Sælir Félagar Góðir
nú er komið að annari keppni sumarsins. Jóakim og Gísli hafa fengið það verkefni að sjá um skráningar fyrir keppnina.
Vinsamlegst sendu okkur eftirfarandi upplýsingar á netfangið
joakim@sund.is
Nafn
Kennitala
Keppnistæki
Flokkur
GSM
tökum einnig á móti skráningum í einkapósti á kvartmíluspjallinu( Kimi og Gilson). nánari upplýsingar í síma 660-0888 Jóakim / 858-7911 Gísli
SKRÁNINGU LÝKUR Á FIMMTUDAGSKVÖLD Á SLAGINU 24:00
þegar skráningu er lokið verður EKKI hægt að skipta um flokk nema að flokkurinn innihaldi aðeins einn keppanda.
dagskrá keppninar verður birt annað kvöld.
Keppnisgjöld verða greidd á æfingu fyrir keppni sem verður á Fimmtudaginn (tími auglýstur síðar)
Enginn fer niðrí pitt fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd
einnig ætla ég að biðja sem flesta að reyna að millifæra keppnisgjöldin
Reikningsnúmerið er:
#1101-26-111199
Kennitala:
# 660990-1199
Keppnisgjaldið er 2500kr
KOMA MEÐ KVITTUN ÚR HEIMABANKA
það þarf að greiða keppnisgjöld í síðasta lagi á fimmtudagsæfinguni
Keppendur undir 18 ára aldri þurfa skriflegt leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum
Muna eftir
Tryggingarviðauka, félagsskírteini og
ökuskírteini, þarf að sýna þetta þrennt
Jæja strákar, það var EINN BMW sem tók þátt í síðustu keppni, endaði í öðru sæti í sínum flokk... Trúi ekki öðru en það verði fleiri núna!