bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Klikkaðasta verðið ...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3192
Page 1 of 1

Author:  Ozeki [ Mon 27. Oct 2003 18:34 ]
Post subject:  Klikkaðasta verðið ...

Ok, það kom tvennt til.

1) mér leiddist og vissi ekkert hvað ég ætti að brasa
2) Það er eitthvað rólegt hérna á spjallinu ...

svo mér datt í hug að pósta hérna nokkrum dæmum sem ég hef dottið yfir varðandi fáranleg verð á notuðum bílum, þið kannksi póstið á móti ykkar dæmum eða fleimið eftir því hvernig liggur á ;-)

Þessi er svo bjartsýnn að það þyrfti einhver að kaupa handa honum jökla-sólgleraugu. Þokkalegir '94 SL600 fást á innan við 20.000 EUR, svona eins og góður 99-2000 540i. Hver vildi ekki selja 2000 540i á 7,4 ! :?
'94 600SL á 7,4

kannski ekki alveg jafn bilað og bensinn, þetta er svona 45.000 EUR/50.000 US. Kannski bara klikkað af því að 7,8 er dágóður stafli af seðlum fyrir 9 ára gamlan amerískan muscle car
94 Viper á 7,8

það varð náttúrulega að taka einn BMW (fyrir utan minn :-))
Ætli'ann fari á 3,2 þessi ... hvað haldið þið ..?
92 850i á 3,2

Author:  Haffi [ Mon 27. Oct 2003 18:37 ]
Post subject: 

rofl 3.2 fyrir 850 ? :)

Author:  uri [ Mon 27. Oct 2003 18:42 ]
Post subject: 

Þetta eru frekar há verð enda skráningarnar gamlar, það sést t.d á því að á 850 bílnum er næsta skoðun 02.

Author:  Jss [ Mon 27. Oct 2003 19:10 ]
Post subject: 

bilasolur.is wrote:
Litur Bleikur


Þetta eykur verðgildi SL600 bílsins náttúrulega alveg rosalega :wink:

Þetta er ekki bleikur fyrir tíkall, nema hann sé orðinn svona veðraður núna

Author:  Logi [ Mon 27. Oct 2003 19:20 ]
Post subject: 

Það er búið að lækka SL600 bílinn niður í 6,9 millur, það er náttúrulega alveg gjafverð :lol:

Author:  Dr. E31 [ Mon 27. Oct 2003 21:22 ]
Post subject: 

humhumm. 3,2mill fyrir 850, eini munurinn á þessum og mínum er að það er minni í sætum og speglum, sama árgerð, ég fékk minn á 1,4mill.
Já, og líka innréttingin lítur svona út núna í þessum bláa:
Image

Author:  joipalli [ Mon 27. Oct 2003 22:32 ]
Post subject: 

Hvað er að!?

Þetta er bara virðingarleysi!

Author:  bebecar [ Tue 28. Oct 2003 09:42 ]
Post subject: 

Ég átti bágt með að verjast hlátri þegar ég sá þetta fyrst, mér finnst þetta bara fyndið og engan veginn passa við svona bíl - eigandinn er vissulega ekki á sama máli.

Author:  Kristjan [ Tue 28. Oct 2003 11:17 ]
Post subject: 

Ég talaði við eigandan á IRC, hann sagði að ég væri öfundsjúkur af því að hann ætti svo flottann bíl en ekki ég... Ég svaraði, jújú bíllinn þinn er flottur fyrir utan innréttinguna.

Author:  bebecar [ Tue 28. Oct 2003 11:25 ]
Post subject: 

Er þetta ekki svokallaður BLING bíll þá?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/