bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spurning vikunnar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3240
Page 1 of 9

Author:  Kristjan [ Thu 30. Oct 2003 01:11 ]
Post subject:  Spurning vikunnar

Hvað vinna menn í BMWkraft við?

Ég er sjálfur enn í framhaldsskóla og vinn á kvöldin sem sendill á póstinum. Booooring illa borguð vinna en get nokkurnvegin rekið bílinn á þessum launum.

Author:  bjahja [ Thu 30. Oct 2003 01:14 ]
Post subject: 

Ég er líka í framhaldskóla en vinn allar helgar og oftast eithvað á virkum dögum á Pravda, næturvinna en borgar ágætlega

Author:  gstuning [ Thu 30. Oct 2003 02:27 ]
Post subject: 

Ég á www.gstuning.net
og
vinn sem Kerfistjóri í Flugstöð Leifs Eiríksssonar og hjá Flugmálastjórn Keflavíkur,

Svo baka ég kökur fyrir krakka sem eru með tombólur

Author:  SER [ Thu 30. Oct 2003 08:19 ]
Post subject: 

Ég er B.sc. í rafmagnsverkfræði og er að vinna hjá flutningsviði Landsvirkjunar.

Author:  arnib [ Thu 30. Oct 2003 09:13 ]
Post subject: 

Skondið,
ég er einmitt að læra B.Sc í Rafmagns- og tölvuverkfræði.

Og ekki að vinna neitt sem stendur.. :|

Author:  Jss [ Thu 30. Oct 2003 09:20 ]
Post subject: 

Ég vinn í Bifreiðum og Landbúnaðarvélum (B&L)

Author:  Einzi [ Thu 30. Oct 2003 10:13 ]
Post subject: 

Sælir,

Það er ekki skrítið að verkfræðiþenkjandi menn aðhyllist BMW :wink:

Ég er einmitt verkfræðingur með M.Sc próf í Véla- og iðnaðarverkfræði.

Kveðja
Einzi

Author:  Leikmaður [ Thu 30. Oct 2003 10:21 ]
Post subject: 

...ég er bara að vinna eins og er, vinn hjá skífunni, í fínu jobbi!!
Kláraði menntaskóla í vor og er að reyna að ákveða mig hvað skal læra í Háskólanum næsta haust!!

Author:  hlynurst [ Thu 30. Oct 2003 10:33 ]
Post subject: 

Lagermella eins og er... fer í skóla um áramót.

Author:  gdawg [ Thu 30. Oct 2003 11:50 ]
Post subject: 

Ég er að læra Verkfræði bílgreina (BEng, Automotive Engineering) í University of Hertfordshire og vinn ekki neitt.

Author:  arnib [ Thu 30. Oct 2003 12:14 ]
Post subject: 

gdawg wrote:
Ég er að læra Verkfræði bílgreina (BEng, Automotive Engineering) í University of Hertfordshire og vinn ekki neitt.

:drool:

ÞETTA langar mig að læra :roll: :roll: :roll:

Author:  Svezel [ Thu 30. Oct 2003 12:49 ]
Post subject: 

Ég er á öðru ári í Rafmagns- og tölvuverkfræði í HÍ ásamt því að sjá um veiðarfæri hjá lítilli útgerð sem ég rek með föður mínum. Svo er ég til sjós á sumrin.

p.s. spennandi nám sem þú ert í gdawg

Author:  bebecar [ Thu 30. Oct 2003 12:50 ]
Post subject: 

Ég vinn á fjármálasviðið við birgðastýringu og rýrnun.

PS, flott hjá þér Gunni að baka kökur fyrir krakkatombólur :clap:

Author:  O.Johnson [ Thu 30. Oct 2003 12:56 ]
Post subject: 

Er á þriðja ári í bifvélavirkjun og er ekki í neinni vinnu.
Er hinnsvegar að leita að vinnu :D

Author:  gstuning [ Thu 30. Oct 2003 13:00 ]
Post subject: 

Gummi

Hvað kostar og svoleiðis, við þurfum að vita allt um þetta nám sem þú ert í,

Because it is the choosen studies of the car nerds

Page 1 of 9 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/