bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvernig á að breyta um tungumál í aksturtölvunni?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=296
Page 1 of 1

Author:  hlynurst [ Fri 08. Nov 2002 19:52 ]
Post subject:  Hvernig á að breyta um tungumál í aksturtölvunni?

Þótt að maður sé nú stúdent í Þýsku þá verð ég að viðurkenna að maður er ekki alveg klár á því hvað tölvan er að væla þegar hún segir að hin og þessi ljós séu defekt. Og þar að auki fynnst mér þýskan eitt leiðinlegast tungumál sem til er. En vitiði hvort það sé hægt að breyta um tungumál í þessum tölvum? Það var einhver að segja mér að það væri hægt með því að ýta á hina og þessa takka... nú er það bara spurningin hvort einhver viti eitthvað meira um þetta???

Author:  Djofullinn [ Fri 08. Nov 2002 20:53 ]
Post subject: 

Þú setur svissin á stöðu 1, og heldur síðan takkanum á mælaborðinu inni (ekki takkinn til að núllstilla kílómetrana heldur hinn) þangað til tungumálið breitist

Author:  Gunni [ Sat 09. Nov 2002 01:24 ]
Post subject: 

humm...ég held að ég sé bara með einn takka.....

Author:  Haffi [ Sat 09. Nov 2002 03:51 ]
Post subject: 

tjahh ég er nú ekki með einn digital staf í mínum bíl :oops: nema radarvarinn, spilarinn og síminn :)
Best að halda þessu einföldu :twisted:

Author:  hlynurst [ Sat 09. Nov 2002 12:24 ]
Post subject: 

Humm... sama vandamál hjá mér og hjá Gunna. Það er bara einn takki sem maður getur ýtt á og hann er til þess að núllstilla kílómetramælinn. Er þetta ekki bara fyrir 500 bílana? Ég er með E36 bíl þannig að það er kannski eitthvað öðruvísi fyrir þá. Þessi helvítis þýska er alveg óþolandi... :(

Author:  GHR [ Sat 09. Nov 2002 12:40 ]
Post subject: 

Þetta virkar á mínum :D (fullt af tungumálum sem maður getur valið á milli)
Ef þetta er eitthvað öðrivísi hjá ykkur, þá er bara að kíkja á manual-inn og athuga hvernig þetta er gert, eða tala við þá niðri B&L/T.B

Author:  Bjarki [ Sat 09. Nov 2002 13:46 ]
Post subject: 

Takkin í mælaborðinu er fyrir check controlið þ.e. bilanatölvuna svo ef maður vill breyta tungumálinu í aksturstölvunni þá á maður að halda inni takkanum í stefnuljósarofanum.
Þannig er það allavega fyrir e32 og e34 þekki ekkert inn á e36.

Author:  Djofullinn [ Sat 09. Nov 2002 15:17 ]
Post subject: 

Sorry, ég hélt að þetta væri eins á E36... allavega virkar mín aðferð á E32 og E34 :)

Author:  Kull [ Sat 09. Nov 2002 17:43 ]
Post subject: 

Að halda inni takkanum á stefnuljósarofanum virkar ekki fyrir mig. Það sem ég hef lesið þá á að halda inni mælaborðstakkanum til að breyta um tungumál á E34 en sá takki er dottinn úr sambandi hjá mér þannig að ég get ekki breytt :(

Author:  Flicker [ Sat 09. Nov 2002 19:09 ]
Post subject: 

Ég fann þetta á netinu...
vonandi hjálpar þetta einhverjum... á eftir að testa þetta á mínum

http://home.att.net/~ebaines/e36_obc.htm
http://home.att.net/~ebaines/language.htm

Author:  hlynurst [ Sun 10. Nov 2002 14:33 ]
Post subject: 

Þetta er snilld. Ég fer að prufa þetta bara núna!

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/