bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Ertu með einhverjar græjur í bílnum þínum?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2911
Page 1 of 3

Author:  Kristjan [ Sat 04. Oct 2003 17:59 ]
Post subject:  Ertu með einhverjar græjur í bílnum þínum?

Ég er þannig að ég hef sjúklega áráttu að kaupa mér græjur, hvort sem það er í stofuna eða í bílinn. Ég er búinn að vera safna græjum í Voffann frá því að ég fékk hann, daginn eftir að ég verslaði bílinn var ég kominn með Alpine SPR-694A afturí og SPR-176A frammí, svo var ágætis V12 magnari afturí til að knýja allt settið áfram. Ég var með sæmilegan geislaspilara í gömlu druslunni sem ég átti á undan voffanum en hann dugði þó skammt þar sem hann var orðinn gamall og ég var ekki að fá soundið sem hátalaranir áttu að skila. Svo ég dreyf mig niður í Ásco um daginn og verslaði mér CDA-9812RR. Núna er ég loksins kominn með ágætis græjur en þó finnst mér eitt vanta... Bassa

Allir kannast við það að vera búnir að eyða stórfé í bílgræjur en vanta alveg nestu tíðnina, það sem mig langar að kaupa mér er MRD-M500 mono magnarinn og SBR-1241SB Tólf tommu keilan í boxi. Svo verður væntanlega keyptur 1-1.5 farads þéttir sem ég annað hvort sem fyrir framan báða magnarana eða þá bara bassann.

Endilega komið með hugmyndir um hvort ég ætti að fá mér einhvern annan ódýrari/betri dýrari/betri bassa. Og segið frá ykkar eigin græjum.

Author:  ofmo [ Sat 04. Oct 2003 18:04 ]
Post subject: 

:twisted: :twisted: :twisted: Rockfor Fosgate :twisted: :twisted: :twisted:
ÞAÐ EINA SEM VIRKAR RÉTT!

Author:  Kristjan [ Sat 04. Oct 2003 18:24 ]
Post subject: 

Ég hef átt Rockford Fosgate RFX 8350 í 3 ár og soundið úr honum var nú ekkert til að hrópa húrra fyrir en hann bilaði þó aldrei ef ég dreg frá að RCA out á honum leiddi út

Author:  BMW 318I [ Sat 04. Oct 2003 23:18 ]
Post subject: 

Ég á ekki bíl sem stendur en sumarið sem ég fékk bílprófið og bílin minn þá keypti ég mér dýran spilara Kenwood KDC-PS9080R og kicker magnara KX 300.4 200W 16cm hátalara frammí og 320W 6*9" afturí svo klessti ég bílin og seldi allt nema spilaran svo fékk ég bimman fyrir þetta sumar og keypti mér nýan magnara Kenwood KAC-PS650D og 170W 13cm hátala frammí Kenwood KFC-P503 og 220W 17cm hátalara aftuí Kenwood KFC-1787 og 10" 1000W keilu Kenwood KFC-W1025DB þannig eins og sést er ég allur í kenwood en þetta fór aldrey í bimman því ég fékk ekki mótor í hann svo ég varð að láta hann fara en ég á góðar græjurí bíl er það ekki fín byrjun

Kenwood KDC-PS9080R
Fann ekki mynd

Kenwood KAC-PS650D
Image

Kenwood KFC-P503
Image

Kenwood KFC-1787
Image

Kenwood KFC-W1025DB
Image

Author:  Schulii [ Sat 04. Oct 2003 23:18 ]
Post subject: 

loksins einhver almennileg umræða um þetta mál..

í gamla X bílnum mínum var ég með heimasmíðað box sem vinur minn, snillingurinn, smíðaði og hann einmitt lagði áherslu á að fá alvöru bassa í bílinn.

Hann talaði um að bílgræjur almennt væru ekki vel hannaðar miðað við stærð herbergisins sem þær ættu að vera í.

Lágtíðni bassabylgja, og þá er ég að tala um t.d. 15hz sem er lægsta C-nótan í Hallgrímskirkjuorgelinu, er eitthvað sem ég HEYRI ekki heldur FINN. Það er þegar buxnaskálmarnar byrja að blakta og ég finn einhvern víbring í líkamanum sem segir mér að eitthvað mikið afl sé að valda honum.

Svona lágtíðni bylgja er mjög stór og þarf mikið rými. Í bíl er mjög erfitt að fá svona bylgju til að skila sínu hlutverki. Hinsvegar að með þessa vitneskju í farteskinu tókst honum að smíða bassabox sem gerði einmitt þetta. Því miður þá tókst mér að eyðileggja það með því að festa það ekki nógu vel í bílnum og það var að hendast til og frá í skottinu sem endaði með því að ég reif annan pappann í öðrum hátalaranum.

Þetta box keyrði ég með Alpine V12 magnara sem er einhver 400watt held ég og dugði það mjög vel. Í dag er ég með 3x10" MTX box og 700 watta magnara og þetta sett nær engan veginn þessari lágu tíðni sem hitt setttið var að gera. Ég er búinn að prófa allt. Þ.e.a.s að stilla crossoverinn á lægri tíðni og breyta Phase-inu og bla bla bla.

Ég ætla ekki að segja að það sé ekki góður bassi í bílnum. Það er t.d. greinilega töluvert meira power í bassa sem er yfir ca.30hz heldur en var í hinum bílnum en það er ekki það sem ég er að leita að. Ég veit ekki hvort ég persónulega ætla að fá mér svona box aftur. Það kostar smá aðgerð og tíminn verður bara að leiða það í ljós. Ég veit bara að þetta er hægt.

Author:  BMW 318I [ Sat 04. Oct 2003 23:25 ]
Post subject: 

ef þú villt fá svona lága tíðni þá villtu fá eins stórt box og keilan þolir því stærra box því lagri tíðni nær keilan

Author:  hlynurst [ Sun 05. Oct 2003 00:26 ]
Post subject: 

Bahh.... ég er bara með orginal í bílnum mínum. Meira að segja kasettutæki sem er ekkii að gera góða hluti. :D

Author:  Schulii [ Sun 05. Oct 2003 00:32 ]
Post subject: 

BMW 318I wrote:
ef þú villt fá svona lága tíðni þá villtu fá eins stórt box og keilan þolir því stærra box því lagri tíðni nær keilan


þetta þarf ekki endilega að vera málið!!

..ég var með 2 x 8" keilur í boxi sem var ca 75 x 40 x 40 og það var boxið sem náði þessarri lágu tíðni. Það var algjörlega loftþétt og önnur keilan snéri útúr boxinu en hin inn í það.. headscratching dæmi en það virkaði :)

Author:  Jss [ Sun 05. Oct 2003 00:46 ]
Post subject: 

Að baki bassaboxhönnunar liggja ýmsar reikniformúlur, sem taka inn í reikninginn stærð og gerð keilu og í raun flest annað sem viðkemur henni, síðan eru boxin oft "tjúnuð" að ákveðinni tíðni, t.d. í hávaðakeppnum þá er fundin út sú tíðni sem virkar best í bílnum og boxin síðan tjúnuð þannig að þau skili þeirri tíðni sem best þótt það komi niður á almennum hljómgæðum á flestum/öllum öðrum tíðnum.

Annars grunar mig að það séu menn mér fróðari um þessi mál hér á spjallinu og bið ég þá að leiðrétta ef ég fer með rangt mál og kannski þá að útskýra þessa hluti betur.

Author:  íbbi_ [ Sun 05. Oct 2003 00:47 ]
Post subject: 

ég er alltaf alveg alveg sér á báti... vill ekki sjá bassabox og keilur í minn bíl. hann er orginal með 6hátalara kerfi sem er nú alveg fínt að hlusta á, skoðið marga þessara svaka græjubíla, græjurnar búnar að hrista alla innrétinguna í sundur, ssérstaklega algengt á imprezum virðist vera

Author:  bebecar [ Sun 05. Oct 2003 01:10 ]
Post subject: 

Sama hér.. ég er að leita að neutral sándi... Ég þoli ekki þetta bassbúmm alltaf. Eðlilegt hljóð takk fyrir og ég hef það, bæði heima og í bílnum.

Græjurnar í Phaeton voru einmitt svona, sama hvernig ég stillti þær - alltaf of mikill bassi.

Þetta á bara heima í heimabíókerfum finnst mér... nema auðvitað maður hlusti á "bassamúsík" eða er ádíófíla. Þá er maður að hlusta á sándið en ekki músíkina, þannig að ég skil sosem alveg hvað menn eru að fara. En þetta er ekki fyrir mig.

Author:  Jss [ Sun 05. Oct 2003 01:17 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Sama hér.. ég er að leita að neutral sándi... Ég þoli ekki þetta bassbúmm alltaf. Eðlilegt hljóð takk fyrir og ég hef það, bæði heima og í bílnum.

Græjurnar í Phaeton voru einmitt svona, sama hvernig ég stillti þær - alltaf of mikill bassi.

Þetta á bara heima í heimabíókerfum finnst mér... nema auðvitað maður hlusti á "bassamúsík" eða er ádíófíla. Þá er maður að hlusta á sándið en ekki músíkina, þannig að ég skil sosem alveg hvað menn eru að fara. En þetta er ekki fyrir mig.


En þú ert nú samt dálítill græjukall er það ekki? Allavega minnir mig það endilega, (Sennheiser headphone og eitthvað audiofile dót, (alvöru dót)).

Það er alveg geggjað sánd í sennheiser headphone-um og myndi ég vilja hafa þannig sánd í bílnum hjá mér, maður sér til hvernig tekst til og hvort maður fari að henda pening í hljóðkerfi í bílinn. :?

Author:  saemi [ Sun 05. Oct 2003 01:30 ]
Post subject: 

Ég er svona "plain" maður í græjum. Ég skil svosum alveg þessa græjumaniu upp að vissu marki. Ég næ ekki því að sumt fólk sé að eyðileggja í sér heyrnina með einhverri vitleysu, en venjulegt bassabox skil ég.

Mér finnst þó að það sé engan veginn hægt að smella svoleiðis í bílinn, þegar mér finnst feikinóg að hafa góða hátalara og magnara ef tækið er ekki nógu öflugt.

Af því sem ég hef prufað fannst mér eiginlega bestu græjurnar í M5-inum sem ég átti.

Þessir infinity hátalar afturí voru að gera mjög góða hluti varðandi bassa. Það var búið að setja þá til auka við þá sem voru fyrir í afturhillunni. Ég tengdi svo 2 rása magnara í þá úr þessum fína MP3 jensen spilara sem ég keypti úti á einhvern 8000 kall og þetta virkaði þrusuvel. ... allavega fyrir mig :) Var svo bara með venjulegu tenginguna í hina hátalarana, sem voru original nema hvað ég setti aðeins stærri Rockford hátalara í kick panelinn.

Ég er mikill "stock police" maður í innréttingarmálum, vil ekki sjá eitthvað óggisslegt tæki eða hátalara í bílnum. Það er að skapa smá vandræði í bílnum hjá mér núna, þar sem það passa ekki venjuleg tæki í E38 græju-slottið. Og ég vil eiginlega ekki eyðileggja þetta original setup.

Þannig að ég verð eiginlega að fá mér magasín í skottið, en það er vandamál ef maður vill fá MP3 spilara og geta flett í folderum.. það passar ekki við displayið í bílnum :? Einnig er magnarinn ekki nógu sterkur... er svona með eitt og annað í sigtinu.

Jæja.. er farinn að sofa!

Sæmi

Author:  Jss [ Sun 05. Oct 2003 01:38 ]
Post subject: 

Sæmi, þú getur fengið þér "venjulegt tæki og "blanking plate" utan um það. Það er yfirleitt hægt að fá tæki með stock look, oft hægt að skipta um baklýsingarlit og annað í tækjunum og svona, á ekki að vera mikið mál að fá svona "blanking plate", ætti að vera til í Nesradíó eða Aukaraf. Annars er lítið mál að fá þetta úti.

Author:  Dr. E31 [ Sun 05. Oct 2003 02:04 ]
Post subject: 

Já, ég vil gæði, ekki hávaða. Ég er mjög ánægður með setupið í bílnum hjá mér, DLS sextett (tweeter, midrange og bassi) að framan og afturí lokað bassabox með 12" DLS, og þetta allt keyrt af 4ra rása magnara.
Mig langar nú að skipta út Kenwood tækinu og fá mér Alpine með MP3.
Ég var nú að verða geðveikur á þessu dótaríi afturí hjá mér, það tók svo mikið pláss, en ég tók bara eina kvöldstund í að taka til og koma þessu almennilega fyrir, þá var þetta allt annað. Og ég hélt geðheilsuni. :P
Image

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/