bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spurning vikunnar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2723
Page 1 of 2

Author:  Kristjan [ Sat 20. Sep 2003 18:51 ]
Post subject:  Spurning vikunnar

Hefur þér tekist að fara í 360 gráður á bílnum þínum

http://bmwkraftur.pjus.is/kull/Top-Gear/Top_Gear-BMW-M5-Test-Drive.mpeg

Tiff gerir það mjög vandlega á M5 í þessu myndbandi.

Author:  bebecar [ Sat 20. Sep 2003 21:21 ]
Post subject: 

Já, ég hef gert þetta á tveimur bílum, óvart á öðrum og viljandi á hinum. ÉG gerði þetta á mínum gamla M5 og það var frekar létt verk og tókst vel...

Óvart gerði ég þetta á Lancer GLX 1989 módel (hryllilegur bíll) í hálku og dekkin snéru öfugt - ég komst semsagt að því á þennan hátt.

Author:  arnib [ Sat 20. Sep 2003 21:33 ]
Post subject: 

Ég held ekki að "óvart" teljist með.
Ég hef oft farið (** ÓVART) í 360 á miötunni minni gömlu, og jafnvel meiri gráður en það.

Aftur á móti hef ég aldrei gert tilraun til að fara í three-sixty á flenni-ferð, eins og vinur okkar Tiff gerir í þessu myndbandi...

Og ef að einhver hérna getur þetta, þá á sá hinn sami aðdáun mína.
Þetta krefst m4d 5k1llz ... :)

*edit :)

Author:  gstuning [ Sat 20. Sep 2003 21:35 ]
Post subject: 

Ég hef gert þetta á blæjunni, ekki auðvelt með opið drif, erfiðara að halda dekkjunum lausum,

Piece með læsingu,

Author:  Kristjan [ Sat 20. Sep 2003 21:59 ]
Post subject: 

Bebecar: þú þurftir nú ekki að segja þetta, var nú alveg viss um að þú hefðir gert þetta, fyrrum M5 eigandi. :D

Ég var að leika mér á svelli á Colt GLXi og tókst að renna í 360 gráður en ég tel það nú ekki með.

Author:  bjahja [ Sun 21. Sep 2003 06:26 ]
Post subject: 

Hvar geriði þetta, ég myndi nú ekki þora hvar sem er.

Author:  Haffi [ Sun 21. Sep 2003 06:48 ]
Post subject: 

bílaplanið hjá borgó??? :) FULLLLT af stöðum *glúrp*

Author:  bjahja [ Sun 21. Sep 2003 07:24 ]
Post subject: 

Það er nú ekkert fullt af stöðum með miklu plássi, engum holum og engum staurum.

p.s djöfull er maður þreyttur :pale:

Author:  Haffi [ Sun 21. Sep 2003 07:42 ]
Post subject: 

*glúrp* sama hérna.... búinn að stappa í mig öllum pillum sem ég finn og ei sofna ég ... :oops: let's hope I wake up eftir allt þetta bölvaða pillu át :roll:

Author:  fart [ Sun 21. Sep 2003 09:15 ]
Post subject: 

tók 360 í begjunni af ártúnsbrekkunni niður undur elliðárnar á leiðinni inn í Ingvar Helga. Bifreiðin sem um ræðir var BMW 325iS 1992.

Author:  Raggi M5 [ Sun 21. Sep 2003 13:17 ]
Post subject: 

Ég hef gert þetta á mínum gamla, þ.e.a.s. þegar ég var með hann á 16" og það var MJÖG auðvelt :D Bara gaman!

Author:  sh4rk [ Sun 21. Sep 2003 13:36 ]
Post subject: 

Já ég geri þetta stundum þegar ég nenni þetta er nefnilega svo létt að geraþetta

Author:  arnib [ Sun 21. Sep 2003 13:38 ]
Post subject: 

Ég held að þið séuð allir annaðhvort að reykja hass, eða þið hafið ekki
horft á þetta myndband og vitið ekki um hvað er verið að tala..

Nema auðvitað að ég kunni bara alls ekki að keyra :)

Author:  oskard [ Sun 21. Sep 2003 13:40 ]
Post subject: 

já ég held að fólk fatti ekki að maðurinn er að keyra á flenni ferð
tekur 360 og keyrir síðan áfram í sömu átt án þess að missa rosa
lega mikla ferð...

Author:  Raggi M5 [ Sun 21. Sep 2003 14:20 ]
Post subject: 

oskard wrote:
já ég held að fólk fatti ekki að maðurinn er að keyra á flenni ferð
tekur 360 og keyrir síðan áfram í sömu átt án þess að missa rosa
lega mikla ferð...


Ef það er verið að tala um það, þá gerði ég það ekki á Bimmanum, hef bara gert það á Go-Kart bíl :D Reyndar hef ég gert það í snjó á bimmanum :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/