bebecar wrote:
Væri mikið mál að búa til svona könnun fyfir BMWkraft? Það gæti allavega orðið ansi skemmtilegt að sjá hvort maður sé E30 M3 eða bara 520 Touring....
Þetta væri örugglega svoldill vandi að útfæra svo vel væri... hvernig stigagjöfin væri og hvernig myndi halla að einum ákveðnum bíl. En þetta væri ótrúlega sniðugt samt!

Alveg þess virði amk. að hafa þetta á bak við eyrað.

bebecar wrote:
Ég hugsa að þetta myndi trekkja dálítið stíft á síðuna - sérstaklega ef þetta yrði haft á ENSKU!
Það er eiginlega lítið á því að græða að trekkja lið inn á síðuna nema þá til að "stela" bandvídd frá spjallinu. Þetta er jú íslenskur klúbbur með íslensku spjalli og engu ensku efni. Mér finnst sérstaðan eiginlega aðallvega eiga að vera í því að hafa gott efni á íslensku.