bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Tækniþjónusta bifreiða. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=293 |
Page 1 of 1 |
Author: | Gummi [ Fri 08. Nov 2002 13:35 ] |
Post subject: | Tækniþjónusta bifreiða. |
Í dag fór ég í tækniþjónustu bifreiða til að kaupa klossa og þreifara. Það er nú kannski ekkert merkilegt en þegar ég er búinn að kaupa klossana þá segir Hafþór í TB mér frá hugmynd sem hann og stofnendur þessa klúbbs hafi viðrað nú í haust. Hugmyndin er að hafa dag, kannski í vor, þar sem félögum þessa klúbbs gefst tækifæri til að láta mæla (í dyno) kraft Bimmanna sinna. Hinir hæstvirtu stofnendur þessa klúbbs þurfa víst bara að ræða þetta við þá hjá TB til að fá öll smáatriði á hreint en þar er víst talsverður áhugi á samstarfi. Ef af þessu verður þá væri þetta alveg frábært til að mæla mun með eða án kubba og tölvu frá Gstuning. Einnig nefndi Hafþór að þeir séu að spá að veita öllum félögum í þessum klúbb fastan 15%afslátt hjá sér og gaf hann mér einmitt 15% af því sem ég keypti því hann hélt ég væri einmitt meðlimur. Ég er alveg gríðarlega ánægður með þetta og verð að öllum líkindum fastakúnni hjá TB. ![]() Þessu kem ég hér með á framfæri og þurfa stofnendurnir bara að ræða þetta við þá hjá Tækniþjónustu Bifreiða. |
Author: | bebecar [ Fri 08. Nov 2002 14:19 ] |
Post subject: | |
Það er ekkert nema nice hjá þeim að bjóða þetta. Ég veit þeir hafa boðið rallköppum uppá þetta fyrir keppnir og þetta er bara hið besta mál. Ég er búin að skipta nokkuð við þá og ég er bara mjög sáttur við þá og þeirra þjónustu. Mjög liprir, hjálpsamir og alltaf til í að svara manni þegar maður er að spá eitthvað. |
Author: | saemi [ Fri 08. Nov 2002 16:25 ] |
Post subject: | |
Já, ég er sammála, þeir eru mjög liprir og almennilegir. Ég fór með ECU úr 635csi bílnum mínum til þeirra í fyrradag, því það asnaðist til að leka vatn inn í það. Var að vona að það væri hægt að gera við það, en ekki var það svo. Hafþór var samt ekkert nema almennilegheitin, og það eru ekki allir sem hefðu kíkt á þetta fyrir mig. Jæja, þá er bara að fá nýtt ECU í vetur, fyrir sumarið næsta ![]() sæmi |
Author: | hlynurst [ Fri 08. Nov 2002 19:49 ] |
Post subject: | |
Alltaf gaman að heyra um góða þjónustu. Engin spurning að maður beinir viðskiptunum þangað næst. En vonandi þarf maður sem minnst að gera það... það er óþolandi að keyra á bílnum þegar eitthvað virkar ekki og er bilað. ![]() |
Author: | Gunni [ Sat 09. Nov 2002 01:23 ] |
Post subject: | |
já þið segið það. ég hef reyndar sjálfur aldrei talað við TB. ég reyndi að tala við þá uppá afslátt og eitthvað, sendi þeim email en þeir svöruðu aldrei. Gunni og Stefán gstuning strákar töluðu við þá uppá dyno daginn og það. þetta er alltsaman mjög sniðugt. en samt hefur maður heyrt leiðinlegar sögur um þá. t.d. þegar bíllinn hans daníels var vitlaust bilanagreindur og svo síðast fór einn meðlimur klúbbsins til þeirra og þeir fundu ekki meinið. þeir tengdu hann í bilanatölvu og skiptu um kerti og hann borgaði 15 þú skall fyrir það. svo kom á daginn að það var vatn í bensíntanknum. bifvélavirkjar hljóta að vita hvernig það lýsir sér ![]() en sjálfur hef ég enga reynslu af þeim og vill alls ekki vera með neinn róg um þá. mér finnst þetta mjög gott framtak og gæti alveg hugsað mér að fara til þeirra með einhverjar viðgerðir. kveðja, Gunni |
Author: | GHR [ Sat 09. Nov 2002 12:48 ] |
Post subject: | |
Ég segi það sama og Gunni -hef ekkert skipt við þá(nema keypt þá varahluti), en ég hef fulla trú á þeim. Hef oft talað við þá í gegnum síma um hitt og þetta og þeir vita alveg hvað þeir eru að segja ![]() Hins vegar er ég mjög á móti B&L, þeir á verkstæðinu eru fínir en hinir.....? Varahlutalagerinn er alltof dýr og þeir gefa manni aldrei afslátt. Hef stundum farið þangað og látið athuga með verð á hinum og þessum pörtum og ég fæ aldrei sömu töluna uppgefna aftur á sama hlutinum (4000 kr. og síðan næst 18.000 o.s.frv) Ég ætla bara að skipta við T.B í framtíðinni, nema maður neyðist til annars ![]() |
Author: | Bjarki [ Sat 09. Nov 2002 13:43 ] |
Post subject: | |
Ég bið alltaf um afslátt þegar í varahlutadeildinni hjá B&L og það hefur bara tekist einu sinni og þá fékk ég 5% afslátt. |
Author: | Bjarki [ Fri 10. Jan 2003 20:03 ] |
Post subject: | |
Keypti mér stykki í bílinn hjá Tækniþjónustu Bifreiða í dag og fékk 15% afslátt út á klúbbinn! Þeir fá stig hjá mér ![]() |
Author: | Elli Valur [ Fri 10. Jan 2003 20:19 ] |
Post subject: | |
Hvað eru þið að væla með B&L ég fæ alltaf aflátt 5-20% eftir því hvernig skapi þeir eru í Reyndar þá borga ég allt í seðlum ![]() |
Author: | Bjarki [ Fri 10. Jan 2003 20:36 ] |
Post subject: | |
Þú hlýtur að vera í B&L ættinni eða þekkja þá eitthvað þarna ég reyni alltaf að vera nice og bið svo um smá afslátt. Jólaafslátt, námsmannaafslátt, BMW-eigenda afslátt o.s.frv en allt kemur fyrir ekki nema einu sinni og þá var ég svo ánægður að ég keypti líka hjá þeim lyklakippu á 2þús þannig að þeir bara græddu á því að gefa mér 5% afslátt! Alltaf þegar ég er að versla í svona litlum sérvöruverslunum þá bið ég alltaf um afslátt og fæ nánast án undantekninga 5-10% afslátt en það munar um minna þegar allt er tekið saman. |
Author: | Logi [ Sat 11. Jan 2003 22:40 ] |
Post subject: | |
Ég hef ekkert nema gott um Hafþór í TB að segja. Mjög góð þjónusta og fín verð á varahlutum. Hins vegar í sambandi við B&L þá tilkynnti ég þeim í maí á síðasta ári að ég myndi aldrei versla við þá fyrir eina einustu krónu framar. Ég hafði nokkrum sinnum lennt í frekar lélegri þjónustu hjá þeim, en mælirinn fylltist í maí. Það tók mig 3 vikur að fá hjá þeim uppgerðarsett í bremsudælurnar að aftan! Hringdi nánast á hverjum einasta virka degi í tvær vikur og þetta var alltaf að koma daginn eftir að þeirra sögn. Fékk reyndar annað settið eftir tvær vikur og þurfti að bíða í viku í viðbót eftir seinna settinu. Þegar það svo kom spurði ég kurteisislega hvort ég fengi ekki smá afslátt vegna þess hversu lengi ég þurfti að bíða. Þá sagðist afgreiðslumaðurinn ekki geta gert það. En sagði við mig að ég þyrfti ekki að borga hraðsendingarkostnaðinn fyrir seinna settið!!!! ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |