Ég fékk hringinguna núna rétt uppúr 3. Vinur minn sat pikk fastur á Touaregnum sínum og bað mig að koma til að hjálpa. Þeir sátu fastir á kviðnum skammt frá bílasölu/-verkstæði Djöfulsins. Ég brást skjótt við og náði í X5-inn.
Ég gleymdi Arsenal treflinum mínum og tafðist því aðeins. Þurfti að snúa við til að sækja hann. Félaginn (Liverpool aðdáandi) bauðst til að herða hnútinn.
Þegar ég kom á staðinn var heill haugur af bílum þarna fastir. Ég hækkaði bimmann upp og braut mér leið til Touaregsins. Svo í þann mund er við vorum að festa reipið kemur björgunarsveitin og ætlar að draga mig

Hélt nú ekki, sagði þeim að þessi fólksvagen drusla væri föst.
Það eru greinilega ekki allir þýskir SUV jafnt skapaðir. Alveg væri ég til í svona sem daily driver ef aðstæður eins og í kvöld væru tíðari. Sá bæverski kemst það sem honum er ætlað.