bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða Olíu notið þið ??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=341
Page 1 of 2

Author:  saevar [ Wed 20. Nov 2002 11:27 ]
Post subject:  Hvaða Olíu notið þið ??

Ég var að spá í því hvaða olíu maður ætti að setja á bílinn.
Hvaða olíu eruð þið að nota ?

Author:  flamatron [ Wed 20. Nov 2002 11:53 ]
Post subject: 

Ég notaði alltaf eithverja 0-40w olíu, en það koma alltaf svona grænt gums á olíulokið. :x Hvað er það?' núna er ég með Esso 10-40w, sem er bara Fín Olía, og ódýr. 8) Það kemur allavega ekki grænt gums frá henni... :wink: Haldiði að það borgi sig að láta þrífa vélina?? (innaní) ég stakk puttanum unní hana :lol: og það var bara drula sem ég fékk :evil: , spurning hvort það borgi sig??

Author:  Guest [ Wed 20. Nov 2002 11:55 ]
Post subject: 

Ef þér þykir mjög vænt um bílinn þinn, eins og ég geri ráð fyrir, þá myndi ég nota Mobil One. Eini gallinn er að hún er mjög dýr - en eins og áður sagði ,,þú færð það sem borgar fyrir'' (allavega í flestum tilfellum)

Síðan heyrir maður líka góðar sögur af 0W olíu, hentar samt ekki í bila sem brenna smá olíu (er alltof þunn fyrir þá)

p.s. ég ætla allavega alltaf að nota Mobil One :D

Kveðja
Gummi 750

Author:  GHR [ Wed 20. Nov 2002 12:00 ]
Post subject: 

flamatron wrote:
Ég notaði alltaf eithverja 0-40w olíu, en það koma alltaf svona grænt gums á olíulokið. :x Hvað er það?' núna er ég með Esso 10-40w, sem er bara Fín Olía, og ódýr. 8) Það kemur allavega ekki grænt gums frá henni... :wink: Haldiði að það borgi sig að láta þrífa vélina?? (innaní) ég stakk puttanum unní hana :lol: og það var bara drula sem ég fékk :evil: , spurning hvort það borgi sig??


Seturu ekki bara of mikla olíu? Sveifarásinn gæti verið að ,,þeyta'' olíuna. Eina skýringin sem mér dettur í hug um grænt gums (nema það búi skrímsli í vélinni þinni :lol: )
Ef þú vilt athuga hvort sveifarásinn sé að ,,þeyta'' olíuna, settu bara í gang í 3-5 mín og kíktu á olíkvarðann (ef það eru fullt af loftbólum í olíunni, tappaðu þá af)

Author:  flamatron [ Wed 20. Nov 2002 12:05 ]
Post subject: 

Vélin tekur akkurat 4 lítra, ég hef skipt um ca 5 skipti um oliu, og mæli alltaf reglulega, hann er alltaf á réttu bili.., það er örruglega eithvert skrímsli í vélinni að böggast :lol:..

Author:  bebecar [ Wed 20. Nov 2002 12:39 ]
Post subject: 

Ég nota Shell Helix Ultra Racing 10/60... hef líka notað Castrol RS 10/60.

Dettur ekki hug að nota mobil enda er hún hvergi talin besta olían nema á Íslandi... svona eins og Toyota er vinsæl á Íslandi...

En ég er nú hlutdrægur :wink:

Author:  joipalli [ Wed 20. Nov 2002 13:27 ]
Post subject: 

Varðandi Mobil 1 0/40 og þunnleika hennar, er ekki mobil 1 15/40 þá betri? Er hún til hér heima?

Annars er ég með 0/40 mobil 1 á fiatinum. :D

Author:  Gummi [ Wed 20. Nov 2002 13:32 ]
Post subject: 

Ég ætlaði að nota Mobil 1 en gerði það á fyrri bíla því að einn aðal efnafræðingurinn hjá Olís sagði mér eitt sinn "no bull shit" að það væri besti kosturinn án efa. Olían er þunn við lágt hitastig og því þykir hún góð í íslenska bíla(kalt start, stutt keyrsla).
Annars fer núna Shell Helix ultra á Bimman því að ég skipti við félaga minn sem vinnur á Shellsmurstöð hér í bænum og er sjáflur mikill bimmafan. Ég held að shell ultra helix sé líka 0W eins og Mobil 1 og alls ekki síðri olía.

Ég skipti hinsvegar alltaf um olíu á minna en 10þús km fresti en ekki 25 eins og tölvan segir.

Author:  Stefan325i [ Wed 20. Nov 2002 13:53 ]
Post subject: 

Ég nota Havoline Formula 3 X1 extra 10W-40 olía hálf sintersk og það stendur á brúsanum BMW special oil hefur reynst mér vel hef notað hana í 4-5 ár og ég ætla að halda áfram að nota hana þegar turbóið er komið í því þeir mæla með henni á turbó bíla líka,

Það er ekki gott að nota mobile1 á gamlar vélar, ég hef heyrt sögur af strákum sem hafa byrjað að nota mobille1 á 10-20 ára gamlar vélar og það byrjar að leka með öllum pakningum og pakkdósum?

Author:  Gummi [ Wed 20. Nov 2002 13:53 ]
Post subject: 

Það kemur fram á heimasíðu Mobil1.com að porsche og MB amg noti Mobil 1 á sína bíla.

Author:  Dr. E31 [ Wed 20. Nov 2002 15:36 ]
Post subject: 

Ég nota Esso Ultron 0w30, mjög góð, gott kaldstart og hann er ekkert að brenna henni a.m.k. er ég ekkert að bæta olíu á hann í tíma og ótíma. Annars ætla ég að láta reyna á Mobil 1 við næstu olíuskipti bara til að prófa :wink:

Author:  Dr. E31 [ Wed 20. Nov 2002 15:45 ]
Post subject: 

HEY..!!! Ég er orðinn Kassabílstjóri, Jibbí Cóla!! :D

Author:  Gunni [ Wed 20. Nov 2002 19:52 ]
Post subject: 

ég hef nú bara einusinni skipt um olíu á mínum og þá setti ég Mobil1 á hann, eins og fyrri eigandi sagðist aðeins hafa notað. þetta kostaði 15þúsund kall, en maður getur alltaf dílað ;)

Author:  Guest [ Wed 20. Nov 2002 21:08 ]
Post subject:  olíur a bmw

havoline x1 10w-40 er hálfsyntitesk og hentar fyrir íslenskar aðstæður...
mæli með henni...
mobil 1 0w-40 er mjög góð olía við allar aðstæður... en er mjög þunn og þar af leiðandi stundum of þunn á slitnar eða gamlar vélar... t.d. mæla framleiðendur á minn mótor sem er m20, 10w40 og flestir í bandaríkjunum sem eiga e21 nota 20w-50 á sumrin en 10w-40 á vetruna.... en t.d. á nýju vw og audi með langtímabúnaði er notuð 0w30 sem á að duga 30.000 þús km úti en hér lætur umboðið hana duga aðeins í 15.000 km þar sem hér eru miklar veðrabreytingar og oftast keyrt stuttar vegalengir. þ.e. vélin nær oft ekki réttu hitastigi og mikið um kaldræsingar það er þá sem olían minnkar líftímann sinn mest....

en með að setja mobil 1 0w-40 á þinn bíl átt þú bara að prufa sjálfur...
en kosnaðurinn er mikill.... er ekki líterinn yfir 1200-1300 kr...?
og ef þú er með bimma sem tekur kannski 6 lítra+ þá er olíukosnaðurinn bara orðinn slatti...

svo með mobil 1 0w-40 á slitnar vélar er mjög mismunandi hvernig hún hegðar sér, á suma bíla þarf að bæta mikið á milli smurninga eins og einn bíll sem heitir Ford Granada frá 70 og eitthvað keyrður 70.000km mjög fallegur bíll með v6 vél var með 10w-40 vildi setja mobil 1 á og eftir það þurfti hann að bæta hálfum lítra á viku eða tveim man ekki allavega hentaði sú olía ekki á þann bíl, hreyfði varla olíu þessi vél áður en mobil 1 var sett á hana.

annað dæmi : Toyota Carina E '93 sem einn í vinnunni minni á .
var alltaf á 10w-40 í 370.000km (leigubíll alltaf smurður á 5000km fresti.)
brann alltaf 0,5l af mótorolíu milli smurninga(frá því að hann keypti hann í um 320.000 held ég)... hann setti svo mobil 1
0w-40 á hann og hann þurfti næstum því að hætta að bæta á hann milli smurninga og sagði að bíllinn væri miklu þíðari.... bíllinn er ekinn núna 388.000. mótor aldrei opnaður... p.s. hann er tíl sölu á 220.000 ef einhver vill mikið ekna toyotu carinu e '93 2.0L sjálfskipta sem er í góðu ástandi..

þannig að mobil 1 hefur mjög mismundi sögur.. þannig ef þú ert að spá í mobil 1 prufaðu hana bara.
sumir segja að hún auki olíuþrystinginn aðrir segja að hún minnki hann.

en fyrir þá sem ekki vita þá er fyrir talan á olíunni flæði(seigja) við -18°C
og seinni talan er flæði(seigja) við 100°C

þannig að olía 0w-40 flæðir við -18°C og heldur sér stöðugt í 40 við venjulegan vélarhita....

þessvegna eru notaðar þykkari olíur úti á sumrin en þynnri á veturna..
en nú er ég búinn að blaðra altof mikið.......
:mrgreen:

Author:  saevar [ Thu 21. Nov 2002 10:43 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
ég hef nú bara einusinni skipt um olíu á mínum og þá setti ég Mobil1 á hann, eins og fyrri eigandi sagðist aðeins hafa notað. þetta kostaði 15þúsund kall, en maður getur alltaf dílað ;)

Mér finnst nú svoldið dýrt að eiða 15þús kalli í olíu. Þetta er eitthvað sem ég þarf að skoða fyrir næstu olíuskipti.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/