Ok, það kom tvennt til.
1) mér leiddist og vissi ekkert hvað ég ætti að brasa
2) Það er eitthvað rólegt hérna á spjallinu ...
svo mér datt í hug að pósta hérna nokkrum dæmum sem ég hef dottið yfir varðandi fáranleg verð á notuðum bílum, þið kannksi póstið á móti ykkar dæmum eða fleimið eftir því hvernig liggur á
Þessi er svo bjartsýnn að það þyrfti einhver að kaupa handa honum jökla-sólgleraugu. Þokkalegir '94 SL600 fást á innan við 20.000 EUR, svona eins og góður 99-2000 540i. Hver vildi ekki selja 2000 540i á 7,4 !
'94 600SL á 7,4
kannski ekki alveg jafn bilað og bensinn, þetta er svona 45.000 EUR/50.000 US. Kannski bara klikkað af því að 7,8 er dágóður stafli af seðlum fyrir 9 ára gamlan amerískan muscle car
94 Viper á 7,8
það varð náttúrulega að taka einn BMW (fyrir utan minn

)
Ætli'ann fari á 3,2 þessi ... hvað haldið þið ..?
92 850i á 3,2