bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig væri að selja BMWkraftur.is boli??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3347
Page 1 of 4

Author:  gstuning [ Wed 12. Nov 2003 20:29 ]
Post subject:  Hvernig væri að selja BMWkraftur.is boli??

Held að allt svoleiðis væri bara gott fyrir klúbbinn svo hægt sé að kaupa meiri bjór næst :)

Author:  bjahja [ Wed 12. Nov 2003 20:31 ]
Post subject: 

Ég myndi kaupa sjóleiðis

Author:  arnib [ Wed 12. Nov 2003 20:55 ]
Post subject: 

Flott hugmynd, en sennilega þyrftu þeir sem vildu svoleiðis að panta fyrirfram
og borga fyrirfram svo að ekki þyrfti að leggja út fyrir kostnaðinum.
:)

Þeir sem hafa áhuga og myndu kaupa endilega póstið hér og ef að um nægan áhuga er að ræða skal ég skoða þetta persónulega.

Author:  Bjarkih [ Wed 12. Nov 2003 20:59 ]
Post subject: 

Ef þeir eru flottir (eins og flest BMW dót er) og ekki of dýrir þá er ég allveg tilbúinn að versla 1 eða 2

Author:  Duce [ Wed 12. Nov 2003 21:20 ]
Post subject: 

eða númeraramma sem stæði kannksi www.bmwkraftur.is eða eitthvað

annað sniðugt :wink:

Author:  Kull [ Wed 12. Nov 2003 21:21 ]
Post subject: 

Sammála, ef þeir eru flottir og nógu stórir fyrir fullvaxna menn þá væri ég til í einn eða tvo :)

Author:  saemi [ Wed 12. Nov 2003 21:23 ]
Post subject: 

Ég er alveg maður í svoleiðisss boli!

Þetta með númerarammana er líka ágætis hugmynd.

Author:  Danni [ Wed 12. Nov 2003 21:25 ]
Post subject: 

Ég bý mér bara til boli sjálfur ef mig langar í einhverja sérstaka :) En samt er þetta góð hugmynd, og líka með rammana. Svo er kannski líka hægt að hafa svona límmiða á númeraplötuna sem kemur á hinn kassann sem er, ekki skoðunarkassann heldur hinn :) Það yrði cool. Eða er það kannski bannað? :roll:

Author:  Kull [ Wed 12. Nov 2003 21:40 ]
Post subject: 

Það er bannað, má bara vera miði með viðkomandi sveitarfélagi. En ég veit nú ekki hversu harðir þeir eru að framfylgja þessu.

Author:  bjahja [ Wed 12. Nov 2003 21:47 ]
Post subject: 

Ég myndi pottþétt kaupa bol og númeraramma

Author:  Raggi M5 [ Wed 12. Nov 2003 22:13 ]
Post subject: 

Ég myndi kaupa bol, en hvernig myndi hann lýta út???

Author:  gstuning [ Wed 12. Nov 2003 22:28 ]
Post subject: 

Hann væri flottur eins og við :)


Veit ekki, það er undir stjórninni komið að koma með uppástungur svo verður kosið :)

allt mjög lýðlegt, ég kaupi 2 bókað mál

Author:  Moni [ Wed 12. Nov 2003 22:34 ]
Post subject: 

Góð hugmynd, bæði ramminn og bolurinn, ég hefði reyndar ekki not fyrir rammana en ég myndi kaupa bol!!!

Author:  iar [ Thu 13. Nov 2003 00:02 ]
Post subject: 

2 boli fyrir mig, ekki spurning! :-)

Númerarammana mætti líka alveg skoða...

Author:  rutur325i [ Thu 13. Nov 2003 01:31 ]
Post subject: 

ég er game í bol eða tvo

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/