bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW 645Ci reynsluakstur í Autoexpress
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=3059
Page 1 of 1

Author:  Jói [ Thu 16. Oct 2003 10:39 ]
Post subject:  BMW 645Ci reynsluakstur í Autoexpress

BMW 645Ci var prófaður á dögunum af autoexpress. Þeir virðast vera mjög ánægðir með hann, þrátt fyrir að væntingar þeirra hafi verið mjög miklar, enda þarf þessi bíll að fylla upp í það gat sem gamla sexan skildi eftir sig 1989.

Image

Image

Image

Author:  Logi [ Thu 16. Oct 2003 10:43 ]
Post subject: 

Ég kaus "allt í lagi" en mér finnst gamla sexan MIKLU flottari!

Author:  Jói [ Thu 16. Oct 2003 10:46 ]
Post subject: 

E34 M5 wrote:
Ég kaus "allt í lagi" en mér finnst gamla sexan MIKLU flottari!


Ég held að flestum finnist það líka, sérstaklega útaf sexunni hans Sæma sem er flottasta sexan í heiminum.

Author:  bebecar [ Thu 16. Oct 2003 10:48 ]
Post subject: 

Ég kaus, gamla sexan var miklu flottari. En mér finnst nýja sexan samt MJÖG flott en skottið samt afskaplega ílla heppnað.

Author:  Logi [ Thu 16. Oct 2003 10:55 ]
Post subject: 

Þessi nýju skottlok hjá BMW eru bara hreinasta hörmung. Punktur.

Author:  SE [ Thu 16. Oct 2003 14:01 ]
Post subject: 

Ég kaus nú ekkert sérstakur og þá er ég bara að dæma út frá "looki". Ég efast ekkert um akstursgæði bílsins........ enda kemur hann vel út.
En hönnunin/lookið er ekki að gera neitt fyrir mig núna, getur e.t.v. breyst.....

Author:  Jss [ Thu 16. Oct 2003 14:06 ]
Post subject: 

Mér finnst þessi bíll bara alveg rosalega flottur enda kaus ég besta valmöguleikann (fyrir bílinn)

Author:  SE [ Thu 16. Oct 2003 14:15 ]
Post subject: 

Hann er flottur á hlið og að innan en fram- og afturhluti eru ekki alveg að gera sig.

Author:  O.Johnson [ Thu 16. Oct 2003 14:54 ]
Post subject: 

Með tiliti til aksturánægju efast ég ekki um að sexan sé algör snild.
En útlitslega séð er hann algjör viðbjóður á alla staði. Framendinn, skottið,
hliðarna og innrétingin finnst mér ekki flott á neinn hátt.

Author:  rutur325i [ Thu 16. Oct 2003 18:37 ]
Post subject: 

mér finnst þetta töff bíll

Author:  Schulii [ Thu 16. Oct 2003 19:59 ]
Post subject: 

engin spurning hjá mér.. finnst þetta mjög flottur bíll í alla staði.

skoðun mín á nýju bimmunum og Chris Bangle er stöðugt að verða betri og betri, úr því að vera "SHIT, þetta er ekki BMW lengur" í það að vera "Ég er stoltur af að vera áhugamaður um BMW í dag" :D

Author:  bebecar [ Thu 16. Oct 2003 20:51 ]
Post subject: 

Það er nefnilega málið - BMW hefur söðlað nokkuð oft um útlitslega og ég held það sé einmitt málið við að "vera" BMW - svo framarlega sem þeir halda í nýrun!

Author:  iar [ Fri 17. Oct 2003 14:16 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Það er nefnilega málið - BMW hefur söðlað nokkuð oft um útlitslega og ég held það sé einmitt málið við að "vera" BMW - svo framarlega sem þeir halda í nýrun!


Og eitthvað smálegt annað eins og Hofmeister. ;-) Reyndar minnir mig að það hafi klikkað á E36 touring... en Nýrun eru málið! Eins og Sæmi orðaði það svo vel hér um árið: "Nýrun maður.. nýrun!" :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/