Kannski er löggan að taka sig á, en ég sá allavega eitt geðveikt skrítið í gær þegar við vorum á leiðinni heim úr RVK. Við byrjunina á kaflanum þar sem maður fer á nýju brautina, lengri kaflanum (byrunin séð einsog .ú kemur úr hafnarfirði), þar var lögga stopp útí kannt með ljósin á. Fyrst héldum við að þetta væri BMW-inn sem brunaði frammúr okkur einusinni, svo brunaði hann framúr okkur aftur þegar við vorum ný komin á Reykjanesbrautina (einegður að aftan, sá ekki hvernig módel samt, kannast einhver við það?) Allavega þegar við komum að löggunni er enginn fyrir framan bílinn hennar eða aftan, bara löggan með ljósin á. Svo þegar við keyrðum pínulítið lengra þá voru þrír bílar stopp útí kant með Hazardin á, 2 hægra megin og 1 vinstra megin og einn sem mér sýndist vera Honda Civic eða Accord með húddið opið. Mér fannst þetta allavega skrítið, held ð fólk hefur bara þurft að vera þarna til að sjá hve skrítið það var.
Úps, alveg hættur að tala um orginal póstinn :/ Well.. ég vona bara að löggan sé að taka sig á en ef þessi sem keyrði einsog brjálæðingur þarna í umferðinni í gær komst upp með það þá finnst mér það slæmt. Þó að klukkan hafi verið á milli korter í 11 og korter yfir um kvöld og lítil umferð þá er það engin afsökun. Hann tók frammúr okkur á minst 110 á 70 eða 60 km svæði
