum að tala um hundraðþúsund kallana hérna.!

Author:  bebecar [ Thu 27. Nov 2003 14:09 ]
Post subject: 

jaaa - það er allavega hundrað þúsund kall með dekkjum. Ég verð að bíða aðeins lengur...

Author:  hlynurst [ Thu 27. Nov 2003 14:27 ]
Post subject: 

Þessar neðri! Engin spurning!

Author:  Logi [ Thu 27. Nov 2003 15:44 ]
Post subject: 

Mér finnst neðri felgurnar flottari!

Hinar koma samt mjög vel út, miklu betur en ég átti von á.....

Spurning hvort maður verði ennþá sömu skoðunar í vor þegar maður verður búinn að venjast honum á Mahler felgunum!

Author:  bebecar [ Thu 27. Nov 2003 15:45 ]
Post subject: 

Hehe - það verður spurning. Annars er þetta engin spurning um hvað sé flottast því ég held það ség engin vafi á því að það er ekkert sem toppar 15" Alpina felgur á þennan bíl.

Author:  Logi [ Thu 27. Nov 2003 15:47 ]
Post subject: 

Nei það er satt. Ekkert annað kemst nálægt Alpina!

Author:  Jss [ Thu 27. Nov 2003 15:47 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Hehe - það verður spurning. Annars er þetta engin spurning um hvað sé flottast því ég held það ség engin vafi á því að það er ekkert sem toppar 15" Alpina felgur á þennan bíl.


Allavega fátt sem toppar þær án þess að hafa neikvæð áhrif á aksturseiginleika.

Author:  Logi [ Thu 27. Nov 2003 15:50 ]
Post subject: 

Það er ekkert sem kemst nálægt Alpina! Punktur.

15" er líka bara perfect fyrir E21!

Author:  Haffi [ Thu 27. Nov 2003 16:15 ]
Post subject: 

Passa þessar??

http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2445180439&category=40274

Author:  Haffi [ Thu 27. Nov 2003 16:17 ]
Post subject: 

Svo er eitthvað hérna fyrir veturinn :)

http://cgi.ebay.de/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=2444741252&category=40256

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/