bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvaða smurolíutegund er mælt með?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2778
Page 1 of 2

Author:  SE [ Tue 23. Sep 2003 10:32 ]
Post subject:  Hvaða smurolíutegund er mælt með?

Ég er að fara með M.Benz E420 bílinn í skoðun og smurningu og langar að fá álit "sérfræðinganna" hérna á síðunni hvaða smurolíutegund þið mælið með?

1. Hvaða tegund eru þið að nota á tækin ykkar?

2. Hvaða tegund mælið þið með fyrir mig?

Author:  Jss [ Tue 23. Sep 2003 10:34 ]
Post subject: 

Sérfræðingarnir mæltu með Mobil 1 þegar ég var að láta skipta um á mínum í lok seinustu viku og fór ég eftir því

Author:  uri [ Tue 23. Sep 2003 10:36 ]
Post subject: 

Mobil 1 ekki spurning

Author:  Svezel [ Tue 23. Sep 2003 10:40 ]
Post subject: 

Ég veit nú ekki með ykkur en mér finnst Mobil1 engan veginn peninganna virði, ég hef alltaf notað Shell Helix Ultra á mína bíla og er mjög sáttur. Menn virðast einnig vera sammála mér víða á erlendum spjöllum(?).

Author:  bebecar [ Tue 23. Sep 2003 11:22 ]
Post subject: 

Shell Helix Ultra myndi ég segja - jafngóð og Mobil 1 en ódýrari. Ferrari notar Ultra!

Eina spurningin er hvort það sé betra að taka 5-40W eða 15-50W?

Author:  SE [ Tue 23. Sep 2003 11:29 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Shell Helix Ultra myndi ég segja - jafngóð og Mobil 1 en ódýrari. Ferrari notar Ultra!

Eina spurningin er hvort það sé betra að taka 5-40W eða 15-50W?


Það fara 12lítrar á vélina þannig að ef Helix Ultra er jafngóð og Mobil 1 en ódýrari þá vel ég hana sennilega en þekkir einhver muninn á þessu tvennu 5-40W og 15-50W??

Author:  flamatron [ Tue 23. Sep 2003 11:59 ]
Post subject: 

15-50w er þykkari, betra kannski að nota 5-40w í vetur, betra kalt start, en 15-40w á sumrin.!!
ég notaði shell 15-50w Racing oil, í sumar, og ekkert nema happy með það.!!.. :D
En nota 10-40w í vetur.!

Author:  SE [ Tue 23. Sep 2003 12:18 ]
Post subject: 

Ég fékk þær upplýsingar hjá Ræsi að þeir nota eingöngu Shell Helix Ultra 5-40W á alla sína bíla. Vonandi vita þeir hvað þeir eru að gera :D
Ég ætla allavegana að gera eins og þeir og taka Shell Helix Ultra 5-40W.....

Author:  Benzari [ Tue 23. Sep 2003 13:10 ]
Post subject: 

Nota Esso Ultron + e-ð bætiefni á 20-30 þús. km. fresti

Author:  Logi [ Tue 23. Sep 2003 13:27 ]
Post subject: 

Shell Helix Ultra racing 10-60.

Svolítið dýr, en flestir úti í hinum stóra heimi nota 10-60 olíur á M5.

Author:  bebecar [ Tue 23. Sep 2003 13:58 ]
Post subject: 

Spurning hvort ekki sé við hæfi að taka frekar 5-40 á hæggengari og stærri Benz vél....?

Author:  Dr. E31 [ Tue 23. Sep 2003 14:37 ]
Post subject: 

Ég nota núna Mobil 1, en var með ESSO Ultron 0w30. Þú verður bara að prufa þig áfram held ég. En ég held að ég haldi mig við Mobil 1.
P.S. Ég lét ESSO Ultron 5w30 á Capri'inn síðast þegar ég smurði, ég hélt að hann myndi brenna henni eins og skot, en hann hefur ekki snert hana.

Author:  2002tii [ Mon 06. Oct 2003 13:45 ]
Post subject: 

Shell Helix Ultra racing 10-60w.

Var með Castroll, en er illfáanleg og mjög dýr!
_________________
BMW M5 1994
Daytonaviolet

Author:  Kull [ Mon 06. Oct 2003 14:07 ]
Post subject: 

Hef notað bæði Castrol og Shell 10W60 olíurnar og líkar vel við báðar. Tækniþjónusta bifreiða hafa verið með Castrol olíuna en hún er aðeins dýrari en Shell olían.

Author:  Moni [ Mon 06. Oct 2003 14:27 ]
Post subject: 

Mobil 1 eða eitthvað sambærilegt frá Olís, 100% gerviefnaolíur eru málið!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/