bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skoðun á diesel bimmum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3438
Page 1 of 2

Author:  Svezel [ Tue 18. Nov 2003 20:57 ]
Post subject:  Skoðun á diesel bimmum

Var svona aðeins að spá hvaða skoðun fólk hefur á diesel bimmum, segjum t.d. 530d, og hvort það myndi kaupa svona bíl.

Ég var t.d. að skoða specs fyrir E39 530d fyrir 1996-2000 og hann er að skila 184hö við 4000rpm, 400Nm( :!: ) við 1750rpm og 8sek í 100km/klst. Einnig er eyðslan á þessu ekki nema rúmir 6l/100km.

Svo eru kubbar að setja þessa bíla í yfir 200hö og í tæp 500Nm :shock:

En hvað segiði, myndi fólk virkilega kaupa diesel bimma?

Author:  Bjarki [ Tue 18. Nov 2003 21:10 ]
Post subject: 

Fyrir um ári var ég að pæla í 325tds e36 og kaupa í hann tölvukubb. En íslensk löggjöf varð til þess að ég hætti við þessi áform.
Ég keyri mjög lítið um 15þús á ári og endursala væri nær ómöguleg.

Þessi diesel-dýrkun hófst eftir að ég keyrði bílaleigubíl Saab 9-3 með diesel vél turbo og intercooler 6þús km í evrópu sumarið 2000.

Author:  Gunni [ Tue 18. Nov 2003 21:36 ]
Post subject: 

Ég sit einmitt soldið oft í 530d leigubíl. Það er alveg sudda kraftur í þessum bíl :|

Author:  iar [ Tue 18. Nov 2003 22:00 ]
Post subject: 

330dx fyrir mig takk fyrir takk. :-D

BMW er að gera svo þvílíkt góða hluti í díselnum að það væri ekki spurning ef það væri hreinlega hægt (keyri ekki nema undir 15000km á ári :-( )

Author:  Svezel [ Tue 18. Nov 2003 22:17 ]
Post subject: 

Ef maður er með mæli og keyrir minna en 22þús km/ári þá borgar þetta sig því þessir eðal BMW fákar eru ekki að eyða nema 6-7 l/100km. En aftur á móti kostar mælirinn sitt og maður þaf að láta lesa af þessu.

Author:  2002tii [ Tue 18. Nov 2003 22:57 ]
Post subject: 

Er að bíða eftir M5d, vonandi fara þeir að smíða hann. Verð sennilega að láta X3d eða 330cd duga. Pantaði mér X3d í sep03 en tek hann sennilega ekki-læt Cruiserinn duga.

Kveðja frá Bakkafirði, Óskar Haukur
____________________

M5 E-34 3.8 1994 Nürnburgring
BMW 2002tii 1974[/u]

Author:  Bjarki [ Tue 18. Nov 2003 23:23 ]
Post subject: 

Dálítið vesen að vera með mæli, svo kostar hann líka slatta ef maður er að fara að setja hann í bíl sem kostar kannski bara 600-700þús. Svo er það óvissan um það hvenær á að breyta þessa úrelta kerfi!

Author:  bebecar [ Wed 19. Nov 2003 08:48 ]
Post subject: 

330D fyrir mig takk - ég man ég las í EVO að ég held samanburð á honum og 330i, Díselbíllin saltaði bensínbílinn í raunveruleikanum, en bensínbíllinn var betri á braut.

Author:  Jss [ Wed 19. Nov 2003 09:51 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
330D fyrir mig takk - ég man ég las í EVO að ég held samanburð á honum og 330i, Díselbíllin saltaði bensínbílinn í raunveruleikanum, en bensínbíllinn var betri á braut.


Já þetta passar, þeir sögðu einfaldlega eitthvað á þennan veg "hvaða vitleysingur tekur bensínbílinn framyfir díselbílinn" enda er ótrúlegt hvað díselbíllinn skilar sér vel áfram, á reyndar eftir að prófa svona :oops:

En ég myndi hiklaust taka BMW díselbíl svo lengi sem búið væri að breyta dísellöggjöfinni sem er vonandi að gerast von bráðar.

Author:  Logi [ Wed 19. Nov 2003 12:28 ]
Post subject: 

Ég er alltaf að horfa meira og meira til diesel bílanna, þó svo að löggjöfinni yrði ekki breytt þá hugsa ég að það myndi borga sig fyrir mig! (Er búinn að keyra rúml. 16 þús frá því um miðjan mars).

Síðan held ég að það sé alveg pottþétt að maður myndi keyra ennþá meira ef maður ætti diesel, þá aðallega vegna þess hvað þetta eyðir litlu!

Author:  joipalli [ Wed 19. Nov 2003 19:28 ]
Post subject: 

Ég keyrðu 320d 150 hö bílaleigubíl útí þýskalandi.
Ég mundi ekki hika við að kaupa mér 330d vs 330i, ef díselinn væri nokkrum kr ódýrari en bensín, það er mjög skemmtileg vinnsla í þessum díselbílum.

Fyrir utan að eyða nánast engu, miðað við performance bíl. :D

Áfram dísel :wink:

Author:  Jss [ Wed 19. Nov 2003 23:23 ]
Post subject: 

330i: 4.590.000 kr.

330d: 4.430.000 kr.

Var einmitt að skoða þetta um daginn, spurning hvort næsti bíll verði dísel, nei held reyndar ekki, frekar V8 E39 en aldrei að vita ef dísellöggjöfinni verður breytt á næstunni

Verð tekin af verðlista ágúst 2003:
Verðlisti BMW

Author:  BMW 318I [ Thu 20. Nov 2003 03:07 ]
Post subject: 

það á líka að fara breyta þessu með dísel á íslandi dísel á að kosta bara jafn mikið og bendín kanski pínu ódýrara þannig verður þetta ódýrara fyrir einstaklinga en 10% dýrara fyrir fyrirtæki það er allaveg verið að skoða þessi mál eithvað skilst mér

Author:  Logi [ Thu 20. Nov 2003 08:42 ]
Post subject: 

Jss wrote:
330i: 4.590.000 kr.

330d: 4.430.000 kr.

:shock: Miðað við þessi verð, þá er diesel ekki spurning!!!!!!!!!!!

Ég hélt að diesel væri pottþétt dýrari en bensín! Ætli það sé einhver munur á búnaði í þessum bílum? Diesel vélin hlýtur að vera dýrari í framleiðslu en bensín vélin, hvað haldið þið?

Author:  Gunni [ Thu 20. Nov 2003 13:54 ]
Post subject: 

Ég las líka í Total blaði sem ég keypti í sumar um AC-s breyttann 330 D. Þessi breyting kostaði ekkert geðveikt og gerði geðveikt fyrir bílinn. Ég reyni að finna þetta þegar ég kem heim :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/