bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvernig það er að selja bíl hér á sjallinu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3313
Page 1 of 1

Author:  Megadeth [ Sat 08. Nov 2003 18:41 ]
Post subject:  hvernig það er að selja bíl hér á sjallinu

sælir verið öll, ég heiti magnús og hef verið "meðlimur" hérna á www.bmwkraftur.is í mjög langan tíma allveg frá því að síðan var á hva var það ekki tripod server og hef ég haft mjög gaman af því að lesa hvað fólk er að gera í sínum bíllum þótt ég hafi ekki verið að posta sjálfur. oft hefur það gerst hér að ágreiningur hefst hér sem er oft ekki skemmtilegur. ég verð samt hér að kvarta yfir hegðun nokkra manna hér á spjallinu. eins og margir vita þá hef ég verið að auglýsa bíllinn minn til sölu hér í dágóðatíð og fékk ég nokkur tilboð frá fólki meðal annars fólk sem er hér mjög virkt á spjallinu en þegar reynt er að hafa samband við þetta fólk þá svarar það ekkert manni. ok ég skil að það eru sumir sem finnst það gaman að vera með bögg og leiðindi í fólk sem er að selja bíllinn sinn en það sem mér finnst verst af öllu um þetta er það að það hafi verið fólk sem maður virðir og finnst kannski gaman að lesa hvað það er að segja en þegar það er með eitthvað svona óþarfa leiðindi og bara kjaftæði þá verð ég bara :burn: fucking pissed. og bið ég þá sem hafa verið að gera þetta að hugsa sig aðeins um áður en það gerið þetta aftur því þetta kemur bara niður á manninum sem er að selja bíllinn.

kveðja frá virkilega pissed BMW aðdáenda
Magnús Jón

Author:  bebecar [ Sat 08. Nov 2003 22:23 ]
Post subject: 

Ég held að maður verði að sætta sig við í flestum tilfellum að gefa færi á gagnrýni þegar maður auglýsir bíl til sölu hér og annarsstaðar.

Auðvitað á dónaskapur eða skítkast ekki að líðast.

Ég hef auglýst bíl hér og maður verður bara að taka flestu og svara gagnrýni. Ef maður hefur ekkert að fela þá er maður líka alveg öruggur.

Hvaða bíl varstu að selja annars? MR2?

Author:  Megadeth [ Sun 09. Nov 2003 04:21 ]
Post subject: 

já ég var að selja mr-inn en ég er auðvitað ekki á móti því að fólk sé að spurja og forvitnast það sem er ég er að tala um er að fólk sé að bjóða í bíllinn en síðan þegar reynt er að hafa samband er ekkert svarað, er ekki bara betra að segja bara "heyrðu ég hringi í þig" í staðinn fyrir að segja ok ég bíð X mikið en ég skal hringja í þig á morgun það fynnst mér messt pyrrandi

Author:  zazou [ Sun 09. Nov 2003 22:33 ]
Post subject: 

Hvað fór MR-inn á?

Fór hann á gott heimili?

Author:  arnib [ Sun 09. Nov 2003 22:39 ]
Post subject: 

Megadeth wrote:
já ég var að selja mr-inn en ég er auðvitað ekki á móti því að fólk sé að spurja og forvitnast það sem er ég er að tala um er að fólk sé að bjóða í bíllinn en síðan þegar reynt er að hafa samband er ekkert svarað, er ekki bara betra að segja bara "heyrðu ég hringi í þig" í staðinn fyrir að segja ok ég bíð X mikið en ég skal hringja í þig á morgun það fynnst mér messt pyrrandi


:hmm:

Author:  bebecar [ Mon 10. Nov 2003 09:02 ]
Post subject: 

Ég held ég viti nú hvað þú ert að tala um - það voru nú ansi margir sem drógu mann á asnaeyrum og ekkert annað virðist hafa vakað fyrir þeim en að hafa getað sagt "ég hef ekið M5" :( Maður var samt að reyna að vera tregur í taumi þannig að menn væri ekki að vesenast í þessu nema hafa virkilega áhuga.

Þetta gerði það að verkum að maður var kannski að eyða dýrmætum tíma í einhverja spekúlanta.

Author:  Jón Ragnar [ Mon 10. Nov 2003 11:48 ]
Post subject: 

Finnst bara stundum vera algjör óþarfi sum svör sem koma á söluauglýsingar, það ættu auðvitað bara forvitnir að svara og þeir sem hafa einhvern áhuga á hlutnum sem er til sölu



:roll:

Author:  oskard [ Mon 10. Nov 2003 15:11 ]
Post subject: 

það er nú ókeypis að auglýsa hérna þannig að það er nú ekki hægt
að gera voða miklar kröfur held ég ;)

Author:  Moni [ Mon 10. Nov 2003 17:13 ]
Post subject: 

Ég skil þetta ekki, ég veit nú ekki mikið um málið þannig ég ætti ekki að blanda mér í það...
EN það sem ég hef að segja er að þegar ég er að leita mér að bíl, þá geri ég mörg tilboð, andstætt við fasteignabransann þá eru tilboð í bíla ekki bindandi, það má gera tilboð og svo hætta við það. Auðvitað er almenn kurteisi að svara símanum sínum en ef maður er hættur við tilboðið, eða búinn að missa áhugann á bílnum og nennir ekki að þræta við eigandann sem þarf að losna við bílinn, þá er óþarfi að svara þegar eigandinn hringir, það er ekkert bindandi sem maður hefur gert, bara einfalt tilboð...
Ég hef svolítið verið að skipta um bíla, og þegar ég er að selja bíl þá fær maður fullt af vitleysingjum í heimsókn sem vilja skoða, og gera tilboð og láta sig svo hverfa, þá er bara að bíta í hnúann og halda áfram að auglýsa og hugsa ekki um þetta, buisness er bara buisness....
Það þýðir ekki að verða reiður og brjálaður og rífa sig við einn eða neinn, bara gleyma þessu og "feisa fram á við" :D

Author:  Bjarkih [ Mon 10. Nov 2003 21:44 ]
Post subject: 

Það er nú almenn kurteisi að svara í símann. Miklu þægilegra fyrir þann sem er að selja að vita af eða á hvort einhver sem segist ætla hafa samband hafi áhuga eða ekki.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/