Ég er svona "plain" maður í græjum. Ég skil svosum alveg þessa græjumaniu upp að vissu marki. Ég næ ekki því að sumt fólk sé að eyðileggja í sér heyrnina með einhverri vitleysu, en venjulegt bassabox skil ég.
Mér finnst þó að það sé engan veginn hægt að smella svoleiðis í bílinn, þegar mér finnst feikinóg að hafa góða hátalara og magnara ef tækið er ekki nógu öflugt.
Af því sem ég hef prufað fannst mér eiginlega bestu græjurnar í M5-inum sem ég átti.
Þessir infinity hátalar afturí voru að gera mjög góða hluti varðandi bassa. Það var búið að setja þá til auka við þá sem voru fyrir í afturhillunni. Ég tengdi svo 2 rása magnara í þá úr þessum fína MP3 jensen spilara sem ég keypti úti á einhvern 8000 kall og þetta virkaði þrusuvel. ... allavega fyrir mig

Var svo bara með venjulegu tenginguna í hina hátalarana, sem voru original nema hvað ég setti aðeins stærri Rockford hátalara í kick panelinn.
Ég er mikill "stock police" maður í innréttingarmálum, vil ekki sjá eitthvað óggisslegt tæki eða hátalara í bílnum. Það er að skapa smá vandræði í bílnum hjá mér núna, þar sem það passa ekki venjuleg tæki í E38 græju-slottið. Og ég vil eiginlega ekki eyðileggja þetta original setup.
Þannig að ég verð eiginlega að fá mér magasín í skottið, en það er vandamál ef maður vill fá MP3 spilara og geta flett í folderum.. það passar ekki við displayið í bílnum

Einnig er magnarinn ekki nógu sterkur... er svona með eitt og annað í sigtinu.
Jæja.. er farinn að sofa!
Sæmi