bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig tekur maður nýrun af E34?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=297
Page 1 of 2

Author:  Djofullinn [ Sat 09. Nov 2002 15:58 ]
Post subject:  Hvernig tekur maður nýrun af E34?

takk :)

Author:  Guest [ Sat 09. Nov 2002 17:31 ]
Post subject: 

Kúbein og sleggja?

Author:  Djofullinn [ Sat 09. Nov 2002 19:59 ]
Post subject: 

Ég prófaði það, en bíllinn er bara allur beyglaður og rispaður eftir þetta... :D
Veit ekki einhver hvar skrúfurnar eru og hvernig maður kemst að þeim?

Author:  GHR [ Sat 09. Nov 2002 22:17 ]
Post subject: 

Hvernig spyrðu maður :D Minnsta mál í heimi
Það eru bara ,,smellur'' sem halda þessu (allavega þegar ég sprautaði nýrun gyllt á þínum gamla þá fór ég bara með mjótt skrúfjárn meðfram köntunum (mjög rólega og passa ýta ekki of langt)
Þetta er líka svoleiðis á 750 bílnum (örugglega bara svona ,,smellur'' sem halda þessu - nóg að ýta með skrúfjárni niður á þær)

Author:  Djofullinn [ Sat 09. Nov 2002 22:20 ]
Post subject: 

ÓÓ, það var orðið dimmt þegar ég skoðaði þetta, takk Gummi :)

Author:  Bjarki [ Sun 10. Nov 2002 00:26 ]
Post subject: 

Hvað eru nýru á bíl??? ég hef aldrei heyrt þetta áður. :?:

Author:  saemi [ Sun 10. Nov 2002 11:43 ]
Post subject: 

Nýrun maður.. nýrun! Aðalsmerki BMW ásamt afturglugganum ofl.

Það eru þessi 2 krómstykki í miðjunni framan á bílnum. Partur af grillinu, þau eru kölluð nýru.

Reyndar hafa þau nú breyst það mikið í útliti með árunum, að í dag er ég ekki svo viss um að þetta væri kallað nýru...

Author:  iar [ Sun 10. Nov 2002 13:43 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Nýrun maður.. nýrun! Aðalsmerki BMW ásamt afturglugganum ofl.

Það eru þessi 2 krómstykki í miðjunni framan á bílnum. Partur af grillinu, þau eru kölluð nýru.

Reyndar hafa þau nú breyst það mikið í útliti með árunum, að í dag er ég ekki svo viss um að þetta væri kallað nýru...


Sammála, Nýrun maður.. nýrun!! :lol:

Nýrun eru víst búin að vera til síðan 1933 þegar þau komu á 303 bílnum, sem reyndar var líka fyrsti 6 cyl bíllinn þeirra og heil 30 hestöfl! :-)

Aftur-hliðarglugginn heitir víst í höfuðið á einhverjum, man ekki hverjum... þarf að kíkja í geymsluna við tæifæri og grafa upp blað sem ég á sem sagði eitthvað frá því dæmi.

Author:  iar [ Sun 10. Nov 2002 22:12 ]
Post subject: 

iar wrote:
Aftur-hliðarglugginn heitir víst í höfuðið á einhverjum, man ekki hverjum... þarf að kíkja í geymsluna við tæifæri og grafa upp blað sem ég á sem sagði eitthvað frá því dæmi.


Hofmeister kink er hnykkurinn á aftur-hliðarglugganum víst kallaður í höfuðið á Wilhelm Hofmeister sem var aðalhönnuður BMW á 7. áratugnum og átti meðal annars þátt í hönnuninni á Neue Klass bílunum sem voru grunnurinn að bílunum eins og þeir eru í dag (3,5 og 7 þ.e.a.s.). Þar kom Hofmeister kink-ið líka fyrst fram.

Vissi að ég hefði einhverntíman lesið þetta og bara varð að grafa það upp. :-)

Author:  saemi [ Mon 11. Nov 2002 00:06 ]
Post subject: 

Jújú, Bæverski kinkurinn :) Það passar, hann kom fyrst fram á 3200cs coupe bílnum og "New class" 1500 sedan bílnum í Frankfurt árið 1961.

Annars las ég að nýrun hefðu fyrst komið fram á Dixi bílnum árið 1927

Svo má nefna hin fjögur kringlóttu ljós, það hefur líka verið aðalsmerki BMW, og leið til að greina "aflmeiri bíla frá hinum", eins og gert var t.d. á E21 þristunum.

... Eins og einhver hafi áhuga á þessu... hvað þá gaman :idea:

Sæmi sick

Author:  iar [ Mon 11. Nov 2002 00:12 ]
Post subject: 

saemi wrote:
... Eins og einhver hafi áhuga á þessu... hvað þá gaman :idea:

Sæmi sick


Þokkalega! Ekkert smá gaman að grafa aðeins í söguna! Spurning að taka eitthvað saman fyrir næstu (innanhúss) samkomu.

Author:  bebecar [ Mon 11. Nov 2002 09:40 ]
Post subject: 

Ég vissi nú ekki þetta með afturgluggan, er það hlykkurinn semsagt neðarlega á rúðunni? Nice touch, hafði aldrei leitt hugann að því að þetta væri eitthvað spes og á þeim öllum.

Author:  iar [ Mon 11. Nov 2002 10:28 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ég vissi nú ekki þetta með afturgluggan, er það hlykkurinn semsagt neðarlega á rúðunni? Nice touch, hafði aldrei leitt hugann að því að þetta væri eitthvað spes og á þeim öllum.


Nokkuð sniðugt :-)

Svo hafa Hondubrökin og fleiri verið að apa eftir þessu...

Author:  GHR [ Wed 13. Nov 2002 20:48 ]
Post subject: 

Ég hringdi í dag í bæði B&L og Tækniþjónustu Bifreiða -var að leita mér að einu nýra í minn bíl (annað nýrað er orðið ljótt hjá mér). Það sem kom mér verulega á óvart var það að þeir könnuðust ekkert við orðið ,,nýra'' sögðust aldrei hafa heyrt þetta áður í sambandi við BMW. Ég hélt að þetta væri bara heitið á þessum part -allavega á ensku heitir þetta ,,kidney'' og flestir sem ég veit um kalla þetta nýra
Þeir kölluðu þetta bara ramma :?

Skrýtið??????????????????


p.s. fyrst maður er nú að tala um þetta, á nokkur nýra í E32 (breiða grillið) - þarf annars að sparsla í hitt og sprauta svart yfir krómið (sem ég vill helst ekki)

p.s.s Hvort finnst ykkur flottara : Króm eða svart nýra?

Author:  saemi [ Wed 13. Nov 2002 23:31 ]
Post subject: 

Humm, mér finnst nú að það eigi bara að rassskella þá uppi í umboði...

Ég er að fara uppeftir á morgun, ég skal skamma þá :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/