bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Verkfæri
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3385
Page 1 of 1

Author:  O.Johnson [ Sat 15. Nov 2003 17:05 ]
Post subject:  Verkfæri

Hvaða verkfæri notið þið

Author:  GHR [ Sat 15. Nov 2003 17:19 ]
Post subject: 

Bara þau sem ég finn :wink:
Að mínu mati eru verkfæri bara verkfæri og þurfa ekki að vera frá eithverjum fínum framleiðandi :roll:

Author:  saemi [ Sat 15. Nov 2003 17:29 ]
Post subject: 

Maður kaupir bara eitthvað af þessum brand nöfnum. Allt annað en í verkfæralagernum (þó maður kaupi sumt þar, þegar maður þarf bara að nota það í eitt skipti og sama þó það eyðileggist við það).

Author:  Raggi M5 [ Sat 15. Nov 2003 20:30 ]
Post subject: 

Ég nota milljón verkfæri á dag, og hef ekki hugmynd um hvað þau heita, nema skrallsett sem er frá Wurth. Skiptir mig engu máli hvað þetta heitir, bara ef það er í lagi. :D

Author:  Danni [ Sat 15. Nov 2003 20:40 ]
Post subject: 

Þau verkfæri sem ég finn í skúrnum hans pabba :D

Author:  gstuning [ Sat 15. Nov 2003 21:12 ]
Post subject: 

Ef ég gæti þá myndi ég versla mér Snap-On verkfæri

en ég get það ekki og því er það notað sem er hendi næst

Author:  BMW 318I [ Sun 16. Nov 2003 04:04 ]
Post subject: 

ég nota bara þau verk færi sem ég finn en ef ég væri að fara að kaupa þá væri það öruglega Stahlwille eða annað sem fossbeg er með því pabbi vinnur þar, held ég þurfi ekki að segja meir

Author:  Einzi [ Sun 16. Nov 2003 09:42 ]
Post subject: 

Ég keypti mér hlevíti massað facom sett um daginn ásamt einhverju smádóti. Það vantar facom sem valmöguleika mar ;) facom lyklasett er næst á dagskrá hjá stráknum.

p.s.
Það er lífstíðarbrotábyrgð á facom. Ef t.d. brotnar toppur ferðu bara með hann til þeirra og færð nýjan án þess að þurfa útskýra það neitt frekar fyrir þeim.

Author:  Dr. E31 [ Sun 16. Nov 2003 14:57 ]
Post subject: 

Kamasa-TOOLS nota ég að mestu leyti.

Author:  rutur325i [ Sun 16. Nov 2003 15:51 ]
Post subject: 

esso stíll á því ingi !

Author:  Dr. E31 [ Mon 17. Nov 2003 00:31 ]
Post subject: 

rutur325i wrote:
esso stíll á því ingi !


Hehehe. :lol:

Author:  saevar [ Mon 17. Nov 2003 14:42 ]
Post subject: 

Einzi wrote:
Ég keypti mér hlevíti massað facom sett um daginn ásamt einhverju smádóti. Það vantar facom sem valmöguleika mar ;) facom lyklasett er næst á dagskrá hjá stráknum.

p.s.
Það er lífstíðarbrotábyrgð á facom. Ef t.d. brotnar toppur ferðu bara með hann til þeirra og færð nýjan án þess að þurfa útskýra það neitt frekar fyrir þeim.


Flott að hafa lífstíðarábyrgð á verkfærum. Það eru sumir framleiðundur sem bjóða lífstíðarábyrgð og þá er það miðað við lífstíðina á verkfærinu. Sem sagt þegar verkfærið eyðilegst þá er lífstíðin á verkfærinu lokið og þar með ábyrgðin. :roll:

Author:  bebecar [ Mon 17. Nov 2003 14:47 ]
Post subject: 

Ég nota SNAP ON skrall (seldi þetta einu sinni), skrúfjárnasett og algengustu toppa. Svo nota ég ódýrt dótarí í restina.

Mjög fegin með skrúfjárnin því þessi rusl skrúfjárn eyðileggja allar skrúfur.

Það þarf varla að taka það fram að það er lífstíðarábyrgð á snap on líka.

Author:  O.Johnson [ Mon 17. Nov 2003 16:30 ]
Post subject: 

Ég veit að craftsman og snap-on, held líka stahlwille eru með þannig ábyrgð að
ef þau skemmast þá geturðu farið og fengið nýtt sama þó að verkfærið sé orðið
50 ára gamalt eða meira.

Allir virtustu verkfæraframleiðendu eru með þannig ábyrgð.

Author:  Bjarki [ Mon 17. Nov 2003 19:09 ]
Post subject: 

Ég nota aðallega Kamasa-TOOLS svo á ég gamalt en gott gæða skrall og ef það vantar toppa þá fer í í Fossberg og kaupi það sem vantar. Ef það vantar átak þá er það bara 1m 1/2" rör upp á skrallið og allt losnar. Svo eru sum tól bara ódýr eins og herslumælirinn og gormaþvingurnar. Reyni alltaf að kaupa eitthvað sniðugt þegar ég fer til útlanda.
Alltaf mjög gaman að vera með réttu græjurnar!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/