bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

innflutningur á felgum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=27684
Page 1 of 4

Author:  Los Atlos [ Thu 21. Feb 2008 18:57 ]
Post subject:  innflutningur á felgum

Ég er að spá í að endurnýja felgur fyrir sumarið og fyrst að það eru engar felgur hérna á Íslandi til sölu sem að mig langar í þá er ég að spá í að flitja felgur inn frá UK. það er hægt að fá fínustu Replica felgur þar ásamt dekkjum á um það bil 1000 dollara.
Vitiði hvað þetta myndi kosta hingað komið?
Og hvort er betra að kaupa 17" eða 18" undir e34? þetta er ix bíll sem þetta fer undir.

kv. Atli

Author:  Angelic0- [ Thu 21. Feb 2008 19:03 ]
Post subject: 

Passaðu bara að kaupa felgur með E36 offsetti..... það passar á IX bílana...

Það er nefnilega annað offset á þeim ;)

Author:  Los Atlos [ Thu 21. Feb 2008 19:06 ]
Post subject: 

Angelic0- wrote:
Passaðu bara að kaupa felgur með E36 offsetti..... það passar á IX bílana...

Það er nefnilega annað offset á þeim ;)


Þannig að ég get keift felgur af e36 og sett beint á ix án þess að nota spacera?

Author:  saemi [ Thu 21. Feb 2008 19:11 ]
Post subject: 

jebb!

taktu sendingarkostnaðinn, bættu ofan á þetta vaskinum og svona 20% þá ertu nokkuð nærri lagi.

Author:  Djofullinn [ Thu 21. Feb 2008 19:30 ]
Post subject: 

Hver rukkar dollara í UK? :lol:

Author:  Gunnar Þór [ Thu 21. Feb 2008 19:35 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Hver rukkar dollara í UK? :lol:


Einmitt - líklega GBP 1000

Author:  Gunnar Þór [ Thu 21. Feb 2008 19:40 ]
Post subject: 

saemi wrote:
jebb!

taktu sendingarkostnaðinn, bættu ofan á þetta vaskinum og svona 20% þá ertu nokkuð nærri lagi.


Eru 20% tollar af felgum/dekkjum?

Ég hef einmitt verið að spá í að flytja inn frá UK dekk á felgum:

http://www.bmwmstyle.co.uk/E46-Alloys.htm

Er kannski ódýrara að finna þetta í USA?

Author:  BlitZ3r [ Thu 21. Feb 2008 20:01 ]
Post subject: 

ix bílarnir hafa ET54 en aðrir e34 ET ca. 15 -20. Felgurnar þurfa að vera ET35 eða meira. fékk felgur af e36 einmitt og ekkert mál, engin snerting :D :o

Author:  Los Atlos [ Thu 21. Feb 2008 20:44 ]
Post subject: 

ég er samt með felgur undan gömlum 520 diesel núna og það passar fínt, þetta var eitthvað öðruvísi, ég vissi það, ég ætlaði einmitt að setja felgur af ix undir 735 og skildi ekkert af hverju það passaði ekki.

en hversu stórar felgur væri best að kaupa? 17" eða 18"

Author:  saemi [ Fri 22. Feb 2008 00:39 ]
Post subject: 

Los Atlos wrote:
ég er samt með felgur undan gömlum 520 diesel núna og það passar fínt, þetta var eitthvað öðruvísi, ég vissi það, ég ætlaði einmitt að setja felgur af ix undir 735 og skildi ekkert af hverju það passaði ekki.

en hversu stórar felgur væri best að kaupa? 17" eða 18"


16 eða 17, ekki stærra.

Author:  Los Atlos [ Fri 22. Feb 2008 07:27 ]
Post subject: 

Ég bíst við að ég endi í 17". En ég er samt forvitinn, af hverju frekar 17" heldur en 18"

Author:  Djofullinn [ Fri 22. Feb 2008 09:34 ]
Post subject: 

Ég tæki persónulega 18". Og það er bara upp á lookið.
Á svona bíl skiptir kannski ekki öllu máli hvort maður tapi smá performance þar sem þetta er engin performance græja.

17" er samt allt í lagi.

Author:  saemi [ Fri 22. Feb 2008 10:05 ]
Post subject: 

18" er bara of stórt nema þú sért með allar fóðringar og slíkt í 100% standi.

Annað mál ef þetta væri E38/E39, þá væri 18/19 allt í lagi.

Author:  Los Atlos [ Fri 22. Feb 2008 12:17 ]
Post subject: 

þannig að því stærri felgur => því fljótari eru fóðringar að fara?

Author:  saemi [ Fri 22. Feb 2008 12:21 ]
Post subject: 

Finnur lika miklu meira fyrir öllu með stærri felgum. Vibringur og rasar meira.

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/