bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Radarvarar auka umerðaröryggi? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3511 |
Page 1 of 1 |
Author: | zneb [ Tue 25. Nov 2003 19:27 ] |
Post subject: | Radarvarar auka umerðaröryggi? |
Ég las einhversstaðar fyrir nokkru að það var gerð könnun á slysatíðni í bretlandi á þeim sem nota radarvara og þeim sem nota ekki radarvara. Þar kom semsagt fram að þeir sem NOTA radarvara lenda SJALDNAR í slysum heldur en þeir sem nota EKKI radarvara sem mér finnst meika mjög mikið sens. Ég keypti mér einmitt radarvara í sumar þar sem ég var gjörsamlega hættur að meika að keyra alltaf á löglegum hraða á benzinum hennar mömmu. Bíllinn átti það einfaldlega ekki skilið ![]() ![]() Ég var semsagt alltaf frekar stressaður á löggunni þegar ég var ekki með radarvara og þá sérstaklega þegar ég sá hana úti í kannti. Var einu sinni að keyra framhjá smáranum á leið í hafnarfjörð þegar ég sá lögguna úti í kannti. var á 90-100 og varð ekkert smá nervus. Fór meira að segja yfir á rangan veghelming þegar ég kíkti til að tékka hvort löggan væri að snúa við og rétt náði að fara aftur á réttan helming áður en ég myndi lenda á bílnum sem var að koma á móti. En hún var allavega ekki að mæla mig þannig að ég slapp. Skömmu seinna (m.a. útaf þessu og þar sem ég var á leið útá land) fór ég og keypti radarvara og hef verið mun öruggari og afslappaðri í umferðinni eftir það sem ég held nú að sé mun betra en hitt þótt maður keyri soldið hraðar. Hann er líka búinn að margborga sig. Þetta er "whistler 945 euro" radarvarinn. Svínvirkar og kostar ekkert miðað við gæði (um 22.000 kall). Gefur varla neitt af fölskum viðvörunum miðað við aðra radarvara sem fólk sem ég þekki á. Maður leggur bara á minnið hvar hann gefur falskar og passar sig sérstaklega vel á þeim stöðum. Allavega, langaði bara að deila þessu með ykkur ![]() |
Author: | joipalli [ Tue 25. Nov 2003 20:00 ] |
Post subject: | |
Sæll, það eina sem vantar í greinina þína eru greinaskil. ![]() En mér finnst það nokkuð hæpið, að við sem eigum radarvara lendum sjaldnar í umferðaróhöppum. Ég mundi frekar segja að fólk sem kaupir radarvara er frekar meðvitari um aksturinn sinn en fólk sem er án þeirra. Yfirleitt eru radarvara eigendur með áhuga á bílum, og vilja þess vegna keyra almennilega! Ég er ekki að tala um einhvern vítaverðan akstur! |
Author: | zneb [ Tue 25. Nov 2003 20:51 ] |
Post subject: | |
Já sorry kallinn. Var að flýta mér soldið en maður reddar því þá bara ![]() En allavega, já þetta er einmitt það sem maður hefur líka verið að pæla (er með bullandi bíladellu). Maður hefur bara svo oft heyrt fólk tala um að það ætti í rauninni að banna þetta og að þeir sem keyri um með þessi djásn sé ökuníðingar af verstu gerð og stórhættulegir í umferðinni eða einhvað álíka ![]() Mér finnst ég allavega hafa getað einbeitt mér mun betur af akstrinum og geri það eftir að ég fékk mér radarvara í staðinn fyrir að vera alltaf að leita að löggum útum allt og stressa mig einhvað óþarflega á þeim. |
Author: | bebecar [ Wed 26. Nov 2003 08:49 ] |
Post subject: | |
Ég held að það sé einmitt frekar málið að fólkið sem á radarvara er fólk sem er meðvitað um akstur. Eitt gott dæmi er tengdamamma mín en hún heldur því fram að ég keyri alltof hratt, það er sú tilfinning sem hún fær þegar hún sér bílana mína og mig á góðri gjöf þegar ég tek af stað. Hún keyrir hinsvegar hraðar á mörgum svæðum innanbæjar en ég geri, hún keyrir t.d. Nýbýlaveginn á 70-80 á meðan ég keyri á 50-60 hún veit ekki einu sinni á hvaða hraða hún er því hún keyrir bara án þess að spá í það. Ég er hinsvegar stöðugt með annað augað á hraðamælinum og radarvarinn hefur hjálpað mér að slaka á. Munurinn er sá að tengdó myndi aldrei kaupa radarvara vegna þess a hún er ekki meðvituð um aksturinn þó að miðað við áðursagt þá þyrfti hún meira á honum að halda en ég. |
Author: | saevar [ Wed 26. Nov 2003 09:24 ] |
Post subject: | Re: Radarvarar auka umerðaröryggi? |
Síðan eiga flest allir radarvvarar að geta pikkað upp einhverja tíðni sem sjúkrabílar og slökkvibílar og svoleiðis senda út þegar þeir eru í forgangsakstri. Allavega er þetta þannig úti skilst mér. |
Author: | Jss [ Wed 26. Nov 2003 09:34 ] |
Post subject: | |
Eigum við ekki að hafa samband við tryggingafélögin og reyna að fá lækkun tryggingaiðgjalda fyrir okkur sem höfum meiri áhuga á akstrinum og erum yfirleitt einbeittir við aksturinn og hugsanlega meiri lækkun ef við erum með radarvara. ![]() ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 26. Nov 2003 09:37 ] |
Post subject: | |
VIð eigum náttúrulega allir að hafa það fyrir reglu að hringja mánaðrlega þangað til að maður borgar viðunandi iðgjöld.. |
Author: | Jss [ Wed 26. Nov 2003 11:26 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: VIð eigum náttúrulega allir að hafa það fyrir reglu að hringja mánaðrlega þangað til að maður borgar viðunandi iðgjöld..
Ég hef nú bara hringt einu sinni í þá. ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 26. Nov 2003 12:28 ] |
Post subject: | |
Um að gera að tuða sem mest... ég þarf að hringja aftur - ég fékk 15 þús fyrir síðasta símtal. |
Author: | Jss [ Wed 26. Nov 2003 13:35 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Um að gera að tuða sem mest... ég þarf að hringja aftur - ég fékk 15 þús fyrir síðasta símtal.
![]() |
Author: | bebecar [ Wed 26. Nov 2003 13:37 ] |
Post subject: | |
Ég er með fullan bónus og í stofni - náði þessu samt og er ekki ánægður. Vil auðvitað fá þennan 15 þús endurgreiddan hin árin sem ég ofgreiddi! |
Author: | Jss [ Wed 26. Nov 2003 13:38 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Ég er með fullan bónus og í stofni - náði þessu samt og er ekki ánægður. Vil auðvitað fá þennan 15 þús endurgreiddan hin árin sem ég ofgreiddi!
Nú þú mátt alveg endilega hringja fyrir mína hönd og kvarta ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 26. Nov 2003 13:40 ] |
Post subject: | |
Hehe - já. Ég þarf að drífa í þessu, ananrs var ég að spá í að eiga þetta inni þegar ég vil tryggja mótorhjólið ![]() |
Author: | Jss [ Wed 26. Nov 2003 14:00 ] |
Post subject: | |
Á þá að fara að selja nýrun fyrir tryggingunum fyrir hjólið, eru tryggingarnagjöldin fyrir mótorhjólin ekki svínslega há |
Author: | bebecar [ Wed 26. Nov 2003 14:40 ] |
Post subject: | |
Jú þær eru það - en sumir eru að fá sanngjarna tryggingu. Ég er búin að setja mér markmið þar sem ég hef heyrt af mönnum sem eru með heilsárstryggingu fyrir 70 þúsund á ári, mér finnst það alveg í lagi þó auðvitað sé það hátt. En planið er líka að nota hjól eins mikið og ég get um leið og ég er búin að kaupa það. Eini gallinn er að mig langar í nýtt hjól þar sem notuðu hjólin eru svo nálægt þeim nýju í verðum. Nema maður fari í gamalt BMW hjól sem er auðvitað lang líklegast. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |