bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
BMW 535i V8 1999 https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3107 |
Page 1 of 1 |
Author: | SE [ Mon 20. Oct 2003 13:24 ] |
Post subject: | BMW 535i V8 1999 |
Tók í þennan skemmtilega bíl í hádeginu, það sem er óvenjulegt við þennan bíl er að hann er beinskiptur. Þetta er mjög gott eintak, lítið ekinn og með talsvert mikið af aukabúnaði. Það var nú ekki farinn það stór rúntur að hægt væri að taka hann mikið til kostanna, enda líka mikil umferð í hádeginu, en hann er að svínvirka og er mjög skemmtilegur akstursbíll. Það eina sem hugsanlega mætti finna að bílnum er hann mætti vera með kassa sem líkist meira kassanum í M5. En ég var alveg sáttur eftir bíltúrinn og gæti alveg hugsað mér að eiga svona tæki. |
Author: | Jss [ Mon 20. Oct 2003 13:38 ] |
Post subject: | |
Held að þeir séu nú ófáir hér á spjallinu sem gætu hugsað sér að eiga svona tæki, allavega hefði ég ekkert á móti því að eiga svona tæki |
Author: | bebecar [ Mon 20. Oct 2003 13:40 ] |
Post subject: | |
Ég skal kaupa hann á víkjandi láni ![]() |
Author: | Alpina [ Mon 20. Oct 2003 18:14 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll ((held að það sé hann)) var keyptur af Herði Sigurgestssyni <<EIMSKIP>> og keyrir hann BARA beinsskipta bíla!!!!! Síðasti eigandi sem ég vissi um var Katrín Fjeldsteð ,,læknir og fyrrv. borgarfulltrúi,, huggulegur bíll og vel búinn en enginn......................................540.............. (((((((((((((((((((segi nú bara svona)))))))))))))))))) Sv.H ![]() |
Author: | bebecar [ Mon 20. Oct 2003 19:00 ] |
Post subject: | |
Það munar nú reyndar nokkuð littlu á hröðun í 100 kmh eða 6.2 sek fyrir 540 á móti 6.9 sek fyrir 535. Hinsvegar hefur 540 100 auka NM sem ætti nú að skila sér afskaplega vel í framúrakstri og slíku. Ég held reyndar að bíllinn sé ENN í eigu Eimskip??? |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 20. Oct 2003 19:19 ] |
Post subject: | |
muhahha ég á NÆSTUM svona ![]() |
Author: | SE [ Mon 20. Oct 2003 21:09 ] |
Post subject: | |
Ég hef því miður ekki samanburðin á 535 og 540 - en vonandi breytist það einhverntímann. En ég get borið hann saman við Benz E420. Þessir tveir bílar eru svipað þungir ca. 1650kg. og með svipaða hröðun í 100km. BMW gefin upp 6,9 - Benz gefin upp 7,2. Báðir bílarnir eru mjög skemmtilegir akstursbílar en með gerólíkan karakter. Benzinn er mjög hljóðlátur, mjúkur og mjög þægilegur í öllum akstri, rífur sig algjörlega áreynslulaust áfram þegar vel er gefið í, liggur vel en hefur lítið fyrir hlutunum. Þetta er einn skemmtilegasti bíll sem ég hef ekið. Biminn er auðvitað líka hljóðlátur og mjúkur í akstri, rífur sig auðvitað áfram þegar vel er gefið í en maður er meira að keyra bílinn, finnur meira fyrir akstrinum. Bæði er það sennilega út af beinskiptingunni og svo heyrir maður meira í vélinni á hærri snúning. Það er allt annar "fílingur" að keyra bimman. Benzinn er einn skemmtilegast bíll sem ég hef ekið og Biminn kemst alveg í flokk með honum þó ólíkur sé eftir þennan stutta prufutúr. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |