bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvítur reykur dauðans...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3115
Page 1 of 1

Author:  Dinan [ Mon 20. Oct 2003 21:35 ]
Post subject:  Hvítur reykur dauðans...

Fokk, var á Sæbbanum hérna rétt áðan og er að keyra fram hjá endurvinnslunni, keyrir þá gamall svartur Ford Escort fram hjá mér og nattla læt mér ekki segjast það 2svar og botna drusluna mína uppí 120 og hann ennþá fyrir framan mig, þá setur þessi gæji einhverskonar vél í gang sem framkallar þennan GRIÐARLEGA REYK DAUÐANS, ég og einn taxi þarna fyrir aftan görssamlega þurftum að negla niður, sáum EKKERT. Þetta er nattla alveg stórhættulegt (reyndar nokkuð cool) og þessi reykur var ekkert smá lengi að hverfa í þessu logni, öll gatnamótin hjá Húsasmiðjunni voru coveruð í þessum reyk, götuljósin sáust ekki einusinni.
Hefur einhver séð þetta áður eða veit hver þetta er? og hvað í helvítinu notar hann til að búa þetta til???

Author:  Haffi [ Mon 20. Oct 2003 21:36 ]
Post subject: 

ætli eitthvað hafi ekki bara verði að fara í honuM :)

Author:  Djofullinn [ Mon 20. Oct 2003 21:36 ]
Post subject: 

Notar hann ekki bara ónýta vél til þess að búa þetta til :lol:

Author:  Dinan [ Mon 20. Oct 2003 21:39 ]
Post subject: 

Ekki möguleiki að þetta hafi komið úr 1300 vél úr Escort, Reykurinn var svoooo mikill að sko...

Author:  Kull [ Mon 20. Oct 2003 21:42 ]
Post subject: 

Væntanlega ekki orginal vél í honum. Hef séð hann held ég fyrir nokkrum mánuðum, fínn kraftur í honum og massa hljóð. Veit ekki hvort þetta var sami bíllinn.

Author:  Benzari [ Mon 20. Oct 2003 21:43 ]
Post subject: 

Sástu bílinn ekkert aftur? (stopp útí vegakanti) :roll:

Author:  Þórður Helgason [ Mon 20. Oct 2003 23:25 ]
Post subject:  Ísl. met í reyk

Ég á uppskriftina, en hef aldrei gert þetta viljandi.

Dæla bara smávegis af bremsuvökva inní soggreinina, t.d, með rúðupissdælu eða þannig dælu ef hún ræður við hann, og
næstu þrjár götur hverfa í hvítum massaþykkum reyk.

Gerðist einu sinni óvart hjá mér, og ég hef aldrei séð annað eins. Hef stundum pælt í því að gera þetta uppá grín en hefur eins og margt annað gott, ekki gerst.

Auðvitað stórhættulegt í umferð, en svakashow....

Author:  fart [ Tue 21. Oct 2003 08:56 ]
Post subject: 

dude, gaurinn hefur bara snúið fordhræjinu svo svaðalega að heddpakningin hefur gefið sig.

Author:  Dinan [ Tue 21. Oct 2003 17:03 ]
Post subject: 

Ég ætlaði að reyna elta hann en hann stakk mig af framhjá Húsasmiðjunni...

Author:  Jón Ragnar [ Tue 21. Oct 2003 19:11 ]
Post subject: 

ég einmitt sá þetta :D var að pæla hvað í andskotanum þetta var :D ekki um 9 leitið í gær ?

Author:  Kristjan PGT [ Tue 21. Oct 2003 23:43 ]
Post subject: 

Jaaa, ég var nú einu sinni með slökkvitæki út um gluggan hjá félaga mínum, það virkaði helv. vel mar!

Author:  ///MR HUNG [ Wed 22. Oct 2003 01:17 ]
Post subject: 

Þetta hljómar eins og orginal escort einkenni :lol:

Author:  Tommi Camaro [ Wed 22. Oct 2003 22:21 ]
Post subject: 

Á hverju Varst þú REIÐHJ'OLI ef þetta hefur verið 1300 escort þá eru þeir ekki kraftmiklir hvað þá þegar kviknar í þeim :P eða rykur. hámarkshraði á svona escort er bara góður göönguhraði

Author:  Raggi M5 [ Thu 23. Oct 2003 14:02 ]
Post subject: 

Sennilega rétt hjá Fart, þetta lýsir sér alveg einsog Audi-inn hjá mér, var byrjaður að reykja HAEVY þykkum hvítum reyk.

Author:  Benzari [ Thu 13. Nov 2003 00:39 ]
Post subject: 

Sá svona atvik í dag fyrir neðan BYKO í Kópavogi, bíllinn hvarf í mekkinum svo að ég hef ekki hugmynd um hvernig skrjóður þetta var. :D :D :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/