| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Dyno-dagur laugardaginn 30. nóv https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=352 |
Page 1 of 5 |
| Author: | Gunni [ Thu 21. Nov 2002 18:18 ] |
| Post subject: | Dyno-dagur laugardaginn 30. nóv |
Það verður Dyno-dagur (aflmælingardagur) laugardaginn 30. nóv kl 11:00 niðrí Tækniþjónustu Bifreiða (að sjálfsögðu) Hjallahrauni 4. verð á bíl er 3800 kr, en þess má geta að venjulegt verð fyrir Dyno mælingu er 6900kr. Tækniþjónusta Bifreiða er eini staðurinn sem aflmælir bíla á Íslandi! Nagladekk eru bönnuð!! þeir mæla með eyrnahlífum eða eyrnatöppum. Þeir ætla að setja upp aðstöðu til að horfa á eitthvað bílatengt efni. Ef einhver á spólur eða cd með einhverju sniðugu efni þá má hann endilega láta mig vita og mæta með það! Athugið að þetta gildir að sjálfsögðu aðeins fyrir BMW bíla :) Þeir sem ætla að láta aflmæla bílinn sinn sendi mér rafpóst á gunni@bmwkraftur.com með topicinu Dyno og eftirfarandi upplýsingum: nafni, símanúmeri, bíl og skiptingu (beinsk - sjálfsk) (verð að vera búinn að fá póst frá öllum sem ætla í mælingu fyrir föstudaginn 29. nóv, svo TB verði nógu mannaðir) munið að NAGLADEKK ERU BÖNNUÐ! að sjálfsögðu mæta þeir líka sem ekki ætla að láta aflmæla bílinn sinn Ef að veðrið verður andstyggilegt þá frestum við þessu náttlega, en við sjáum bara til. Er ekki fílingur í mönnum fyrir þessu ?? |
|
| Author: | Gunni [ Thu 21. Nov 2002 21:58 ] |
| Post subject: | |
bump... |
|
| Author: | Kull [ Thu 21. Nov 2002 22:02 ] |
| Post subject: | |
Maður mætir, ég er samt búinn að láta mæla minn þannig að ég kíki bara á hina. |
|
| Author: | Gunni [ Thu 21. Nov 2002 22:36 ] |
| Post subject: | |
Kull wrote: Maður mætir, ég er samt búinn að láta mæla minn þannig að ég kíki bara á hina.
hvernig kom þessi mæling út hjá þér ? |
|
| Author: | GHR [ Thu 21. Nov 2002 23:11 ] |
| Post subject: | |
Er það í lagi að bara mæta án þess að mæla bílinn? Þá ætla ég allavega pottþétt, langar að kynnast ykkur aðeins betur og líka gaman að sjá ekta hp í stað estemated hp. Vildi að ég gæti aflprófað minn, hann yrði kannski mældur 100 hö í augnabliku, þyrfti bara að fara með hann í bilanagreiningu hjá þeim í staðinn |
|
| Author: | Svezel [ Thu 21. Nov 2002 23:44 ] |
| Post subject: | |
Verst að minn er kominn á nagla og ég nenni ekki að setja sumardekkin undir. Er eitthvað vit í því að naglhreinsa dekkin? |
|
| Author: | Bjarki [ Thu 21. Nov 2002 23:48 ] |
| Post subject: | |
Ekki spurning þú rífur alla naglana úr, það er bara rugl að vera á nagladekkjum á bíl með spól- og skriðvörn. Fjölskyldan á 523iA og hann er eins og skriðdreki á veturnar en aldrei á negldum dekkjum. |
|
| Author: | Svezel [ Thu 21. Nov 2002 23:51 ] |
| Post subject: | |
Ég bara fékk hann á nöglum og er að verða geðveikur á þessu helvítis drasli. Er engin hætta á því að ég skemmi dekkið eða eitthvað, hef aldrei gert þetta. Ætli það sé dýrt að láta gera þetta fyrir sig? |
|
| Author: | Gunni [ Fri 22. Nov 2002 01:07 ] |
| Post subject: | |
svezel wrote: Ég bara fékk hann á nöglum og er að verða geðveikur á þessu helvítis drasli.
Er engin hætta á því að ég skemmi dekkið eða eitthvað, hef aldrei gert þetta. Ætli það sé dýrt að láta gera þetta fyrir sig? ég lét gera þetta einusinni fyrir mig í Sólningu. kostaði einhvern 5þús kall minnir mig, þá fyrir öll dekkin að sjálfsögðu. |
|
| Author: | Gunni [ Fri 22. Nov 2002 01:15 ] |
| Post subject: | |
Gummi 750 wrote: Er það í lagi að bara mæta án þess að mæla bílinn?
audda mætirðu þótt þú látir ekki mæla bílinn. það verður vídjóhorn og eikkvað sniðugt |
|
| Author: | Svezel [ Fri 22. Nov 2002 11:52 ] |
| Post subject: | |
Ég fór og talaði við dekkjaverkstæðið sem ég fer allataf á og hann bauð mér að naglhreinsa á 3000 kall. Ekki spurning um að ég ætla að losa mig við þessa helvítis nagla fyrir það. Þá kíkir maður auðvitað í dyno, gaman að sjá hvað þetta smá fiff er að gefa hjá mér. |
|
| Author: | bebecar [ Fri 22. Nov 2002 11:59 ] |
| Post subject: | |
Ég hugsa að ég mæti - veit samt ekki hvaða bíl ég verð á! kem allavega samt sem áður! |
|
| Author: | Djofullinn [ Fri 22. Nov 2002 12:48 ] |
| Post subject: | |
Ég mæti en ég ætla ekki að láta mæla 520 bílinn, mæli frekar 525 bílinn næsta sumar eða eitthvað |
|
| Author: | Svezel [ Fri 22. Nov 2002 14:32 ] |
| Post subject: | |
Jæja naglarnir farnir, geðheilsan komin og klár í dyno |
|
| Author: | Gunni [ Fri 22. Nov 2002 14:58 ] |
| Post subject: | |
svezel wrote: Jæja naglarnir farnir, geðheilsan komin og klár í dyno
mail me ef þú ætlar í dyno |
|
| Page 1 of 5 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|