bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skárra blað en Total BMW ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3450
Page 1 of 2

Author:  Þórður Helgason [ Wed 19. Nov 2003 23:04 ]
Post subject:  Skárra blað en Total BMW ?

Ég er áskrifandi að Total BMW tímaritinu. Búinn að fá 6-7 blöð og er orðinn frekar leiður á því.

Mér finnst ég vera að lesa fyrstu þrjú blöðin endalaust. Ég meina, þau eru svo einhæf.

Auðvitað er þetta bara um BMW, en ég vonaði að þeir væru með meira af eldri bílum, og þá ekki bara uppgerða, topptjúnnaða toppbíla.

Ég endurnýja ekki aftur næsta árið.

Vitiði um eitthvað annað sem tekur öðruvísi á málunum?

SORRÝ, LENTI Á VITLAUSUM STAÐ Á SPJALLINU, STJÓRNANDI ÞÚ MÁTT FÆRA ÞRÁÐINN.

Author:  saemi [ Thu 20. Nov 2003 13:32 ]
Post subject: 

Ég er svo hjartanlega ósammála!

Það er mjög mikið af eldri bílum í þessu blaði, yfirleitt 1-2 grein í hverju blaði um bíla eldri en '90 módel. T.d. er í nýjasta blaðinu greinar um 1602, 732i og E30 325i cabrio ásamt "buyers guide" fyrir E30 cabrio.

Þetta finnst mér stórgott. Í öðrum blöðum er yfirleitt ekki nema ein og ein grein á stangli sem er um gömlu bílana. Ég hef ekki fundið neitt blað sem fjallar meira um eldri bílana.

Hilsen í snjóinn \:D/

Author:  Bjarki [ Thu 20. Nov 2003 14:53 ]
Post subject: 

Mér finnst Total BMW vera einu orði sagt frábært blað! Er að hefja mitt þriðja ár þar sem áskrifandi. Kynntist blaðinu eftir að hafa keypt eitt blað hjá blaðasala í útskriftarferð á Krít.
Er eiginlega búinn að lesa allar greinarnar í nýjasta blaðinu sem kom fyrir 3 dögum!!

Author:  Jss [ Thu 20. Nov 2003 15:59 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta einmitt frábært blað, er áskrifandi og finnst þetta mjög fjölbreytt, bílar á öllum aldri og mistjúnaðir og svona :D

Author:  iar [ Thu 20. Nov 2003 18:03 ]
Post subject: 

Ég gerðist nýlega áskrifandi að bæði BMWCar og Total BMW og ég er sammála Sæma að Total BMW er með mikið af gömlum bílum og almennt nokkuð góða blöndu og ágætis greinar.

BMWCar virðist aftur á móti (er bara búinn að fá eitt tölublað síðan ég gerðist áskrifandi) meira með nýrri módel en þó slæddust inn greinar um '37 319 og 3.0CSL Alpina í síðasta blað.

Semsagt svona við fyrstu sýn sýnist mér Total BMW vera með mun meiri breidd í greinum en það er svosem ekki mikið að marka með eitt-tvö blöð svo ég læt þetta duga í bili. :-)

Author:  Þórður Helgason [ Thu 20. Nov 2003 23:04 ]
Post subject:  TBMW

Áuðvitað er maður búinn að lesa des. heftið. Þetta er ekkert alslæmt.

Samt vonaði ég að meira væri um eldri bílana, og þá ekki um þá sem búið er að gera alveg við.

Ég hef verið áskrifandi að Classic Car, ensku blaði sem er mjög gott. Auðvitað eru þar allar tegundir teknar fyrir. Þar eru t.d. alltaf frásagnir blaðamannanna af sínum eigin gömlu bílum, og þeirra uppátækjum og bilunum og reddingum. Mjög skrautlegt. Þeir eru sko ekki betri en við þegar á reynir. Auðvitað voru þeir á eitthvað eldri bílum, mest frá ´65 ´70 til ´80.

Ég held að allir bílarnir í TBMW séu óaðfinnanlegir! Nema kannski í smáauglýsingunum.

Minn áhugi er meira hjá 15 - 30 ára bílunum, svo að þannig að mér finnst eitthvað vanta. Samt er gaman að blaðinu, en ekki eins og ég vonaði.

Author:  iar [ Fri 21. Nov 2003 14:13 ]
Post subject:  Re: TBMW

Þórður Helgason wrote:
Minn áhugi er meira hjá 15 - 30 ára bílunum, svo að þannig að mér finnst eitthvað vanta. Samt er gaman að blaðinu, en ekki eins og ég vonaði.


Er þá ekki Roundell safnið eitthvað fyrir þig?

http://www.bmwworld.com/books/cd_roundel.htm

Öll Roundell blöðin á 8 geisladiskum. :shock:

Author:  Jss [ Fri 21. Nov 2003 14:15 ]
Post subject:  Re: TBMW

iar wrote:
Þórður Helgason wrote:
Minn áhugi er meira hjá 15 - 30 ára bílunum, svo að þannig að mér finnst eitthvað vanta. Samt er gaman að blaðinu, en ekki eins og ég vonaði.


Er þá ekki Roundell safnið eitthvað fyrir þig?

http://www.bmwworld.com/books/cd_roundel.htm

Öll Roundell blöðin á 8 geisladiskum. :shock:


Og kostar "bara" 144,95 dollara. :shock:

Author:  iar [ Fri 21. Nov 2003 14:26 ]
Post subject:  Re: TBMW

Jss wrote:
Og kostar "bara" 144,95 dollara. :shock:


Og finnst þér það mikið fyrir 30 ára birgðir af tímaritinu?

$18 per CD
$5 per ár
Textaleit í öllu eintökum, þarft ekki að fletta í gegnum 30 ára bunka (og að hafa áhyggjur af fyrstu blöðunum sem eru orðin antík og þú þorir ekki lengur að fletta) ;-)

Mér finnst þetta bara nokkuð sanngjarnt verð.

Author:  gstuning [ Fri 21. Nov 2003 14:29 ]
Post subject: 

Ég verð að kaupa mér þetta Roundel dót,

Það er allt í þessum 30ára bunka,
talandi um jólagjöf aldarinnar

Author:  Giz [ Fri 21. Nov 2003 14:37 ]
Post subject: 

Ég sé að menn voru að tala um buying guide í e30 cabrio, er það ítarleg og góð grein og vitið þið hvort hægt sé að nálgast hana einhversstaðar á netinu? Get því miður ekki keypt blaðið þar sem ég er búsettur í Frakklandi og hér eru einungis til blöð og fleira á frönsku!

Með kveðju

Giz

Author:  Gunni [ Fri 21. Nov 2003 15:06 ]
Post subject: 

Giz wrote:
Ég sé að menn voru að tala um buying guide í e30 cabrio, er það ítarleg og góð grein og vitið þið hvort hægt sé að nálgast hana einhversstaðar á netinu? Get því miður ekki keypt blaðið þar sem ég er búsettur í Frakklandi og hér eru einungis til blöð og fleira á frönsku!

Með kveðju

Giz


Þú getur held ég pantað eintak á www.totalbmwmag.co.uk

Author:  Jss [ Fri 21. Nov 2003 16:08 ]
Post subject:  Re: TBMW

iar wrote:
Jss wrote:
Og kostar "bara" 144,95 dollara. :shock:


Og finnst þér það mikið fyrir 30 ára birgðir af tímaritinu?

$18 per CD
$5 per ár
Textaleit í öllu eintökum, þarft ekki að fletta í gegnum 30 ára bunka (og að hafa áhyggjur af fyrstu blöðunum sem eru orðin antík og þú þorir ekki lengur að fletta) ;-)

Mér finnst þetta bara nokkuð sanngjarnt verð.


Nei finnst það ekki mikið fyrir 30 ára birgðir af tímaritinu, bara dálítið stór biti í einu fyrir "tímarit" og síðan er eftir sendingarkostnaður, tollar, vsk og önnur gjöld. :(

Author:  Þórður Helgason [ Sat 22. Nov 2003 00:27 ]
Post subject:  Re: TBMW

iar wrote:
Þórður Helgason wrote:
Minn áhugi er meira hjá 15 - 30 ára bílunum, svo að þannig að mér finnst eitthvað vanta. Samt er gaman að blaðinu, en ekki eins og ég vonaði.


Er þá ekki Roundell safnið eitthvað fyrir þig?

http://www.bmwworld.com/books/cd_roundel.htm

Öll Roundell blöðin á 8 geisladiskum. :shock:


Jú, það held ég bara. Lauma því að konunni sem alltaf er að gefa mér sokka í jólagjöf.... þetta er betra.

Verðið, er ekki of mikið, ef ég skila málið rétt.

Author:  ta [ Sat 22. Nov 2003 00:54 ]
Post subject: 

gætum við ekki bara keypt þetta saman
og kóperað nokkur öryggis afrit? :wink:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/