bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

HVAÐA BMW ERT ÞÚ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3302
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Fri 07. Nov 2003 10:22 ]
Post subject:  HVAÐA BMW ERT ÞÚ?

Við höfum stundum verið að leika okkur með svona kannanir á netinu og tvær eru í gangi á off topic sem stendur.

Væri mikið mál að búa til svona könnun fyfir BMWkraft? Það gæti allavega orðið ansi skemmtilegt að sjá hvort maður sé E30 M3 eða bara 520 Touring....

Í þessu mætti hafa svona merkustu og fjölbreyttustu bílana frá BMW, allt frá gömlum til nýrra, blæju til X5....

t.d.

3.0 CSL
3.0 Si (Jackie Onassis)
507
Isetta
E21 323i
E30 í ýmsum útgáfum
Allar M gerðir
X3 og X5
E30, E36, E34 og E39 Touring
540
Z1, Z3, Z4 og Z8
og jafnvel mætti henda inn nokkrum frægum mótorhjólum eins og K100, K1, og R100R

Ég hugsa að þetta myndi trekkja dálítið stíft á síðuna - sérstaklega ef þetta yrði haft á ENSKU!

Author:  Jss [ Fri 07. Nov 2003 10:26 ]
Post subject: 

Jájá, hver ætlar að gera svona, einhver ???

Author:  gstuning [ Fri 07. Nov 2003 10:46 ]
Post subject: 

Það eru nú 2 snillingar sem vinna á þessari síðu, ef það er einhver sem myndi gera þetta þá væru það þeir

Ég væri E30 M3 Sport Evo 240hö ég veit það alveg

Eiginlega DTM E30 Racer

Author:  oskard [ Fri 07. Nov 2003 10:51 ]
Post subject: 

ég held að það sé bara höfuðverkur að gera svona, sérstaklega með
svona mörgum bílum. Yfirleitt eru geðveikt fáir möguleikar í svona
quizum og það er ekkert mál að gera svoleiðis en það er heldur ekkert
gaman að svoleiðis quizum. Auðveldasta leiðin til að gera svona er
bara að hvert svar í spurningunum gefa visst mörg stig og svo færðu
bíl eftir hversu mörg stig þú fekst...

Author:  bebecar [ Fri 07. Nov 2003 11:10 ]
Post subject: 

Er sjáið þið ekki fyrir ykkur að þetta kynni að trekkja mikið! Allir BMW nöttarar í heiminum að taka prófið - og allir bílanöttarar á Íslandi...

Það mætti alveg koma sér saman um að gefa stig fyrir spurningar og hafa bílana eftir því - dálítið skakkt niðurstöðulega séð en samt gaman.

Author:  Kull [ Fri 07. Nov 2003 11:13 ]
Post subject: 

En er eitthvað á því að græða að trekkja lið sem skilur ekki orð á spjallinu hvort sem er?

Author:  bjahja [ Fri 07. Nov 2003 12:27 ]
Post subject: 

Það var alltaf pæling að gera þetta að meira en spjallsvæði er það ekki?
Þá væri kannski sniðugt að hafa forsíðuna líka á ensku, hafa bílar meðlima þar, myndir frá samkomum og ýmsan fróðleik á ensku..........jafnvel svona próf líka. Gera okkur soldið international :wink:

Author:  Gunni [ Fri 07. Nov 2003 12:42 ]
Post subject: 

Þetta er íslensku klúbbur :)

Author:  Haffi [ Fri 07. Nov 2003 12:46 ]
Post subject: 

Gunni íslenski......

Allt í lagi að hafa smá info um okkur og fleira á ensku á forsíðunni samt eins og bjarni segir...

Spjallið verður alltaf ALÍSLENZKT!

Author:  iar [ Fri 07. Nov 2003 14:30 ]
Post subject:  Re: HVAÐA BMW ERT ÞÚ?

bebecar wrote:
Væri mikið mál að búa til svona könnun fyfir BMWkraft? Það gæti allavega orðið ansi skemmtilegt að sjá hvort maður sé E30 M3 eða bara 520 Touring....


Þetta væri örugglega svoldill vandi að útfæra svo vel væri... hvernig stigagjöfin væri og hvernig myndi halla að einum ákveðnum bíl. En þetta væri ótrúlega sniðugt samt! :-) Alveg þess virði amk. að hafa þetta á bak við eyrað. ;-)

bebecar wrote:
Ég hugsa að þetta myndi trekkja dálítið stíft á síðuna - sérstaklega ef þetta yrði haft á ENSKU!


Það er eiginlega lítið á því að græða að trekkja lið inn á síðuna nema þá til að "stela" bandvídd frá spjallinu. Þetta er jú íslenskur klúbbur með íslensku spjalli og engu ensku efni. Mér finnst sérstaðan eiginlega aðallvega eiga að vera í því að hafa gott efni á íslensku.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/