bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Back To The Future https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=311 |
Page 1 of 2 |
Author: | flamatron [ Wed 13. Nov 2002 12:49 ] |
Post subject: | Back To The Future |
Ég var að Horfa á back to the future 2, og tók eftir því að Biff, var akandi um á Bmw 635csi, ![]() ![]() ![]() http://www.bttf.com/cgi-bin/ImageFolio3/imageFolio.cgi?action=view&link=Hill_Valley_Courthouse_Square_2015&image=Courthouse_Square_2015_28.jpg&img=&tt= |
Author: | bebecar [ Wed 13. Nov 2002 13:35 ] |
Post subject: | |
Hmmmm, merkilegt... það er best að horfa á þessar myndir aftur! BIFF greinilega smekk maður, tæki Delorean bílinn alveg í nefið! |
Author: | Djofullinn [ Wed 13. Nov 2002 14:04 ] |
Post subject: | |
Já ég horfði einmitt líka á hana um helgina og tók eftir þessu ![]() |
Author: | Dr. E31 [ Wed 13. Nov 2002 14:52 ] |
Post subject: | |
Fann þetta á netinu, fleiri BMW'ar í fleiri myndum. http://members.ozemail.com.au/~keyser/ |
Author: | flamatron [ Wed 13. Nov 2002 20:53 ] |
Post subject: | |
Sexxan hans sæma orðinn fræg? http://www.bmwworld.com/driving/iceland.htm |
Author: | GHR [ Wed 13. Nov 2002 20:58 ] |
Post subject: | |
flamatron wrote: Sexxan hans sæma orðinn fræg?
http://www.bmwworld.com/driving/iceland.htm Sæmi bara líka, hann sést á baksýnisspeglinum á rúntinum ![]() Fallegur bíll hjá þér Sæmi- ég man eftir honum þegar ég var að læra veðurfræði hjá þér í Flugskóla Íslands, allir flugnemarnir slefuðu yfir honum. |
Author: | saemi [ Wed 13. Nov 2002 23:29 ] |
Post subject: | |
Thehe, takk fyrir það Gummi. Já, þessi náungi hafði samband og vildi fá að skrifa grein um heimasíðuna mína eftir að hafa séð hana. Sem var náttúrulega ekkert mál. Ég er nú ekki viss um samt að maður sé orðinn frægur.. hehe |
Author: | iar [ Thu 14. Nov 2002 01:38 ] |
Post subject: | |
flamatron wrote: Sexxan hans sæma orðinn fræg?
http://www.bmwworld.com/driving/iceland.htm Snilldarsíða! Nota þetta næst þegar útlendinga vantar upplýsingar um Ísland. Hvað er betri auglýsing en sexan hans Sæma? ![]() Jæja.. kannski kvenfólkið.. en allavega.. fín síða! ![]() |
Author: | bebecar [ Thu 14. Nov 2002 09:55 ] |
Post subject: | |
Þetta var gaman að sjá... fín auglýsing maður! Þetta gaf manni nú eiginlega bara hugdettu samt.... keyra hringinn til að keyra hann - ekki endilega til að skoða landið. Hmmmm, road trip Iceland.... hvað ætli það kosti? Veit einhver hvað hringvegurinn er langur? |
Author: | Gummi [ Thu 14. Nov 2002 12:59 ] |
Post subject: | |
Flottar myndir af bílnum hjá þér Sæmi. Þetta er eins og úr Catalog frá BMW. ![]() Mig minnir að hringvegurinn sé eitthvað um 1400km á lengd. Það stendur víst til að hlaupa hann eitthvert sumarið og var þetta talan sem menn komu með. Við ættum kannski að hafa viku hringferð á BMWunum okkar einhverntíman? |
Author: | bebecar [ Thu 14. Nov 2002 13:11 ] |
Post subject: | |
það væri ekki slæm hugmynd, en þetta kostar slatta! |
Author: | Kull [ Thu 14. Nov 2002 13:25 ] |
Post subject: | |
Jú, hann er rúmir 1400 km. Ef bíllin er að eyða 12 á hundraðið í langkeyrslu þá færi maður þetta á tveimur tönkum... |
Author: | bebecar [ Thu 14. Nov 2002 13:33 ] |
Post subject: | |
sirka 16 þús semsagt.... síðan er ótalin gisting og vegafóður! Samt freystandi.... Svo bara fullt af radarvörum og CB talstöðvar! Og slá nýtt met. |
Author: | saevar [ Thu 14. Nov 2002 14:02 ] |
Post subject: | |
Það væri helvíti flott að sjá svona 10 - 15 bimma í röð allan hringveginn. |
Author: | Kull [ Thu 14. Nov 2002 16:54 ] |
Post subject: | |
Gisting og fóður? Keyra þetta nonstop bara, hafa með sér nesti að heiman og létta af sér í tómar gosflöskur ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |