bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
EF ég myndi nú fara út í að selja 635csi bílinn... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=351 |
Page 1 of 1 |
Author: | saemi [ Thu 21. Nov 2002 17:33 ] |
Post subject: | EF ég myndi nú fara út í að selja 635csi bílinn... |
Hvað mynduð þið þá halda að væri raunhæft að einhver myndi kaupa hann á.....? Sko það sem ég vildi fá fyrir hann, væri svona 1.200.000.- Er þetta geðveikt fyrir svona bíl ??? Hann er náttúrulega ryðlaus, og nýsprautaður ofl ofl ofl. eins og þið vitið ábyggilega.. Bara svona að spá aðeinsss. langar svo í M6 hehehehe Sæmi |
Author: | Svezel [ Thu 21. Nov 2002 18:22 ] |
Post subject: | |
Miðað við hvað ég bauð í vínrauða 635 bílinn þá finnst mér 1200 þús ekki of mikið. Þinn er líka miklu flottari ![]() |
Author: | saemi [ Thu 21. Nov 2002 18:23 ] |
Post subject: | |
Jæja, þá er ég glaður ![]() ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 21. Nov 2002 18:39 ] |
Post subject: | |
Það eru sem sagt 2 geðveikir bimmar í þessum klúbbi til sölu á um 2.5 millu saman....hmmm Vill einhver kaupa E39 520 og nýra á 2.5 millu ![]() |
Author: | M110 [ Thu 21. Nov 2002 23:36 ] |
Post subject: | |
Bara smá forvitni enn hvað kostaði að láta sprauta gripinn og hvernig léstu gera það (umferðir af glæru ofl)? |
Author: | saemi [ Fri 22. Nov 2002 00:10 ] |
Post subject: | |
Það kostaði rúman 300.000 kall. En það tók líka allt sumarið, var miðað við að fara í það þegar rólegt er í öðru. Varðandi umferðir, þá er bara liturinn og glæra yfir síðan. Ekkert pússað niður á milli. Bara pússað á eftir niður. Þetta er vel gert, en ekki eitthvað geðveikisdæmi. Þá væri maður að tala um hálfa millu allavega...... |
Author: | saemi [ Fri 22. Nov 2002 01:02 ] |
Post subject: | |
Jæja, ég þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu. Agalegt þegar maður fær svona hugdettur. Hann er seldur, þá þarf maður ekki að vera að spá meira ![]() http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... egory=6131 Sæmi sátti við sinn í bili.. |
Author: | bebecar [ Fri 22. Nov 2002 08:53 ] |
Post subject: | |
Sæmi, ertu ekki búin að leysa málið með því að setja M5 vélina í sexuna, eða er M5 vélin ekki í nógu góðu standi? Nokkuð að frétta af þeim bíl annars? SKO, fyrir mína parta þá er 1200 þúsund mjög sanngjarnt verð, sérstaklega m.t.t. hvað Benz af svipuðum gæðum kostar hér heima. EN eins og ég hef reynt sjálfur með bíla sem er ekki hægt að fá bílalán á þá er verulega erfitt að selja þá - það vantar ekki áhugann - það vantar peninga og getu til að ganga frá málum. En það má líka benda á það að miðað við aðrar sexur sem hafa sést hér til sölu þá væri þetta líka mjög sanngjarnt verð. En ef þú hefur tíma, þá myndi hann eflaust fara á þessum verði á endanum. OG ef þú þarft ekki virkilega að selja hann þá er betra að eiga hann heldur en að selja hann ódýrt. Ég vildi að ég gæti leyft mér slíkann lúxus - en ég verð að selja ![]() |
Author: | saemi [ Fri 22. Nov 2002 09:27 ] |
Post subject: | |
Já, þetta var svona skyndihugdetta í gær. ... En jú, það stendur ennþá til að setja M5 vélina í sexuna. Er að fara að kíkja á það mál, núna þegar sjöan er loks að komast á götuna. Já, maður trúir því eftir það sem maður hefur séð hjá þér, að það er erfitt að fá pening hérna á skerinu í augnablikinu. Sem betur fer er ég í þannig aðstöðu, að maður getur beðið með að selja þangað til að maður fær rétt verð. .. bömmer að þurfa að láta frá sér bíl á einhverju fáránlegu bara til að losna úr klípu. Jæja, þá er bara að bretta upp ermarnar og fara að vinna í M5 bílnum... Búa til M635csi og M535i fyrir sumarið! Svo þarf ég líka að búa til 532i ... Ussusssuss alltof mikið að gera. P.s. ég heyrði að þú værir búinn að selja... til hamingju ef svo má segja. Ég ætti nú frekar ábyggilega að segja samhryggist þér... ![]() |
Author: | bebecar [ Fri 22. Nov 2002 10:14 ] |
Post subject: | |
Já, takk fyrir hvorutveggja! En góðu fréttirnar eru að ég fæ Bimma í staðinn og það sparibauk af ekki verri taginu! E28 518, alveg berstrípaðann, tveir eigendur og ekinn 132 þús! Þokkalega svalur bíll og hörkufínt að keyra hann. Ekki spillir fyrir að nýji eigandinn virðist vera öðlings drengur. En þetta er nú ekki frágengið ennþá, bara búið að takst í hendur. Heyrðu, 532??? er það ekki Suður afríku vél. |
Author: | gstuning [ Fri 22. Nov 2002 10:31 ] |
Post subject: | |
Hann er líklega að tala um gömlu 732i E23 vélina, ætlar að setja hana´í E28 ?? ekki satt Sæmi |
Author: | saemi [ Fri 22. Nov 2002 11:16 ] |
Post subject: | |
Það passar, var að skrifa um það í suður afríku dálkinn.. áður en ég sá þetta... Hehe, bebecar wrote: Já, takk fyrir hvorutveggja!
Ekki spillir fyrir að nýji eigandinn virðist vera öðlings drengur. Ertu að tala um nýja eigandan að 518 bílnum .. hihiiihih Nei nei, þetta bara kom svo skondið út. Hilsen, ætla að drífa mig með 745i bílinn í skoðun ! Sæmi |
Author: | bebecar [ Fri 22. Nov 2002 11:26 ] |
Post subject: | |
Hehehe, jaaaa, bara báða sko! Það væri nú svalt að vera með einn E28 518 sparibauk og svo einn M535 til að hafa gaman! |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |