Ég er búinn að bíða eftir handbremsubarka í 745i bílinn núna, í meira en mánuð. Arrgghhh.
Ég er búinn að kaupa í Stillingu, og skila þeim, panta í Bílanaust, og skila þeim. Þeir eru bara of stuttir..... .. gefið upp að sömu barkar eigi að passa í 5 og 7 una, sem bara virkar ekki alveg.
Þannig að ég fór og pantaði í B&L, og það náttúrulega tekur viku, pöntunin fer alltaf út á mið, og kemur þá viku síðar. Þetta eru sömu barkar og í E32. Síðan núna síðasta mið, þá hringja þeir í mig, og segja að pöntunin sé komin. Svo fer ég að ná í dótið, og Þá er ekki barkinn í pöntuninni (var að panta smotterí af öðru), segja að hann hafi ekki verið til úti! Ég meina, BMW í Munchen á ekki til handbremsubarka í E32 !!!!! hversu sick er það.
Mig grunar nú samt að þetta sé klúður bara, en hvað um það. Allavega hefði bara komið einn barki, því að þeir pöntuðu bara einn. Sem er líka ferlega sloppí. Ég hefði verið í alveg sömu sporum og ef þeir hefðu verið til úti, væri enn að bíða eftir hinum.
Það sem mér finnst soldið ótrúlegt, er að ef ég væri með nýjan 745i bíl, sem er by-the-way ekki næstum eins algengur og E32 bíllinn, væri zemzagt nýbúinn að spreða einkurrum 10.000.000.- krónum hjá B&L, að þeim finnist allt í lagi að láta bílinn minn standa í 2 vikur, eftir aumum handbremsubarka, sem er alveg pottþétt til út um allt í evrópu !
Ég var svona að ræða við hann þarna í varahlutunum, og kvarta aðeins, því að ég er orðinn soldið pirraður. Og spurði hann hvort að BMW leitaði ekki að hlutnum hjá umboðum í kring, ef þeir ættu ekki til varahlut. Og nei, þeir gera það ekki! ... ekki nema í einhverjum undantekningar kringumstæðum. Og þá, eins og maðurinn sagði mér, fá þeir það umboð til að senda sér hlutinn til sín, og senda svo út þaðan,?
Ég meina það! Eins og hann sagði mér, þá kom þetta fyrir með stefnuljós á 7 línu, og þetta tók á annan mánuð ! þá var stykkið til í Svíþjóð, og var sent þaðan til Munchen, og þaðan til Íslands! Þetta er ekki í lagi....
Ég er ekki alveg sáttur við að þetta sé stefnan hjá BMW, að til að græða meira, þá taka þeir ekki hluti til baka frá umboðum og redda mönnum. Því þá eru þeir að tapa! Frekar bíða þeir eftir að fá hlutinn frá framleiðanda, sem getur tekið slatta af tíma (svo kölluð backorder).. og senda hlutinn síðan!
Ég lenti í að bíða í sumar í alveg meira en mánuð eftir "headliner" í sexuna mína, nennti svo ekki að bíða á endanum og gerði þetta sjálfur í höndunum.... keypti efni og sneið það sjálfur og saumaði. Ussusss.
En það sem mér finnst einna verst, er að ef hluturinn er ekki til, þá er maður ekki látinn vita. Þeir hringja bara í mann þegar pöntunin er komin, annars heyrir maður ekkert í þeim. Þannig að ef pöntunin er á "backorder" þá bara heyrir maður ekkert!
Þetta er ekki alveg nógu gott, því maður þarf að gera ráðstafanir ef þetta er ekki til hjá BMW í Munchen, t.d. panta hlutinn beint frá e-u öðru umboði sem á til hlutinn á lager.
Mér finnst ekkert sérstaklega gamna að bíða með bílinn minn stopp í fleiri vikur bara að gamni þeirra.
Jæja, nóg í bili.
P.S. ætli þetta sé lengsta pirrunar "post" hingað til
Sæmi pirraði