bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Flytja inn dótarí frá Danaveldi.... flutningur???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3387
Page 1 of 1

Author:  Gulag [ Sat 15. Nov 2003 20:09 ]
Post subject:  Flytja inn dótarí frá Danaveldi.... flutningur???

Ég er að taka inn smá grams frá bmw-specialisten í danmörku,,

vitið þið um ódýrustu leiðina við að koma þessu heim?

Author:  gstuning [ Sat 15. Nov 2003 21:13 ]
Post subject: 

Ég held að flytja með sjó fragt sé ódýrast

sem lækkar þá tollanna og vaskinn sem gerir þetta á endanum ódýrrara

Author:  Gulag [ Sat 15. Nov 2003 22:49 ]
Post subject: 

hrmpf... er búinn að vera að skoða aðeins flutning á þessu og hann er vægast sagt svaðalegur,, 20-30þ kall fyrir 1 hurð...

þannig að ég er jafnvel að pæla í að skreppa bara út sjálfur og sækja þetta,

hafa menn hérna áhuga á að láta mig kaupa eitthvað fyrir sig í leiðinni hjá þeim í bmwspecialisten? ég tala dönsku reiprennandi þannig að það er ekkert problem, (ég er helst að tala um smærri hluti) og ég tæki einhverju hundraðkalla fyrir servisinn upp í kostnað.. ??
(sleppum við flutning/toll+vsk í staðinn)... hvað segja menn? :idea:

Author:  gstuning [ Sun 16. Nov 2003 02:49 ]
Post subject: 

láttu mig vita þegar þú ferð og ég skal fá þig til að kaupa eitthvað

Author:  bjahja [ Sun 16. Nov 2003 07:28 ]
Post subject: 

Já mann langar soldið í M-kittið ;)
En ég myndi nú kannski þyggja það hjá þér...........fyrir nokkra smáhluti

Author:  oskard [ Sun 16. Nov 2003 13:06 ]
Post subject: 

mig vantar 2 eða 3 hluti endilega láttu mig vita þegar/ef þú ferð !

Author:  Gulag [ Sun 16. Nov 2003 13:47 ]
Post subject: 

annað hvort fer ég ca 25 nóv, eða þá bróðir minn kemur með þetta heim 18 dec... fer eftir því hvort hann nenni að burðast með þetta dót..

Author:  Fautinn [ Sun 16. Nov 2003 15:17 ]
Post subject: 

Góðan daginn,
Hef nú ekki skrifað hér inn áður en þó oft kíkt hér inn, fín síða. Satt best að segja að þá ætlaði ég að flytja inn talsvert af hlutum frá BMW-Specialisten (voru að skipta um nafn og heita núna Schmiedmann) núna um daginn. Þegar það var búið að reikna allt saman með tolli og vsk var upphæðin orðið eitthvað til að svitna yfir og sendingaskostnaðurinn drjúgur. Sá að það myndi margborga sig að sækja dótið sjálfur enda um nokkuð dýra hluti að ræða.
Ég brá á það ráð að koma við þarna hjá þeim eftir að hafa átt leið um Köben um daginn.
Kostnaðurinn er eftirfarandi.
Bílaleigubíll: Skoðaði mikið á netinu hjá bílaleigum en engin leiga leigir á neitinu í Köben nema þá að maður hafi ekki nema 100 km. á dag. Þetta eru tæpir 400 km. í akstur fram og tilbaka þannig að ekki borgar það sig nú. Leigði í staðin bíl í gegnum AVIS hér heima... aðeins dýrara daggjald en hjá þeim fær maður fría kílómetra þannig það þetta margborgaði sig.. bíllinn kostaði 12000 kall.
Flugið með Iceland Express var 19000 kall.
Hótel: Menn verða gera ráð fyrir einni nótt á hóteli þannig að það kostar um 10000 kall, fyrir eins manns eða tveggja manna, munar mjög littlu.
Hitt er svo annað mál, það borgar sig ekki að vera flytja heilu stuðarana og svoleiðist dót með flugi, menn eru bara rukkaðir aukalega fyrir það hjá flugfélaginu og tollurinn böstar mann pottþétt með þetta undir hendinni. Þetta borgar sig aðallega þegar menn eru að flytja smá hluti sem eru í dýrari kantinum.
Ef menn ætla að gera þetta á annað borð er ekki verra að fara nokkrir í ferð, (samnýta bílinn) og gera sér svo glatt kvöld í Köben eftirá.
Annað: kostnaður við að fara yfir Stórabeltisbrúnna milli Fjónar og Sjálands er 6000 kall, 3000 hvora leið. Þetta er eina leiðin því miður en þó heilmikil upplifum að keyra þetta og sjá þetta ótrúlega mannvirki.
Fékk svo nótuna stimplaða hjá tollinum á Kastrup (bara að passa upp á að tékka ekki inn töskurnar áður en þið farið með þetta til tollsins, þeir vilja stundum sjá vörurnar).
Svo var bara aðalstressið eftir og það var að labba í gegnum tollinn hér heima - það gekk ljúft og löðurmannslega fyrir sig - með bros á vör.

Þar hafið þið það.

P.s. Það borgar sig að fara út með tómar töskur (eða lítið sem ekkert) ef menn ætla að gera þetta með alvöru og vera bara eina nótt.

Author:  Gulag [ Sun 16. Nov 2003 16:23 ]
Post subject: 

rétt hjá þér.. minn kostur er bara að bróðir minn býr þarna úti, (engin gistikostnaður) og hann er með þennan líka flotta bens (enginn bílaleigubíll) en þetta er samt alltaf kostnaður,, ég hugsa að ég láti frekar bmwspecialisten senda þetta bara heim til bróður míns, þá slepp ég við að fara til þeirra.. innanlands flutningur í dk er ekki dýr.. annars erum við að kanna þetta allt saman,

það getur líka verið að bróðir minn (sem er mikill bílamaður, átti t.d. BMW 2002 tii bíl gamlan einu sinni) geti tekið að sér fyrir okkur að redda svona dóti í DK,., ég er að reyna að plata hann í það,, það kemur í ljós hvort hann nenni því fljótlega..

Author:  Jss [ Sun 16. Nov 2003 19:45 ]
Post subject: 

Gulag wrote:
rétt hjá þér.. minn kostur er bara að bróðir minn býr þarna úti, (engin gistikostnaður) og hann er með þennan líka flotta bens (enginn bílaleigubíll) en þetta er samt alltaf kostnaður,, ég hugsa að ég láti frekar bmwspecialisten senda þetta bara heim til bróður míns, þá slepp ég við að fara til þeirra.. innanlands flutningur í dk er ekki dýr.. annars erum við að kanna þetta allt saman,

það getur líka verið að bróðir minn (sem er mikill bílamaður, átti t.d. BMW 2002 tii bíl gamlan einu sinni) geti tekið að sér fyrir okkur að redda svona dóti í DK,., ég er að reyna að plata hann í það,, það kemur í ljós hvort hann nenni því fljótlega..


Maður getur ekki fengið skattinn til baka ef vörurnar eru sendar innanlands, sendi þeim fyrirspurn um þetta þar sem bróðir minn býr í Kaupmannahöfn og hljómaði svarið neitandi :(

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/