bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Góðkunningjar lögreglunnar.... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3352 |
Page 1 of 6 |
Author: | Ibzen [ Thu 13. Nov 2003 00:24 ] |
Post subject: | Góðkunningjar lögreglunnar.... |
Ég var að pæla hvort að það séu ekki margir sem hafi reynslu af því að lenda í lögreglunni, er ég þá að tala fyri umferðarbrot. Endilega þeir sem hafa einhverjar skemmtilegar og óskemmtilegar sögur til að segja frá komi með þær hérna. Líka annað... hvernig er reynsla ykkar af radarvörum? Virka þeir eða ekki.. Hvað mig varðar hef ég einungis einu sinni verið stöðvaður og var það fyrir að fara öfugan hring í hringtorg... frekar svekkjandi en samt eins gott að löggan var ekki að mæla því að ég var á svona 110 km/klst þar sem má vera á 50 km/klst... var ekki að nenna að bremsa niður þannig að ég tók bara shortara á þetta... þetta er frekar vinsælt hringtorg til að fara öfugu megin í og þekki ég nokkra sem hafa lent í því sama og ég á þessu hringtorgi... eftir að ég var tekinn þarna hef ég líka séð lögguna vera þarna liggur við allan daginn að fylgjast með þessu hringtorgi og eru það örugglega nokkrir á dag sem hún gómar þarna. Annars hef ég bara verið mjög þægur og passa mig bara... enginn punktur kominn ennþá ![]() |
Author: | Aron [ Thu 13. Nov 2003 00:27 ] |
Post subject: | |
Hef tvisvar sinnum verið stöðvaður, í bæði skiptin bara verslunarmannahelgar eftirlit. Ekki taka sjénsa og keyra útí sveit í annarlegu ástandi um verslunarmannahelgi. Annars þá hef ég ekki fengið púnkt eftir 1 1/2 ár. |
Author: | oskard [ Thu 13. Nov 2003 00:30 ] |
Post subject: | |
ég hef bara 2 sinnum fengið sekt.. einu sinni fyrir aðeins of hraðann akstur mistti þá 4 punkta og svo var ég einsusinni stoppaður og sektaður fyrir að vera með filmur í framrúðum ![]() |
Author: | Kristjan [ Thu 13. Nov 2003 01:24 ] |
Post subject: | |
17 ára fyrsta brot: Tekinn á 83 á drottningabrautinni. 20K og 2 punktar 18 ára annað brot: Tekinn á 93 við hliðina á nettó. 25K 3 punktar 19 ára þriðja brot: Tekinn fyrir að fara frammúr þar sem mátti ekki fara frammúr og of hraðan akstur klukkan 3 um morgun á miðvikudegi. Var á eftir ómerktum lögreglubíl og nennti ekki að bíða, hann var stopp á grænu og ég var að koma á smá ferð og ákvað að taka frammúr honum, svo var ég ekki með skírteinið. 3 punktar og 15K 2 mánuðum seinna fæ ég boð um að mæta til sýslumanns og afhenda skírteinið mitt, átta punktar komnir á ökuferilinn.. ég fer stuttu seinna og afhendi það og missi þar með vinnuna.. var að vinna á póstinum. þremur mánuðum seinna fæ ég skírteinið aftur og er laus við allt vesen í ár þangað til núna fyrir 3 mánuðum síðan að ég er tekinn á 124 km hraða útí sveit 5 km frá heimili mínu. Bestu akstursskilyrði sem til eru og kunningi minn á eftir mér á Subaru Impreza GT ( þeir voru víst að reyna að ná honum, höfðu fengið kvörtun ) Já þar er allur ferilinn kominn |
Author: | bjahja [ Thu 13. Nov 2003 02:15 ] |
Post subject: | |
Ég hef 2 verið stoppaður. Í fyrra skiptið á hverfisgötunni á leið heim af bjórkvöldi bmwkrafts (ath drekk ekki) og þá var ég sektaður um 5000 kall fyrir að vera með kveikt á kösturum og aðalljósum að næturlagi. Í seinna skiptið á leiðinni heim af bíladögum síðasta sumar. Þá var ég stoppaður af helvítis Blöndós löggunni á 114 km/h. Ég fattaði ekki að ég væri svona nálægt blöndósi ![]() ![]() ![]() En ég er hinsvegar búin að borga lang mest í stöðumælasektir af því að ég gleymi alltaf að borga þær...........örugglega 30.000 kall farinn í stöðumælasjóð. sem minnir mig á það að ég á eftir að borga stöðumæla sekt ![]() ![]() |
Author: | Benzari [ Thu 13. Nov 2003 02:29 ] |
Post subject: | |
Nokkur check(Rvk, Kópav,Árnessýsla) engin sekt, enginn punktur. 7-9-13 Er samt enginn lestarstjóri, hræódýri radarvarinn hefur bjargað mér nokkrum sinnum. Einu sinni blikkaður(blue roof lights) af löggunni ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | BMWaff [ Thu 13. Nov 2003 02:42 ] |
Post subject: | |
öööö 4x hraða sektir (og beið með þær þangað til að það varð meira vesen) 1x ööö bjór? landi? ...bara smá, ekki mikið ![]() en þetta var fyrir eitthverju síðan, mar hefur nú þroskast smá.... smá ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 13. Nov 2003 09:00 ] |
Post subject: | |
Menn eru alltaf jafn hissa þegar þeir eru gómaðir - og ég verð nú að segja að mér finnst það mikið merki um þroskaleysi að keyra öfugu megin í hringtorg! Ertu tjalli eða hvað? Ég hef verið tekin fjórum sinnum, alltaf fyrir of hraðan akstur. Á Kringlumýrarbraut (sennilega á 80), í Ártúnsbrekkunni (aftur á 80, þá var 60 kmh hámark) í Borgarnesi á 103 kmh og svo á melunum á 60 (á 30 svæði sem ég hélt að væri 50 svæði). Svo var einu sinni reynt að hanka mig fyrir að fara yfir á rauðu ljósi, en í það skiptið var ég að draga bíl - ég fór yfir á grænu en bíllinn sem ég var að draga fór yfir á rauðu. Eitthvað idjót flautaði á mig og þá hélt löggan að ég hefði farið yfir á rauðu. Þeir reyndu að fá mig til að samþykkja það sem ég gerði ekki og þeir létu það bara gott heita. PS - ég BILAST ef ég fæ stöðumælasekt þannig að ég tek enga sénsa og SET ALLTAF í mælinn! |
Author: | gstuning [ Thu 13. Nov 2003 09:04 ] |
Post subject: | |
Get ekki byrjað að telja það upp, eins gott að reglurnar með punktana voru ekki í gildi þegar ég fékk próf, Fullt af pening, Fyndið að einu sinni var ég að koma í beygju niðri í rvk, niðri í bæ, soldið góð svona power slide beygja, og ég tók hana aðeins, svo kom lögga strax, málið var að bílinn var ekki skoðaður en þeir áttu ekki boðun í skoðun miða eða sekta miða, þannig að ég slapp með viðvörun, Ég afsakaði mig ágætlega útur þess |
Author: | Jss [ Thu 13. Nov 2003 09:29 ] |
Post subject: | |
Ég hef aldrei verið stoppaður, ekki einu sinni í tékk, 7-9-13. Enda er ég algjör engill ![]() |
Author: | Kull [ Thu 13. Nov 2003 09:29 ] |
Post subject: | |
Hef einu sinni verið sektaður og það var fyrir of hraðann akstur. Það var fyrir framan Kolaportið, Geirsgata held ég að gatan heiti, á laugardagskvöldi og var ég á 73 á 50 svæði. Eftir það fékk ég mér ódýrann radarvara og hef ekki verið tekinn síðann. Annars hefur maður verið stoppaður nokkrum sinnum í tékk en yfirleitt hefur löggan verið mjög kurteis og ekkert mál. |
Author: | bebecar [ Thu 13. Nov 2003 09:42 ] |
Post subject: | |
Maður á alltaf að vera kurteis og þá er þetta minna mál. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim flestum (erfið vinna) nema þeim sem héldu að Alfa Romeo bíllinn sem ég var stofnaður á síðast væri Nissan ![]() |
Author: | Jss [ Thu 13. Nov 2003 09:44 ] |
Post subject: | |
Er ekki gamla máltækið bara fínt: "Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig" |
Author: | Haffi [ Thu 13. Nov 2003 09:49 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Maður á alltaf að vera kurteis og þá er þetta minna mál. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim flestum (erfið vinna) nema þeim sem héldu að Alfa Romeo bíllinn sem ég var stofnaður á síðast væri Nissan
![]() pff the same junk. |
Author: | bebecar [ Thu 13. Nov 2003 09:56 ] |
Post subject: | |
Þó maður fíli nú ekki hvað bíla sem er á maður að þekkja helstu tegundir í sundur, SÉRSTAKLEGA í þessu starfi. |
Page 1 of 6 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |