bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

DYNO Dagur #2
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=1&t=2706
Page 1 of 2

Author:  Gunni [ Fri 19. Sep 2003 13:50 ]
Post subject:  DYNO Dagur #2

Ég henti upp smá könnun til að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir því að halda DYNO áður en vetur gengur í garð.

Ég vill biðja þá sem ÆTLA að láta mæla bílana sína að svara því í könnunninni og skrá sig með því að senda mér póst á gunni@bmwkraftur.is sem er svohljóðandi:

Subject: DYNO Dagur #2

Ég ætla að láta mæla bílinn minn
Fullt nafn (spjallnafn í sviga)
Símanr. (helst GSM)
Bíll

ATH. að skráning er bindandi!

Það er ekki komið á hreint hvað þetta mun kosta en það verður vel undir almennu verði. Dagsetning er heldur ekki alveg komin á hreint, en ég reikna með að þetta verði þá um 1. eða 2. helgina í október (þ.e. ef næg þáttaka fæst).

Kv. Gunni

Author:  Jss [ Fri 19. Sep 2003 16:16 ]
Post subject: 

Veistu hvort þetta kemur til með að kosta svipað og síðast?

Hvað kostaði það mikið síðast?

Author:  arnib [ Fri 19. Sep 2003 16:23 ]
Post subject: 

Þetta er kynningartextinn frá seinasta degi.
Hérna má sjá verðin 3.800 kr. á dyno-degi, og venjulegt
verð 6.900 kr.

Það er ekki vitað fyrir víst hver verðin eru í þetta skiptið,
en ég held að það megi nú gera ráð fyrir því að þau
verða ekki langt frá þessu.


Quote:
Það verður Dyno-dagur (aflmælingardagur) laugardaginn 30. nóv kl 11:00 niðrí Tækniþjónustu Bifreiða (að sjálfsögðu) Hjallahrauni 4. verð á bíl er 3800 kr, en þess má geta að venjulegt verð fyrir Dyno mælingu er 6900kr. Tækniþjónusta Bifreiða er eini staðurinn sem aflmælir bíla á Íslandi! Nagladekk eru bönnuð!! þeir mæla með eyrnahlífum eða eyrnatöppum. Þeir ætla að setja upp aðstöðu til að horfa á eitthvað bílatengt efni. Ef einhver á spólur eða cd með einhverju sniðugu efni þá má hann endilega láta mig vita og mæta með það!
Athugið að þetta gildir að sjálfsögðu aðeins fyrir BMW bíla

Author:  Benzari [ Fri 19. Sep 2003 16:37 ]
Post subject: 

Bara BMW bílar eða er nóg að vera í klúbbnum?

Author:  Haffi [ Fri 19. Sep 2003 16:39 ]
Post subject: 

Athugið að þetta gildir að sjálfsögðu aðeins fyrir BMW bíla

Var allavega þannig síðast.... en aðriðr borguðu bara fullt verð :) mátt annars alveg vera með ;)

Author:  ta [ Fri 19. Sep 2003 20:51 ]
Post subject: 

ég mæti til að sjá hvar ég stend.
og svo aftur næst til að vita hvort mínar
breytinar hafa einhvrn árangur??

Author:  oskard [ Sat 20. Sep 2003 00:27 ]
Post subject: 

Þetta verður að sjálfsögðu BMW only, allveg eins og þeir afslættir
sem meðlimir fá út á meðlimakortin eru bara fyrir BMW hluti ekkert
annað.

Author:  GHR [ Tue 23. Sep 2003 22:47 ]
Post subject: 

Er ekki bara málið að halda svona dag aftur??
Sýnist vera góð þáttaka ......

Author:  Dr. E31 [ Wed 24. Sep 2003 01:49 ]
Post subject: 

Er komið á hreint hvenær þetta verður??

Author:  Gunni [ Thu 25. Sep 2003 19:18 ]
Post subject: 

upplýsingar um dagsetningu og verð koma á morgun (föstudag)

Author:  Gunni [ Sat 27. Sep 2003 12:17 ]
Post subject: 

Jæja þá er komið að því. DYNO Dagur II er að fara að verða að veruleika. Laugardaginn 11. október kl 11 ætlum við að mæta í Tækniþjónustu Bifreiða og láta DYNO mæla bílana okkar!

Verð á mælingu er 3900 kr. á bíl, en almenn verð er 7000 kr.

ATH. að þetta er AÐEINS fyrir BMW bíla

Þeir geta ekki tekið fleiri en 10-12 bíla þannig að það er gott að hafa hraðann á því það eru bílar skráðir nú þegar!

Öllum er frjálst að mæta og horfa á, en égg vill biðja þá sem ÆTLA að láta mæla bílana sína að skrá sig með því að senda mér póst á gunni@bmwkraftur.is sem er svohljóðandi:

Subject: DYNO Dagur #2

Ég ætla að láta mæla bílinn minn
Fullt nafn (spjallnafn í sviga)
Símanr. (helst GSM)
Bíll

ATH. að skráning er bindandi!


með DYNO kveðju,

Krafturinn

Author:  Logi [ Sat 27. Sep 2003 13:55 ]
Post subject: 

Hvaða ár er 1. okt á laugardegi, 2005?

Author:  Logi [ Sat 27. Sep 2003 13:57 ]
Post subject: 

Geri ráð fyrir að þetta sé 1 nóv.? Ef svo er þá mæti ég og læt mæla!

Author:  saemi [ Sat 27. Sep 2003 14:26 ]
Post subject: 

He he he ..... 8)

Author:  Gunni [ Sat 27. Sep 2003 14:39 ]
Post subject: 

Nei vá !! ég biðst afsökunar þetta er 11. október, ELLEFTA OKTÓBER !!!! og árið er sannarlega 2003 ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/