| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
| Eurotour Adenau + Nürburgring 2008 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=31703 |
Page 1 of 3 |
| Author: | Alpina [ Sun 07. Sep 2008 16:17 ] |
| Post subject: | Eurotour Adenau + Nürburgring 2008 |
Sælt veri fólkið.. smá info um 12 daga ferð er ég og frúin fórum í,, BARA GAMAN Lentum í Frankfurt am Main,, og tókum bílaleigubíl til TAUBER að sækja gula .. Sebastian var vægast sagt fárveikur þannig að við skunduðum á POPP sem nokkrir aðilar kraftsins hafa gist á og etið.. þessar myndir eru teknar um morguninn ,, er við vorum að fara til Adenau..
allt í stíl..
Við gistum á hoteli er heitir .... www.blaueecke.de og mælum eindregið með því,, daginn eftir lentu skúra-bræður og voru einnig á hótelinu ,, í 2 daga,, hér fer myndasýning er lýsir þeirri atburðarrás
nýlentir og beint í sturtu og svo rakleitt á PINNOCCHIO ,, við frúin skiptum með okkur pizzu,, en svipurinn á félögunum þegar þeir sáu stærðina
Hér er svo kominn Þriðjudagur og við upp á braut nýkominn frá LORD ALPINA BARA harður nagli þessi í skyrtunni (( með belginn út í loftið
Team ÍSLAND að fara runnnnnn
Svo heim á hótel og bankað úr brókinni og beint á PISTENKLAUSE þar var mega stemning og margar klúrnar sögur látnar fjúka,, best að flagga þeim ekki opinberlega
Þessi mynd af Bjarka er algert meistarastykki... drengurinn er svo brjálæðislega saklaus þarna og góðmenskan yfirþyrmandi næstum
Frúin að hugsa eitthvað
Eftir að strákarnir fóru í HALLSSON sumarhúsið þá fórum við frúin í alskonar dagstúra.. hér erum við í Bernkastel-Kues sem er í Moseldalnum
Um helgina 29/08-01/09 var haldin... HEIMATFEST í Adenau allir koma saman að drekka bjór og vín osfrv. leiktæki fyrir yngri kynslóðina og margt fleira,,
Þarna var 32 °c
............... 30" felga
,,,,,,,,,,,, MATUR MATUR ,,,,,,,,,,,
|
|
| Author: | bimmer [ Sun 07. Sep 2008 16:25 ] |
| Post subject: | |
Bara góður matur þarna á Blaue Ecke. |
|
| Author: | Alpina [ Sun 07. Sep 2008 16:32 ] |
| Post subject: | |
Hérna eru svo Myndir úr einni kastalaferðinni BURG ELTZ ENGU LÍKT komum að þessu og vissum ekkert,,,,,,,vorum altaf að bíða eftir að sjá borgina
NEI NEI.......
Þetta var ævintýri líkast ...... og BARA bratt að labba niður og upp til baka |
|
| Author: | Einarsss [ Sun 07. Sep 2008 16:35 ] |
| Post subject: | |
meira! fer klárlega svona ferð með konunni einn daginn |
|
| Author: | gunnar [ Sun 07. Sep 2008 16:37 ] |
| Post subject: | |
Flottar myndir, Burg Eltz er einmitt alveg gífurlega flottur kastali, fór þarna einmitt í Eurotour hjá mér. Virkilega gaman að koma þarna. |
|
| Author: | Alpina [ Sun 07. Sep 2008 16:55 ] |
| Post subject: | |
Svo er smá bílabull í lokinn............ var með þetta fína útsýni yfir bílana úr herberginu
BROTHER in arms
Gott að hafa rekist á þennann ........ ótrúlega flottur bíll
Hérna erum við á GP track baka til á planinu,, það var FORMULA RENAULT þessa helgi og 40-50 þúsund manns
Sá ekki nafnið mitt,,,, hmm hlýtur að vera mistök eða eitthvað
....... Töff númer .............
|
|
| Author: | Djofullinn [ Sun 07. Sep 2008 17:12 ] |
| Post subject: | |
hahaha þessi taska er GEÐVEIK |
|
| Author: | Alpina [ Sun 07. Sep 2008 17:34 ] |
| Post subject: | |
Hérna eru 3 F430 Scuderia í mismunandi lit
Heimasmíðaður bíll,,,,,,, ala LOTUS 7,,, nema margfalt flottari og gerðarlegri en CATERHAM eða Westfield
AUDI R8,, alltaf flottur
HENNAROT E30 M3 frá Istanbul,, með sportEvo stólum... eins og nýr 1987 árgerð
........... Hjálmur um hjálm frá hjálmi ----- út í einhverja fíkn og tóma vitleysu að vera sanka svona mörgum að sér,,
GAT ekki áhveðið hvaða hjálma ætti að taka með .. en það fannst lausn á því
,, Árni Sezar ,, gerði þessa
,,,,,, Brynjar ((kópsson-bílaþrif)) gerði hina,,,,,,
ps.... fékk lánaðann hjálminn hjá Þórði og skilaði honum svona ATH ,, Brynjar gerði einnig hjálminn hjá Þórði
......... Frágangur á farartækjum ,, fyrir vetrardvala,,,,,,,,,,
Jæja .. takk að sinni |
|
| Author: | bebecar [ Sun 07. Sep 2008 17:54 ] |
| Post subject: | |
Verulega flottir hjálmarnir hjá ykkur báðum - gaman að sjá menn leggja smá metnað í þetta á svona hjálmum (þó ég vilji nú bara hafa mótorhjóla hjálminn svartann þá gæti ég alveg hugsað mér að hafa hjálm fyrir bíl í svona custom lúkki). Kastalinn er líka magnaður Líka gaman að sjá þú hefur hitt á nokkra spes Renault bíla þarna - fékkstu nokkuð að heyra í þeim? |
|
| Author: | Eggert [ Sun 07. Sep 2008 17:56 ] |
| Post subject: | |
Góðar myndir... þetta hefur örugglega verið helv góð ferð! |
|
| Author: | ömmudriver [ Sun 07. Sep 2008 18:20 ] |
| Post subject: | |
Gífurlega flottur þráður hjá þér Sveinbjörn og þessi M1 stendur alveg uppúr Ertu með bílana í geymslu hjá Tauber eða við hringinn??? |
|
| Author: | bimmer [ Sun 07. Sep 2008 18:27 ] |
| Post subject: | |
ömmudriver wrote: Gífurlega flottur þráður hjá þér Sveinbjörn og þessi M1 stendur alveg uppúr
Ertu með bílana í geymslu hjá Tauber eða við hringinn??? Við erum með græjurnar hér: www.nurburgmotorsport.com |
|
| Author: | Alpina [ Sun 07. Sep 2008 18:29 ] |
| Post subject: | |
ömmudriver wrote: þessi M1 stendur alveg uppúr
Ertu með bílana í geymslu hjá Tauber eða við hringinn??? Þessi M1 var ..já .. alveg í lagi Við þórður leigjum saman stóra skúrinn,, (( allir eru að reyna komast yfir þann skúr ,, en það er þórði að þakka að hann kýldi strax á þetta af áræðni og sagði,, heyrðu ég er búinn að taka tvöfalda skúrinn fyrir okkur http://www.nurburgmotorsport.com/ þú sérð stóra skúrinn á myndinni ..... 3 hurðir við erum með hurðina lengst til vinstri hinar 2 eru verkstæðis aðstaða |
|
| Author: | ömmudriver [ Sun 07. Sep 2008 18:32 ] |
| Post subject: | |
Já ok helvíti gott hjá ykkur, þannig að það er væntanlega mjög stutt í hringinn En er þessi blá E30 M3 að leigja með ykkur?? |
|
| Author: | Alpina [ Sun 07. Sep 2008 18:37 ] |
| Post subject: | |
ömmudriver wrote: Já ok helvíti gott hjá ykkur, þannig að það er væntanlega mjög stutt í hringinn
En er þessi blá E30 M3 að leigja með ykkur?? Já einn af leigjendum þarna,, með ónýtan mótor ((er á leið til TAUBER )) |
|
| Page 1 of 3 | All times are UTC |
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |
|