bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pantanavandræði hjá B&L, stefna BMW í varahlutamálum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=326
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Sat 16. Nov 2002 13:41 ]
Post subject:  Pantanavandræði hjá B&L, stefna BMW í varahlutamálum

Ég er búinn að bíða eftir handbremsubarka í 745i bílinn núna, í meira en mánuð. Arrgghhh.

Ég er búinn að kaupa í Stillingu, og skila þeim, panta í Bílanaust, og skila þeim. Þeir eru bara of stuttir..... .. gefið upp að sömu barkar eigi að passa í 5 og 7 una, sem bara virkar ekki alveg.

Þannig að ég fór og pantaði í B&L, og það náttúrulega tekur viku, pöntunin fer alltaf út á mið, og kemur þá viku síðar. Þetta eru sömu barkar og í E32. Síðan núna síðasta mið, þá hringja þeir í mig, og segja að pöntunin sé komin. Svo fer ég að ná í dótið, og Þá er ekki barkinn í pöntuninni (var að panta smotterí af öðru), segja að hann hafi ekki verið til úti! Ég meina, BMW í Munchen á ekki til handbremsubarka í E32 !!!!! hversu sick er það.

Mig grunar nú samt að þetta sé klúður bara, en hvað um það. Allavega hefði bara komið einn barki, því að þeir pöntuðu bara einn. Sem er líka ferlega sloppí. Ég hefði verið í alveg sömu sporum og ef þeir hefðu verið til úti, væri enn að bíða eftir hinum.

Það sem mér finnst soldið ótrúlegt, er að ef ég væri með nýjan 745i bíl, sem er by-the-way ekki næstum eins algengur og E32 bíllinn, væri zemzagt nýbúinn að spreða einkurrum 10.000.000.- krónum hjá B&L, að þeim finnist allt í lagi að láta bílinn minn standa í 2 vikur, eftir aumum handbremsubarka, sem er alveg pottþétt til út um allt í evrópu !

Ég var svona að ræða við hann þarna í varahlutunum, og kvarta aðeins, því að ég er orðinn soldið pirraður. Og spurði hann hvort að BMW leitaði ekki að hlutnum hjá umboðum í kring, ef þeir ættu ekki til varahlut. Og nei, þeir gera það ekki! ... ekki nema í einhverjum undantekningar kringumstæðum. Og þá, eins og maðurinn sagði mér, fá þeir það umboð til að senda sér hlutinn til sín, og senda svo út þaðan,?

Ég meina það! Eins og hann sagði mér, þá kom þetta fyrir með stefnuljós á 7 línu, og þetta tók á annan mánuð ! þá var stykkið til í Svíþjóð, og var sent þaðan til Munchen, og þaðan til Íslands! Þetta er ekki í lagi....

Ég er ekki alveg sáttur við að þetta sé stefnan hjá BMW, að til að græða meira, þá taka þeir ekki hluti til baka frá umboðum og redda mönnum. Því þá eru þeir að tapa! Frekar bíða þeir eftir að fá hlutinn frá framleiðanda, sem getur tekið slatta af tíma (svo kölluð backorder).. og senda hlutinn síðan!

Ég lenti í að bíða í sumar í alveg meira en mánuð eftir "headliner" í sexuna mína, nennti svo ekki að bíða á endanum og gerði þetta sjálfur í höndunum.... keypti efni og sneið það sjálfur og saumaði. Ussusss.

En það sem mér finnst einna verst, er að ef hluturinn er ekki til, þá er maður ekki látinn vita. Þeir hringja bara í mann þegar pöntunin er komin, annars heyrir maður ekkert í þeim. Þannig að ef pöntunin er á "backorder" þá bara heyrir maður ekkert!

Þetta er ekki alveg nógu gott, því maður þarf að gera ráðstafanir ef þetta er ekki til hjá BMW í Munchen, t.d. panta hlutinn beint frá e-u öðru umboði sem á til hlutinn á lager.

Mér finnst ekkert sérstaklega gamna að bíða með bílinn minn stopp í fleiri vikur bara að gamni þeirra.

Jæja, nóg í bili.

P.S. ætli þetta sé lengsta pirrunar "post" hingað til

:D

Sæmi pirraði

Author:  gstuning [ Sat 16. Nov 2002 14:28 ]
Post subject: 

B&L er ekki með gott PR lið í vinnu,

Enn ég og stefán erum búnir að fara þarna svo oft að síðast fengum við bara að fletta í tölvunni sjálfir, sérstaklega þegar maður var að bend gæjanum þangað og hingað eftir dótinu,

Þeir reyndu að selja bensín slöngu sem var 60cm á 2500kr, þvi að hún var spes beygð, alveg hlægilegt,

við fórum í Bílanaust og keyptum 3sinnum lengra á 500kr og hún var framleidd af goodyear, þannig að það var ekkert mál,

Ég bendi mönnum á að nota
TB, Bílstart, bílanaust, fálkann og fleiri, því að þeir eru með umboð fyrir sama drasl og B&L er að selja, bara ódýrrar, ég keypti eina pakk dós á vélina mína fyrir 5000kr frá B&L því að hún var með einhverjum rifflum en þegar ég var búinn að bíða í þónokkurn tíma þá kom bara ein dós, og þegar það var hringt í mig, þá var einhver annar að kaupa dósina þannig að sérpöntunin mín var seld
En í fálkanum kostaði alveg eins númer 1200kr, en ekki rifflur, gæjinn í fálkanum sagði að það myndi virka og það gerir það,

Ég ráðlegg líka mönnum að skoða www.koed3-er.dk það er mjög þægilegt að versla þaðan, er búinn að gera það tvisvar fór bara á síðuna og pantaði, svo hringdi gellan frá póstinum og spurði hvort að hún ætti að processa tollskýrsluna,

Author:  iar [ Sat 16. Nov 2002 21:35 ]
Post subject: 

Þetta er rosalega leiðinlegt að heyra og því miður hefur maður verið að lenda í furðulegheitum með þá. Til dæmis þegar ég ætlaði að versla mér netta "touch-up paint" fyrir ekki nema eins og hálfsárs gamlan bíl og var sagt að þeir gætu ekki flutt þetta inn vegna 11. sept. (skrifaði einhverntíman um þetta hér).

Eins og ég segi þá er þetta ótrúlega leiðinlegt að fyrirtæki skuli gera sjálfum sér svona. Góð þjónusta er eitthvað sem kostar tiltölulega lítið en skilar aftur á móti mun meira í ánægðum viðskiptavinum sem er auðvitað bara peningar beint í kassann þegar ánægðir viðskiptavinir koma aftur og aftur.

Annað mál. Hefur einhver hérna prófað að panta tíma hjá B&L í gegnum formið þeirra á vefnum? Ég prófaði þetta þegar ég sá þetta fyrir tilviljun á vefnum þeirra. Þetta var fyrir næstum hálfum mánuði síðan og ég hef ekkert heyrt í þeim þrátt fyrir að formið tók við heimasíma, gemsa og netfangi. Til hvers að vera með svona fídus ef hann er ekki notaður? Best að tékka bara hvort T.B. vilji peningana mína.

Author:  Bjarki [ Sun 17. Nov 2002 00:53 ]
Post subject: 

Ég ætlaði að kaupa Dexron III sjálfskiptivökva hjá þeim í sumar en þeir vildu ekki selja mér hann, sögðu að hann væri ekki fluttur inn því þeir ættu svo mikið af HYUNDAI sjálfskiptivökva sem þeir þyrftu að klára!!!
Ég rúllaði bara niður í Bílanaust og keypti mér brúsa af Dexron III sjálfskiptivökva. Dexron III er náttúrlega bara staðall í vökva og hægt að fá hann frá mörgum framleiðendum en HYUNDAI og að segja þetta svona beint við mig.
M.v. þetta þá eru þeir að setja HYUNDAI sjálfskiptivökva á BMW'ana hjá fólki sem fer með bílana í check hjá þeim.

Author:  M110 [ Sun 17. Nov 2002 16:26 ]
Post subject: 

Ég hef aldrei farið í B&L til að kaupa varahluti í þessa tvo bimma sem ég hef átt og ástæðann fyrir því að ég hef einfaldlega ekki þorað því.

Gamli E30 bíllin minn var einu sinn "bilanagrendur" í gegnum síma og átti viðgerðin að kosta 200 þús kall og sagði bara "jæja, þá fer druslan bara á hauganna" :lol:

Author:  saemi [ Sun 17. Nov 2002 18:37 ]
Post subject: 

:D Það þýðir nú samt ekkert að hætta að borða mat þó manni hafi einu sinni orðið illt í maganum :D

Það verður að vera hægt að versla við BMW umboðið vegna þess að:

-Það er ekki hægt að fá suma hluti annars staðar.

-Sumir hlutir eru nú ágætlega verðlagðir hjá BMW

-Maður vill hafa suma hluti original

-Vegna ábyrgðar fyrir nýrri bíla

osfrvs.

Þannig að það er nú ekki lausn alltaf að versla ekki við þá :?

Author:  Svezel [ Sun 17. Nov 2002 19:06 ]
Post subject: 

Hvernig er það, getur ekki hvaða verkstæði sem er skipt um spyrnufóðringar ef ég redda þeim?

Ég sé á eftir peningnum ofan í B&L og þeir eru nú ekkert að spara tímana á vinnuna eða verðið á varahlutunum :?

Author:  saemi [ Sun 17. Nov 2002 19:35 ]
Post subject: 

Ef þetta er eins og á 5-6-7 bílunum gömlu, þá þarf bara pressu til að pressa þetta úr og í. Ekki mjög flókið sko. En það eru ekki allir sem hafa réttu tækin í þetta.

Það gæti verið ódýrara að láta B&L gera þetta, ef þeir geta haft spyrnurnar í bílnum á meðan. Aðrir þurfa kannski að taka þær úr til að komast að þessu...

En ég veit ekki hvernig þetta er á E39 bílnum....

Author:  saemi [ Thu 21. Nov 2002 11:03 ]
Post subject: 

Jæja strákar.. (og stelpur ef þær eru hér líka :) )

Þá er ég búinn að tala við B&L um þetta mál, og flyt það yfir í nýtt topic..

B&L og BMWkraftur...

Sæmi

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/