bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Banaslysið á Reykjanesbrautinni
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3378
Page 1 of 3

Author:  Gulag [ Sat 15. Nov 2003 00:39 ]
Post subject:  Banaslysið á Reykjanesbrautinni

Nú kom að því sem ég hef alltaf verið hræddur um að myndi gerast.. keyrt var aftan á bíl sem var stopp í vegarkantinum á brautinni, og sá sem var í kyrrstæða bílnum lést.. því miður..

ég hvet alla hérna að hætta að hleypa fram úr sér með því að fara út á vegöxlina á Reykjanesbrautinni, og líka hætta að blikka menn til að reyna að fá þá til að gera það til að komast fram úr þeim,, ég fer alrei þarna út í kant nema ég sjái vel og langt fram fyrir mig, en allavega,, þarna kom að þessu... :cry:

Author:  Gunni [ Sat 15. Nov 2003 09:22 ]
Post subject: 

Ég votta samúð mína með þeim sem tengjast manninum sem dó.

En þetta finnst mér ekki vera mjög gáfuleg röksemdafærsla.

Það hefur t.d. gerst að bíll stoppar við gangbraut og fótgangandi labbar yfir þá kemur bíll úr hinni áttinni og klessir á fótgangandi. Það þýðir ekki að allir hætti að hleypa fólki yfir gangbraut, enda væri það ómögulegt.

Eins með Reykjanesbrautina, vegöxlin var gerð til þess að greiða fyrir umferð. Ég nota þetta t.d. alltaf þegar aðrir eru á hraðferð og ætlast til þess að aðrir noti þetta þegar ég er á hraðferð. Auðvitað er það eins með þetta og allt annað að bílstjórar verða að vera með á nótunum og fylgjast með hvað er að gerast í kringum sig. Það er ekki nóg að horfa bara rétt fyrir framan sig, held þarf maður að horfa lengra. Þess vegna lenda t.d. sumir á aftanákeyrslu, því þeir voru ekki með á nótum.

Hvað hefur banaslysum t.d. fækkað á Reykjanesbrautinni eftir að þetta var gert ? Ég man ekki eftir að hafa heyrt um að bíll færi framan á anna bíl eftir það ?? Leiðrétti mig sá sem betur veit.

Bottom line, í guðannabænum EKKI hætta að nota vegöxlina, þetta er mjög mikið öryggistæki, sem þó verður greinilega að nota varlega.

Author:  Raggi M5 [ Sat 15. Nov 2003 10:31 ]
Post subject: 

Alveg 100% sammála Gunna, ég keyri Reykjanesbrautina 2svar á dag alla daga vikunar og ég þoli ekki þegar það er mikil umferð og einhver gamall ellismellur með hatt og pípu er að keyra á 60-70, og maður kemst ekki framm úr honum útaf umferð. Og hann auðvitað fattar ekkert að nota öxlina sem er :x

Annars vegar er sumt fólk sem notar þetta mjög mikið, og fer mikið útí öxlina til að víkja fyrir þeim sem eru að keyra aðeins hraðar. og þá þakka líka þeir (flestir) fyrir sig með þvi að blikka Hazardinu.

Alls ekki hætta að nota öxlina.

Author:  Gulag [ Sat 15. Nov 2003 11:04 ]
Post subject: 

Það er reyndar ekki rétt að þessi vegaöxl hafi verið gerð sem einhver framúrakstursbraut, hvað á t.d. að gera ef bíll bilar á brautinni? mður verður að skilja hann eftir þarna í kantinum, ég ek líka brautina 2 á dag, og ég þori að segja að undantekningarlaust er bíll stopp/bilaður á þessari "framúraksturs" braut, og að aka þarna kannski í lélegu skyggni ofl er ekki ýkja gáfulegt, þó maður sé "bara" á 60-70km hraða þá er bíll sem er stopp þarna hrikaleg slysagildra..

ég lenti í því einusinni að það sprakk á bílnum hjá mér á svipuðum stað og þetta slys var í gær, ég verð að viðurkenna að ég var ekkert smá stressaður að vera þarna að skipta um dekk, grenjandi rigning og lélegt skyggni, ég horfði eiginlega meira á umferðina en dekkjaskiptin..

Author:  Raggi M5 [ Sat 15. Nov 2003 11:32 ]
Post subject: 

Þetta er engin frammúrakstursbraut!! Heldur fyrir hægari ökumenn sem nota hana til að hleypa öðrum framm úr, veit samt ekkert um það hvort þetta hafi verið gert til þess eða einhvers annars, enn allavega er þetta notað þannig í dag af mjög mörgum ökumönnum sem er gott mál.

Harma samt þetta slys sem varð.

Author:  Alpina [ Sat 15. Nov 2003 12:35 ]
Post subject: 

Raggi M5 wrote:
Þetta er engin frammúrakstursbraut!! Heldur fyrir hægari ökumenn sem nota hana til að hleypa öðrum framm úr, veit samt ekkert um það hvort þetta hafi verið gert til þess eða einhvers annars, enn allavega er þetta notað þannig í dag af mjög mörgum ökumönnum sem er gott mál.

Harma samt þetta slys sem varð.



HÁRRÉTT hjá,,,, Raggi M5,,,

Author:  oskard [ Sat 15. Nov 2003 12:43 ]
Post subject: 

Það er bara málið að reikna með því að það gæti einhver
verið úti í kannti og vera ekki að hleypa fólki framúr ef
maður sér ekki nógu langt framfyrir sig....

það er bara heimska að keyra útí kannti ef maður sér
ekkert hvað gæti verið á kanntinum ;)

Author:  Logi [ Sat 15. Nov 2003 13:08 ]
Post subject: 

Ég samhryggist þeim sem hlut áttu að máli þarna á Reykjanesbrautinni í gær.

En ég hef nú meiri grun um að sá sem ók eftir vegöxlinni hafi verið að nota hana til að fara framúr, en ekki til að hleypa framúr. Það gerist víst ótrúlega oft að menn noti axlirnar til að fara framúr. Það er náttúrulega 100% heimska og kolólöglegt!

Tek það fram að ég veit ekki hvort þetta hefur átt við þarna í gær, þetta er bara það sem mér datt í hug.

Author:  Jón Þór [ Sat 15. Nov 2003 16:37 ]
Post subject: 

Votta aðstandendum samúð mína!

En ég held að ég geti sagt með fullri vissu að þessari vegabrún var sett til að hægari ökumenn gætu hleypt öðrum ökumönnum frammúr.

En er ekki verið að tvöfalda Reykjanesbrautina akkurat í þessum orðum?

Author:  gstuning [ Sat 15. Nov 2003 16:47 ]
Post subject: 

Ég þoli ekki notkunina á þessari framúrakstur braut,

Þetta er bara bætt öxl sem er fyrir þá sem þurfa að fara útí kant ef eitthvað bilar eða þurfa að snúa við, og að taka framúr hægra meginn er bara fyrir LOSERA

T,d þegar maður er að keyra brautina þá er maður á leið að fara framúr og þá fer bílinn til hliða og býr til pláss fyrir mann, ég meina það eru engir bílar að koma og ég á ekki í neinum vandamálum með að koma mér framúr á sama hvaða bíl ég er, en áður en þetta gerðist var ég þarna fyrir aftan í 1mín og gæjinn gerði ekki neitt en færir sig þegar ég er að taka framúr.
Til hvers?????????????????????????????????????????????????????
Þetta gerist í hvert einasta skipti, frekar bara að gera ekki neitt og vera á sínum stað

Um daginn þegar sprakk á Fiatinum þá var ég í raun skít hræddur við að sitja í bílnum, var alveg viss um að það kæmi einhver SOCCER MOM og myndi negla á mig,

Mætti halda að íslendingar kunni ekki á umferðina,
Svo er ekkert hættulegra en lest á reykjanes brautinni, kannski 8 bílar í lest og svo færir fremsti bílinn sig á öxlina til að hleypa framúr og þá kemur lest framúr, ef það er svo bíll fyrir framann hann þá gefst honum ekki mikill tími til að gera neitt, því að hann getur ekki alveg keyrt til vinstri því að það eru bílar þar,

Annað með lestar, því að það er alltaf einhver sem kemur og er að troða sér framúr lestinni á einhverjum heimskulegum stað og er ekki á bíl til þess, t,d sá ég Pajero diesel vera að troða sér framúr 6bílum upp brekku á brautinni, ég tek framúr alltaf og hiklaust, en ég geri það ekki nema að sjá langt fyrir framann mig, ég bara get ekki fengið mig til að taka framúr upp brekku eða þar sem að ég sé ekki nógu vel,

Þetta batnar þegar þeir opna tvöföldunina,

En það er bókað að fólk kann ekki að keyra svoleiðis heldur,

Allir hægra meginn nema þeir sem taka framúr því að vinstri akreininn er framúrtöku akrein,

Reglan er þannig að allir eigi að vera hægra meginn, og geta ráðið ferðinni sinni því betur, svo ef það er einhver sem vill keyra á hámarkshraða þá er hann hægra meginn en tekur framúr á tómri vinstri akrein og færir sig svo aftur yfir á hægri,

En þetta verður þannig að allir keyra útum allt og eru fyrir öllum hinum, nema að fólki verður sagt hvernig á að nota tvíbreiða akbraut,


T,d tveir bílar akandi hlið við hlið, er bara það sem mun gerast

Ég veit að ég verð líklega vinstra meginn þótt að það sé vitlaust og hættulegt því að ef einhver á 80kmh vill taka framúr þá á hann að geta fært sig á vinstri án þess að fá einhvern á fleygi ferð komandi þeim meginn,

Annað með fólk og akstur , það sem ég hef tekið eftir er að fólk virkar oft þannig á brautinni að það vill ekki taka framúr því að það gæti einhver séð til þeirra og haldið minna um þau, þess vegna myndast þessar lestir því að það vill ekki einhver taka af skarið og koma sér framhjá fremsta bíl, ég sé þetta líka í umferðinni í RVK, þar vill fólk ekki keyra hraðar en maðurinn við hliðina á því, því þá virðist maður eins og hættulegur ökumaður eða glanni

Fólk er svo hrætt við annara manna álit á sér!!

Author:  Gulag [ Sat 15. Nov 2003 18:47 ]
Post subject: 

það er annað sem gerist líka nokkuð oft þegar menn eru að færa sig á vegöxlina, það er að það býr oft til ansi hressilegt grjótkast, ég fékk t.d. fyrir ca 2 árum grjót í framrúðuna frá einum svona axlapúða og það var nóg til þess að ég varð að láta skipta um rúðuna,, með tilheyrandi sjálfsábyrgð og veseni...

Author:  Gulag [ Sat 15. Nov 2003 18:51 ]
Post subject: 

ég mana ykkur til að lesa þessa grein frá Leo M...
http://www.leoemm.com/umraeda11.htm

Author:  Danni [ Sat 15. Nov 2003 20:36 ]
Post subject: 

Ég heyrði einhverstaðar að þar sem það eru brotnar kantlínur er bannað að stöðva bílinn því það er leyfilegt að fara útí kannt til að hleypa frammúr sér og að þar sem er óbrotin lína má ekki hleypa frammúr sér en það má stoppa. Man ekki hvar ég heyrði þetta en ég heyrði þetta, fór svo að leita að þessu í bókinni sem ég fékk þegar ég byrjaði að læra í ökukennslu og það stóð bara ekkert um þetta þar.

En ég allavega hleyp ekki frammúr mér á Reykjanesbrautinni. Ekki nema ég er að einhverri ástæðu að keyra undir 90. Ef ég keyri á 90 þá mega þessir fyrir aftan sem eru svona svakalega æstir í að fara frammúr bara eiga sig. En það er líka pirrandi hvað það hefur oft gerst að einhver ætlar svo að taka frammúr mér þegar ég keyri 90 og þegar hann tekur framúr kemur bíll á móti og ég þarfað bremsa til að til að framúrtakandinn kemst fyrir framan og lendi ekki á hinum bílnum sem kemur á móti. Ef ég myndi ekki hugsa um hvað bíllinn á móti er saklaus útaf framúrakstrinum og líkurnar á því að ég myndi líka lenda í eitthverju ef það yrði árekstur, þá myndi ég bara halda mínum hraða og leyfa fíflinu að bomba framaná hinn bílinn.

En svo lentí ég líka í því að trukkur var að hleypa frammúr og ég sé jeppa í kantinum og hægji á mér til að fara ekki frammúr trukknum því annars hefði trukkurinn bombað á jepann, eða farið útaf kanntinum og á mig. En bara þegar ég hægði á mér þarna fékk bara helling af blikkandi háum ljósum að aftan og trukkurinn byrjaði að flauta á fullu.. þangað til hann tók eftir jeppanum. Þoli ekki þegar fólk getur ekki verið þolinmótt í umferðinni. Ég mæti oftast flestum sem hafa tekið frammúr mér við ljósin hjá Esso og búðinni við hliðina.. 10-11 eða eitthvað, man ekki.

Eina sem ég get sagt er að mig hlakkar til að tvöfölldunin verður tilbúin, þá kannski hættir þetta af einhverju viti.

Kveðja, Danni.

Author:  Jss [ Sat 15. Nov 2003 20:39 ]
Post subject: 

Ég vil byrja á því að votta aðstandendum samúð mína.

Ég er sammála mörgum þeim sem hafa skrifað hér að ofan, finnst notkun þessara "axla" hálfvafasöm, lögfróðir menn (sem og aðrir) hafa talað um það í fjölmiðlum að maður eigi ekki að nota axlirnar til að hleypa framúr einmitt af þessum ástæðum sem og vegna þess að um leið og fólk er komið á "öxlina" þá er það í raun komið utan vegar og því spurning hvort tryggingar "covera" bílinn og annað ef eitthvað kemur uppá og síðan var fleira talið upp sem ég man ekki nógu vel til að pósta því á netið.

Ég keyri þessa leið ekki oft þannig að ég er kannski ekki alveg dómbær á notkun vegaxlanna en þetta er samt mín skoðun á málinu, finnst ekki þægilegt að "þurfa" að nota vegöxlina, hef aðeins notað hana einu sinni og þá að hálfu leyti. Hef einmitt mikið rætt um þetta mál þ.e. fyrir banaslysið og að sjálfsögðu eftir það líka.

Author:  MrManiac [ Sat 15. Nov 2003 20:42 ]
Post subject: 

Sko mitt álit er það að ef ég er að keyra Reykjanes brautina á 95 km á klukkustund þá hleypi ég ekki framúr mér á mína ábirgð með því að fara út í öxlina. Ef þú ætlar framúr mér þá skaltu gera það á þína ábyrð enn ekki mína. Pælið í því af ef þú ert að víkja fyrir plássfrekum bíl og keyrir á staur þá er það þitt mál..

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/