bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 318IA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3141
Page 1 of 1

Author:  snikkari [ Wed 22. Oct 2003 21:20 ]
Post subject:  BMW 318IA

Ég hef verið að spá í BMW undanfarið, og sá einn 318 í Bílaþing Heklu.
Silfurgráan árg. 2000 ek. 65.000 bílnr. AH-536
Veit einhver eitthvað um þennan bíl ?
Er skynsamlegt að kaupa 1900cc ssk. bmw ?
Mig langar til að fá að vita hvað BMW mönnum finnst um þessa týpu.

Eirikur

Author:  Vargur [ Thu 23. Oct 2003 09:42 ]
Post subject: 

Fínn konubíll :lol:

Author:  bebecar [ Thu 23. Oct 2003 10:05 ]
Post subject: 

Bara mjög góðir bílar - hann er ekki sérlega öflugur en virkar ágætlega ef þú ert ekkert að flýta þér.

Author:  snikkari [ Thu 23. Oct 2003 11:10 ]
Post subject: 

Vita menn eithvað um eyðsluna á þessum bíl ?
Er þetta virkilega bara fínn konubíll og ekkert meira enn það.
Ég eyði ekki 2.4 millj. í konubíl, þá get ég alveg eins fengið mér Skoda Fabia.

Author:  Vargur [ Thu 23. Oct 2003 11:13 ]
Post subject: 

2.4 er líka aðeins of mikið nema að hann sé með leðri og lúgu, ertu að setja bíl uppí.
Eðlilegt staðgreiðsluverð á þessum bíl er svona rétt um 2.0, listaverðið er ekki nema 2.250.-

Author:  saemi [ Thu 23. Oct 2003 11:14 ]
Post subject: 

Þú bara prufar bílinn!

Sumu fólki nægir 1.9L vél, sumu ekki. Það er nú ekki erfitt að komast að eyðslunni, þú bara athugar það í handbókinni þegar þú prufar bílinn. Ég er nokkuð viss um að eyðslan á svona bíl er í kringum 10L innanbæjar, 7-8 utanbæjar.

Sæmi

Author:  bebecar [ Thu 23. Oct 2003 11:21 ]
Post subject: 

Þetta er algjör sparibaukur.

Hann er mjög hljóðlátur, ágætlega sprækur, frábærir aksturseiginleikar, fer mjög vel með mann. Það er erfitt að fá mikið meira "skynsama" bíla.

Hinsvegar myndi ég skoða frekar beinskiptan bíl sem er uppí Bílahöll með leðri og ekinn 60 þús á 1650 þús... Sá bíll er gullfallegur og á fínu verði.

Author:  íbbi_ [ Thu 23. Oct 2003 17:12 ]
Post subject: 

vinur minn átti 318 e46, frábær bíll fyri utan það að hann var alveg gjörsamlega dauður..

Author:  iar [ Fri 24. Oct 2003 12:39 ]
Post subject:  Re: BMW 318IA

snikkari wrote:
Ég hef verið að spá í BMW undanfarið, og sá einn 318 í Bílaþing Heklu.
Silfurgráan árg. 2000 ek. 65.000 bílnr. AH-536
Veit einhver eitthvað um þennan bíl ?
Er skynsamlegt að kaupa 1900cc ssk. bmw ?
Mig langar til að fá að vita hvað BMW mönnum finnst um þessa týpu.

Eirikur


Ég veit ekkert um þetta eintak en minn 318i '01 er til sölu og ég veit allt um hann enda eini eigandinn frá upphafi. ;-)

Snilldarbílar! Varðandi aflið þá er þetta auðvitað ekki nein spyrnugræja (118hö, 1320kg) en aksturseiginleikarnir eru virkilega góðir, svínliggur í beygjum og sjálfskiptingin nýtir aflið mjög vel, sérstaklega þegar þú ert búinn að keyra aðeins í Sport mode þá er hún mjög fljót að aðlaga sig breyttu aksturslagi.

Hér eru myndir og upplýsingar: http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=2325

Eyðslan er um 10L í blönduðum akstri en fer niður í 7L á milli Ak-Rvk.

Vertu endilega í sambandi ef þú vilt spá meira í þessu!

Author:  Moni [ Mon 27. Oct 2003 14:44 ]
Post subject: 

1800 og 1900 vélarnar eru alveg nógu öflugar til að komast frá A til B og fínar í bíla hjá fólki sem á ekki endalausan pening, ódýrir í rekstri og ódyrt að gera við þá og auðvelt (bara 4 cyl og ódýrir varahlutir og nóg pláss í húddinu :D )
Ég hef bara góða reynslu af 318 bílnum sem ég átti...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/